16.6.2008 | 21:29
Og nú er það smá blogg um fjölskylduna!!!
Held það sé löngu orðið tímabært að blogga aðeins um mína frábæru fjölskyldu og þá einna helst systkini mín, börnin mín og barnabörn. Það gengur svo glimrandi vel hjá okkur öllum þessa dagana að maður getur ekki annað en deilt því með vinum og vandamönnum. Hrönn, tvíburasystir mín starfar á bókasafni Hafnarfjarðar en hún á einungis eftir ritgerðina til að verða löglegur bókasafnsfræðingur. Meiri og meiri ábyrgð er sett henni á herðar þarna á safninu þar sem systir mín er enginn venjulegur vinnukraftur. Súperdama. Hún er nýflutt í nýja húsið sitt ásamt sambýlismanni, dætrum sínum tveim og syni hans. Svo á hún einnig tvo fullorðna synir og kvæntist annar þeirra nú í maí síðastliðinn en engin barnabörn komin enn. Stelpurnar eru 6 og 9 ára. Hjalti bróðir er kvæntur og á sex börn og 1 barnabarn. Elsta dóttir hans Zanný, er í viðskiptalögfræði á Bifröst. Hún á eina dóttur sem heitir Björk Dögun og eina fósturdóttur. Brynja er á leið í nám á Ítalíu núna í ágúst. Svo eru það Hafdís Elva 18 ára, Eiður Rafn 15 ára, Birna Björt 5 ára og Hlynur 3 ára. Hafþór bróðir býr úti í Noregi með Hedwig Heinesen, afabarni færeyska rithöfundarins og börnum hennar. Hann á 3 börn hér á Íslandi sem eru Fanney Margrét 16 ára, Alex Þór 14 ára og Helga Rún 7 ára. Svo á hann einn fósturson sem er býr í Noregi og er að læra, að ég held Arkitektúr, man það ekki. Hann mun kvænast nú í ágúst, hérna uppi á Íslandi eða í Saurbæjarkirkju í Hvalfjarðarsveit. Eiður bróðir er verkstjóri hjá Primex, kítósanverksmiðjunni á Siglufirði og gengur vel. Hann er sjálfstæður og á 2 börn, Kristínu Ágústu 14 ára og Kristinn Tómas 9 ára. Daði bróðir er framkvæmdastjóri Stímis, ásamt því að eiga fyrirtækið Obex lausnir ehf í samvinnu við Eið bróðir. Hann er í sambúð og á 3 börn, Adam Frey 15 ára, Kamillu Rún 8 ára og Söndru Karen 4 ára. Síðast en ekki síst er það svo "örverpið" Snævar Jón, hann er í sambúð með Karen en engin börn komin enn. Þau búa á Eskifirði en þangað fluttust þau eftir að hafa klárað Háskólanám á Bifröst. Hagfræði, stjórnmálafræði, heimspekinám eitthvað. Hann vinnur þar fyrir eitthvert erlent fyrirtæki sem ég kann ekki að nefna. Segiði svo að ég sé ekki heppin. Hvað þá pabbi og mamma að eiga öll þessi frábæru börn, barnabörn og barnabarnabörn. Svo eru það börnin mín og barnabörnin. Sigrún er elst fædd 1985 og hún fer í Háskóla Íslands í haust. Hún er í sambúð og á eitt barn, hina yndislegu Kolbrúnu Köru, sem er besta barn sem ég hef kynnst og þekki ég þau mörg. Brynjar Heimir er næstur, fæddur árið 1986. Hann starfar hjá Samskipum. Svo er það Aron Mar, fæddur árið 1987, hann starfar við smíðar hjá fyrirtækinu hans Hjalta bróður, Art sérsmíði ehf. Hann er í sambúð og á eina dóttur, Emilíu Ólöfu sem var skírð á dögtunum. Síðast er að telja heimasætuna, hana Sæunni, hún er 14 ára og vinnur í ísbúðinni í Álfheimum í sumar. Heppin að þurfa ekki að fara í vinnuskólann, finnst henni. Í ísbúðinni er nefnilega hún Sigrún mín einn af innstu koppum í búrinu ásamt því að stjórnast í liðinu í ísbúðinni í Kringlunni líka. Ákveðin ung dama. Yngstu frændsystkinunum finnst öllum sem betur fer, gaman að fá að koma í heimsókn á Fellsenda og gista. Ekki mikið mál að passa þau. Yngsta barnabarnið er hér hjá mér núna, steinsofandi þessi elska og fær að gista eina nótt. Á fimmtudaginn koma svo Kamilla Rún og Sandra Karen og verða í nokkra daga þar sem pabbi og mamma ætla að skella sér út í afmælisferð. Ekki má gleyma aðalnæturgestinum, henni Skottu. Skotta er tímin hennar Sigrúnar og er hér í heimsókn núna þar sem Sigrún skrapp til Siglufjarðar. En þá vitið þið það helsta um systkini mín, börn mín, þeirra og barnabörn. He he.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.