18.6.2008 | 08:54
Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang!!!
Góðan dag, bloggvinir kærir. Í dag er dagurinn eftir 17. júní og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ætlaði nú bara að lúra frameftir í morgun. En það eru víst takmörk fyrir því hversu mikið maður getur sofið. Varð, held ég, eitthvað spennufall hjá mér í gær eftir að Aron og Særún voru búin að sækja litlu Emilíu Ólöfu svo að kl.20 var ég dottin í rúminu hér inni í stofu. Rumskaði við símann kl. 22.30 en eiginmaðurinn var að hringja til að heyra í konunni sinni. Er orðinn ansi langur tími sem hann er búinn að vera í burtu og Sæunn er alltaf í borginni að vinna svo við erum bara hér tvö, ég og pabbi gamli, he he. Nei, hann er rétt 65 ára, kornungur maðurinn. Á hverjum morgni hellir þessi elska upp á kaffi handa mér, svo ég drattist nú á lappir og ég veit ekkert betra en að geta gengið að splunkunýjum uppáhellingi að morgni dags.
Svo eru það blessaðir hundarnir, það er meira en að segja það að ætla að reyna að lúra með 3 hunda. Skotta lá á bakinu á mér, Moli sleikti á mér tærnar og Brúnó krafsaði í rúmið og bað um að verða tekinn upp í líka. Auðvitað lét ég það eftir honum og hann vildi nú fá sitt dekur. Þegar hann vill klapp þá nefnilega krafsar hann í mann með framloppunni og þá á maður að klóra honum. Og maður má ekkert hætta sko fyrr en honum þóknast. Síðan datt Skottu í hug að fara í flugueltingaleik við eitt flugugrey sem sveimaði hér yfir okkur og þá gafst ég upp, náði í tölvuna og settist við að skrifa þetta blogg. Allir hundarnir búnir að fara út að pissa og eru steinsofnaðir aftur pah. Ætla að fara að ryksuga og gera fínt áður en Kamilla og Sandra koma á morgun. Ekki veitir af. Eins gott að þeim sem hingað koma sé ekki illa við hundahár, já og kattarhár. Þetta er alls staðar. Pirrar mig stundum að moka hér upp hárunum dag eftir dag en það líður hjá, bara ná í ryksuguna eða moppuna.
En, ég er komin með nýjan nágranna eða þannig. Hún er hávær og segir ekki ÚÚ'Ú eins og í bíómyndunum heldur gargar hún og það gekk svo langt að eina nóttina stökk ég hreinlega út og rak hana í burtu. Þarna sat þessi fallega ugla á ljósastaurnum hér fyrir nóttina og "söng" mig í vöknun. Hún er sífellt að flækjast hér í grenndinni og mér dýrasjúklingnum finnst það yndislegt, allavega þegar ég er vakandi.
Annar froskurinn er hættur að éta, eiga það víst til, svo í gærmorgun náði mín í ánamaðk út í garð, bútaði hann niður í 3 parta og fékk hann til að borða þá. Eitthvert ráð sem Sæunn fann á netinu. Örugglega orðnir hundleiðir á lirfum greyið froskarnir. Hinn er að springa úr spiki og er sæll og glaður. En blessaðar lirfurnar breytast í bjöllur svo mín er með Machintoshdollu inni á baði sem inniheldur lirfur og bjöllur. Ekki mjög geðslegt finnst sumum , he he. Já, þetta er hálfgerður dýragarður hér hjá mér og nú er blómatími naggríssins. Ferskt gras, fíflablöð og hundasúrur á hverjum degi. Hann elskar hundasúrur. Svo þegar það er nógu gott veður þá fær hann að vera úti í grasinu. Hef bara grindina af búrinu yfir svo hann fari sér ekki að voða. Hann er nú að verða dálítið gamall blessaður en ég vona að hann tóri í 2-3 ár í viðbót. Maðurinn minn er guðs lifandi feginn yfir að ekki séu til krókódílar á Íslandi, segir hann. Að ég væri þá örugglega með einn á milli okkar í bælinu. He, he. En svona er ég bara og ætla mér ekkert að breyta því. Núna er ég t.d. með bakstuðning sem heitir Skotta. Hversu mikil forréttindi eru það.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.