24.11.2008 | 17:27
Bylgjumolar!!!
Ég var svo lánsöm að alast upp í stórum systkinahóp, við vorum 6 systkinin þá en yngsti bróðir minn fæddist ekki fyrr en ég var sjálf búin að stofna fjölskyldu. Sem tvíburi og elst af okkur þekki ég ekki annað en að eiga systkin og þar sem mamma og pabbi voru ekkert að drolla við hlutina, þá eru einungis rúm 9 ár og milli mín og þess yngsta af þessum hópi. Undri dyggri leiðsögn og verndarhendi frá pabba og mömmu, sem ég er ævinlega þakklát fyrir, uxum við úr grasi í sátt og samlyndi. Það var ekki oft sem við rifumst systkinin, alla vega man ég ekki eftir mörgum skiptum.
Hjalti var prakkarinn í hópnum og sem hafði gríðarlegan áhuga á öllu sem átti hug hans þá stundina. Hjólin okkar voru t.d. skrúfuð í sundur til skoðunar, hann keypti sér skellinöðru og var nokkur ár í skíðastökki ásamt Hafþóri bróður. Hjalti elskaði mat og þá meina ég ELSKAÐI, ég man ekki eftir honum öðruvísi, mikið sem honum fannst gott að borða. Ein jólin komst hann t.d. í jólasteikina sem beið tilbúin til framreiðslu inni í eldhúsi eftir að útvarpsklukkan hringdi inn jólin og annað skipti sem ég man vel eftir var fermingarveisla þar sem hann borðaði þar til hann kastaði upp. Og svo borðaði hann bara meira he he. Hann var svo matsár og sífellt hræddur um að vera étinn út á gaddinn. Við vorum saman í sveitinni hjá Dóru frænku eitt sumar, ég hef verið 14 ára að verða 15 og hann 12-13 ára. Hann vann eins og hestur og hafði gaman af, gat aldrei verið aðgerðarlaus. Upp á 10 ára afmælið sitt hélt hann úti á sjó og togaranum Stálvík og var meira og minna viðloðandi sjóinn árin sín á Sigló. Enn í dag hefur hann mikinn áhuga á bátum og þá gömlum bátum og hefur hann aflað sér mikillar þekkingar á því sviði. Hugur hans stendur til að reyna að varðveita vinnubrögðin og verkfærin sem notuð voru til bátasmíða hér á landi á árum áður. Hann lærði eldsmíði og smíðaði sér verkfæri upp á gamla mátann og hefur endurbyggt og byggt upp þó nokkra báta með gamla laginu. Handverk hans má m.a. sjá á Reykhólum í ,,Vinfasti" sem er þar á safni og sýndur var á Húsavík í sumar. Held að þeir félagar sem að þessu standa hafi jafnvel handsaumað seglin á bátnum og á Húsavík sl. sumar sigldu þeir með farþega og höfðu mikið gaman að. Félag hefur nú verið stofnað um bátinn og bátasmíði og margt spennandi sem er framundan í þeim efnum hjá þeim félögum. Eitthvað virðast þeir fornaldar kallarnir vera inni í nútímanum því að þeir eru KOMNIR MEÐ HEIMASÍÐU.......
batasmidi.is
..... þar má finna myndir og fleira sem að áhugamálinu snýr.
Eins og ég á vanda til þegar ég sest við bloggið mitt þá hef ég leyft huganum að reika og er komin langt frá því sem ég ætlaði að skrifa um í upphafi. Áform mitt var krepputal og hvernig ég lít á hlutina en enda á að mæra bróður inn, he he. En það er bara allt í lagi því nú langar mig að skrifa um þau öll og mun örugglega gera það á næstunni og kannski verður smá krepputal sem fylgir.
LOVE
Jee, þetta er farið að hljóma eins og minningargrein. Ég sem ætlaði að tala um uppeldi.
En þetta er gaman og e.t.v. koma líka smá sögur af systkinum mínum síðar.Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.