30.11.2008 | 14:45
Myglusveppurinn er að eyðileggja......
líf fjölda fólks, leyfi ég mér að fullyrða, úti í þjóðfélaginu án þess jafnvel að það hafi hugmynd um það ogí ég er búin að fá upp í kok á aðgerðar- og þekkingarleysi samfélagsins og þeirra sem þar eru við stjórnvölinn hvað þessi mál varðar. Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu vita hvað ég hef verið að reyna að fá einhverja einhvers staðar til að opna augun og taka á málum og óþarfi að fjölyrða um það hér. Við erum ekki bara aftarlega á merinni miðað við önnur Norðurlönd t.d. í sambandi við myglusvepp. Við erum skjögrandi einhvers staðar langt á eftir henni og miðar ekkert áfram. Ástæðan fyrir þessu bloggi mínu nú er símtal sem ég átti við 5 barna móður í Grindavík sem var að lenda í því sama og við nema hálfu verr ef eitthvað er. Ég kæri mig ekki um að fjalla nánar um það hér nema með hennar leyfi en finn mig knúna til að ,,kjafta" frá þar sem hún og hennar fjölskylda eru að lenda í því nákvæmlega sama og við að þau fá heldur enga aðstoð frá sínu sveitarfélagi og/eða stjórnvöldum. Nokkrir velviljaðar einstaklingar og hópar hafa reynt að aðstoða þau eftir því sem efni og aðstæður hafa leyft en það vita að allir að það dugar skammt þó maður sé innilega þakklátur þá framfleytir maður ekki sjö manna fjölskyldu með því einu saman. Börnin eiga rétt á að eiga einhvers staðar heima, eiga rétt á að þurfa ekki að slíta sig upp með rótum í burtu frá vinum, skipta um skóla ofan á að vera sífellt lasin, mamma lasin og ekki veit af hverju. Að fá spurningar frá yfirvöldum eins og ,,hvað viltu að við gerum" og þar fram eftir götunum nær ekki nokkurri átt. Að hvergi séu til nein úrræði og enga aðstoð að fá þegar maður stendur uppi á nærbrókunum og það serm verra er börnin manns líka vegna þess að maður missti ekki allt sitt á réttan hátt er fáránlegt. Það þykir ekki einu sinni fréttnæmt að missa afleiguna af völdum myglusvepps en ef það verða reykskemmdir í ruslageymslu einhvers staðar þá er það blásið upp. Stjórnvöld, fjölmiðlar og þeir sem einhver áhrif geta haft eru algerlega að bregðast og ættu bara að skammast sín. Viðhorfin verða að fara að breytast og fjandinn fjarri mér ef ég ætla að gefast upp aftur. Ég ætla að halda áfram að hamra og hamra þar til ég næ að brjóta þó ekki sé nema lítið gat, á þeirra þykka haus svo það síist inn að myglusveppur er jafn alvarlegur hér á landi og annars staðar sama hversu fast þeir loka augunum gagnvart honum. Hafið skömm fyrir og reynið að opna augun.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
gaman að sjá að þú ert farin að blogga aftur elsku skvís
Sendi ykkur risa knús og kram
Elísabet og CO
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 1.12.2008 kl. 03:32
Mygla í húsi er hægt að mæla með litlu tæki sem gengur fyrir batteríum. Þetta er frábær pistill og leiðinlegt að ekki einu sinni þeir sem eru veikir árið út og árið inn, skoði ekki þennan möguleika á veikindum sínum.
Mygla jókst eftir því sem hús urðu þéttari. Það lék ekki frískt loft innan um viðarklæðningar og þess háttar. Byggingarmeistarar humma þetta vandamál af sér.
Byggja þeir fyrir sjálfan sig vita þeir nákvæmlega hvar loftgötin eiga að vera, og svo er ekkert vitlaust að hafa rafmagnsdrifin blásara í stórum einbýlishúsum.
'islendingar eru enn í einhverri afneitun á tilvist myglu í húsum..
Óskar Arnórsson, 6.12.2008 kl. 04:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.