Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
26.3.2008 | 08:49
Myglumelurinn minn vonandi til þess að ýta eitthvað við stjórnvöldum og öðrum sem hafa með svona mál að gera.
Eins og kannski einhverjir hafa séð þá birtist frétt á Stöð 2 í gærkvöld um hvernig fór fyrir veraldlegum eigum okkar hjóna. Það voru blendnar tilfi.nningar sem bærðust með mér þegar Lára Ómarsdóttir hafði samband við mig í gærmorgun og vildi fá að gera þessa frétt. Aðallega vegna þess að ég er ekki mjög framfærin eftir öll þessi ósköp, dreg mig í hlé við svona áföll. Veit ekkert af hverju, örugglega bara mín leið til að fá tíma til að vinna úr hlutunum. Var rétt að skríða út úr gömlu skelinni, eins og einsetukrabbarnar, eftir síðasta áfall þegar þetta dundi yfir. Var komin af stað í sveitapólitíkina við síðustu sveitarstjórnakosningar, var í umhverfisnefnd sveitarfélagsins og 3ja manna stýrihópi um staðardagskrá og hvað eina. Hætti þessu öllu saman og lagðist í hýði hér uppi á Fellsenda. Get bara ekki hugsað mér að vera byrði á einhverjum og ef ég tek eitthvað að mér þá vil ég geta sinnt því 120%. Hvernig á það að vera hægt þegar maður stendur ekki einu sinni undir sjálfum sér og getur einungis sinnt brotabroti af heimillisstörfunum. En hægt og hægt er ég að skríða úr þessari skel einnig og er það ekki síst blogginu að þakka. Góð viðbrögð ykkar sem lesið bloggið mitt voru líka hvatning til mín í að láta vaða og fara í þetta viðtal. Með því var hluta þess tilgangs náð sem ég hafði upphaflega með stofnun bloggsins sem var að reyna einhvern veginn að vekja athygli á þessum skaðvaldi sem myglusveppurinn er. Og nú er hlaupið kapp í mína. Ég er búin að einsetja mér að trúa því að ég sé fær um að knýja fram viðhorfsbreytingu í samfélaginu gagnvart þessum fjanda. Háleitt markmið.... og ofursjálfstraust, það verður ég næstu vikur og mánuði eða eins lengi og þarf. Skora á alla sem sjá þetta pár mitt að fara inn á heimasíðu Húsa og heilsu og lesa sér til um myglusvepp, skaðsemi hans, sjúkdómseinkenni og annað sem þar er. Frábær upplýsandi síða hjá þeim Sylgju og Pálma: www.husogheilsa.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.3.2008 | 13:45
Á sandi byggði heimskur maður hús......
.... og þá kom steypiregn. Einhverra hluta vegna kom þetta upp í huga mér þegar maðurinn minn sagði mér af samskiptum sínum við starfsmann Vegagerðarinnar sem hann hitti í morgun. Hef áður bloggað um ástand eina vegarins sem ég kemst heim til mín en svona til útskýringar þá er þessi vegur nær eingöngu notaður af vörubílum sem eru að sækja efni í stóra malarnámu sem er hér rétt við hliðinjpa á sveitabænum þar sem ég bý. Þannig að ferðirnar sem vörubílarnar fara eftir aumingjans veginum skipta tugum. Maðurinn minn benti viðkomandi starfsmanni þessa háa embættis á hvernig núverandi ástand vegarins væri og svörin sem hann fékk voru þau að ekki væri hægt að hefla í frosti. -Var nú frostlaust fyrir páska, benti maðurinn minn honum á og hinum varð fátt um svör en svaraði svo hryssingslega að þetta væri nú sá vegur sem hvað mesta þjónustu fengi á landinu. Ha, ha, held hann hafi verið heflaður tvisvar síðan ég flutti hingað fyrir hálfu ári síðan og þar af var hann orðinn ófær vegna drullu og áníðslu þegar þeir létu sjá sig í fyrra skiptið. Minn vildi nú ekki sleppa honum svona létt og minntist á að vegurinn væri líka alltof mjór. Hann er ekkert of mjór, hreytti Veggi út úr sér, hvað er að, ég horfi upp á það oft á dag að þegar vörubílarnir mætast þá verður annar þeirra að stoppa. Og, minn veit nú alveg hvað hann er að tala um, búinn að vinna við að keyra vörubíl alla sína tíð. -Það er bara alltof mikil umferð á veginum, sagði veggi þá. Og ég spyr, er þetta dæmigert viðhorf þessara blessuðu manna sem sjá um íslenskt vegakerfi. Ekki einu sinni var horfst í augu við hvað raunverulega vandamálið var. Burðarlag vega sem vitað er að mikið álag er á verður að vera samkvæmt því, þýðir ekki endalaust að moka saman einhverri drulluhrúgu, kalla það veg og kenna því svo um að vegurinn skemmist að hann er notaður til þess sem hann er ætlaður. Vegur að efnisnámu verður að vera byggður til að þola það að vera vegur að efnisnámu. Árinni kennir illur ræðari. Held ég fari og rukki vegagerðina um demparafestingarnar sem allar eru farnar í bílnum mínum og nokkra þvotta í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 11:15
Hvað þarf til til þess að Vegagerðin átti sig???
Fimm á slysadeild eftir umferðarslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
24.3.2008 | 09:46
Hugarflug um framtíðaruppbyggingu íslenska nútímasamfélagsins!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 08:39
Sunnudagsskreppur....til Ísafjarðar. Sumir eru bilaðri en aðrir!!!
Það þarf ekkert að vera klikkaður til að vera ég en það vissulega hjálpar því um 10 leytið í gærmorgun fékk ég þá snilldarhugmynd að "skjótast" til Ísafjarðar og í góðmennsku minni bauð ég karlinum með. Honum finnst svo gaman að keyra þessari elsku, þar sem hann vinnur við það alla daga he he. Erindið sem við áttum á Ísafjörð var nú ekki merkilegt en málið er að þar vissum við af húsi sem er eins og það sem okkur langar til að byggja á lóðinni niðrá Hagamel. Og því ekki að skutlast til að sjá húsið með eigin augum og etv. taka nokkrar myndir til að eiga. Hellti upp á handa mér til að hafa á leiðinni og svo vvar lagt í hann. Nestuðum okkur svo í Borgarnesi fyrir þann 400 km bíltúr sem framundan var, hvað er það á milli vina. Veðrið var yndislegt alla leiðina sól og blíða og það verður að segjast að Vestfirðirnir skörtuðu sínu fegursta. Fannst þeir jafnvel fallegri en að sumarlagi. Ferðin gekk að óskum og við fundum húsið strax en... það var bara enginn heima svo lítið annað hægt að gera en að laumast með myndavélina, eins og þjófur að nóttu, og smella af nokkrum myndum. Elskulegu húseigendur, vona að okkur sé fyrirgefið. En það var dálítið hjákátlegt að taka nokkrar myndir og keyra svo bara hina 400 km leið til baka aftur svo við bættum aðeins við bíltúrinn og brenndum á Þingeyri og skoðuðum okkur um þar. Og svo var lagt af stað heim á leið. Pissuðum á Ísafirði, sem betur fer áður en við lögðum af stað, vorum komin á Hólmavík kl.. rúmlega 8 og átti að tæma kaffifulla blöðruna þar en nei, allt lokað og læst, kannski ekki við öðru að búast á Páskadag, þannig að allt var sett á fullt til að komast í Brú áður en frúin spryngi, jafn seinheppin þar, allt lokað og læst. Við það að komast að því hafði túrinn nú breyst í spennusögu, skyldi frúin ná að halda í sér í Borgarnes. Nei, hún gafst upp í Norðurárdalnum og þar var stoppað og látið vaða oní skurð. Eins gott, því þegar í Borgarnes var komið kl. tæplega hálfellefu var allt lokað þar líka, þrátt fyrir að á hurðinni væri auglýstur opnunartími til 11. Eins gott að gera ráð fyrir svona aðstæðum þegar næst verður farið í skreppitúr á hátíðisdegi. Hafa með handþurrkur og WC pappír til að geta skvett úr blöðrunni úti. En þetta var nú bara útúrdúr. Vorum komin heim um 11 leytið og það verður að segjast að ég var orðin ansi aum í botnstykkinu eftir að sitja í bílnum í 13 klukkutíma. En þetta var samt gaman og við fáum stundum svona fáranlegar hugdettur og framfylgjum þeim. Okkar tími saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2008 | 07:58
Og það var rúntað.... ...á vörubílnum!!!
Gleðilegan páskadag landsmenn allir nær og fjær. Maðurinn minn hafði í tvo daga talað um að bjóða mér í bíltúr og þar sem ég þekki mitt heimafólk, þá bara beið ég þolinmóð, vissi sem var að af rúntinum kæmi. Er náttúrulega búinn að vera að vinna eins og brjálæðingur í "#$%&/&$#" grunninum. En í gærkvöld var komið að bíltúrnum og þið getið ímyndað ykkur upplitið á mér þegar ég kom út og sá hvert farartækið var. Gamli Volvo-vörubíllinn sem gríðarlegum tíma hefur verið eytt í að gera sæmilega ökufæran. Já, það þurfti nefnilega að sækja litaða olíu á tunnu niðrá Skaga, þar sem grafan sem hann notar í grunninum var orðin olíulaus. Hundarnir fengu að koma með og allt í lukkunnar velstandi..... þar til við komum niður á veg. Hamingjan hjálpi mér, vissi að vegurinn væri lélegur en að þurfa að keyra hann á vörubíl, úff. Mikið vorkenndi ég þeim vörubílstjórum sem þurfa að hossast þetta vegskrifli, dag eftir dag til að komast í efnisnámurnar sem hér eru. Og ekki bara eina ferð á dag heldur ferð eftir ferð frá morgni og fram á kvöld. Hljóta að vera vel föst í þeim nýrun. Af hverju í ósköpunum sér Vegagerðin ekkí sóma sinn í því að gera þennan veg þannig úr garði að hann geti þjónað sínum megintilgangi sem er aðgangur að áðurnefndum námum. Það segir sig sjálft að vegur sem nær eingöngu er notaður af stórum og þungum vörubílum þarf að vera sérstaklega sterkbyggður. Þýðir ekkert að hafa einhverja drullu sem burðarlag undir veg sem þennan, það sér hver heilvita maður. Sveitabærinn sem ég bý á nú er eini bærinn sem er staðsettur þannig að við heimilisfólkið verðum að nota þennan veg til að komast niður á þjóðveg, annars eru þetta eiginlega bara vörubílar sem um hann fara og auðvitað á að hanna veginn út frá því. Er orðin hundfúl yfir að hossast þennan drulluslóða og ef kvartað er við vegagerðina þá senda þeir í mesta lagi hefil til að slétta úr verstu öldunum og fylla í stærstu holurnar, viðgerð sem endist í mesta lagi tvo daga. Meira að segja þegar rigningarnar gerði eftir áramótin þá varð vegurinn svo hrikalegur að vörubílarnir neyddust til að keyra að námunum hinum megin frá og eyðilögðu þar með þann hluta vegarins einnig. Það var lausnin sem þeir fengu frá Vegagerðinni þegar vegurinn Akranesmegin var orðinn ófær vegna þess að hann var notaður við aðstæður sem hann engan veginn þoldi. Engar öxulþungatakmarkanir ekki neitt, bara keyrt þar til vegurinn var ónýtur. Ég er ekki að ásaka bílstjórana, síður en svo. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína og er boðið upp á vinnuaðstæður sem eru til háborinnar skammar. En þeir mættu samt alveg hætta að henda kaffiglösunum sínum út um gluggann. Bannað að verða svona af páskaeggjaáti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2008 | 17:36
Fór í fyrsta skipti niður á Hagamel eftir að húsið mitt var rifið.
Nú eru 11 dagar síðan mygluhúsið mitt var rifið og ég fór þangað niðureftir í fyrsta skipti síðan þá. Maðurinn minn og tengdapabbi hafa púlað í dag og í allan gærdag og langt fram á kvöld við að brjóta niður grunninn og keyra úr honum gamla malarlaginu. Er ótrúlega heppin að hann skuli vera með próf á öll þessi tól og tæki sem þarf að nota við niðurrifið. Nú stendur ekkert eftir nema brot af grunnveggnum sem við ætlum að reyna að nýta þegar við gerum grunninn fyrir nýja húsinu. En hann er allur svo skakkur og skældur þar sem ekkert var til að halda honum réttum nema eitt vesælt járn sem sett var þversum í grunninn til að hann leggðist ekki hreinlega saman. Fundum 3 steypustyrktarjárn í grunninum. Ekki veit ég hvar byggingafulltrúi sveitarinnar var þegar þetta blessaða hús var byggt og mér finnst alveg með ólíkindum að þeir virðast ekki skyldugir til að taka út hús við byggingu, alla vega ekki þegar þetta hús var byggt árið 1986. Matsmaðurinn okkar sagði okkur að ef ekki væri óskað eftir að þeir kæmu til að taka út þá kæmu þeir ekkert og væru þannig lausir allra mála að því er varðar ábyrgð og eftirlitsskyldu. Vitum til að mynda ekki enn í dag hvort fram fór lokaúttekt á húsinu eða hvort hann skoðaði eitthvað þarna yfir höfuð. Ætli menn hafi komist upp með það fyrir 20 árum síðan að mæta bara með pappíra til þeirra og fá uppáskrift án þess að þeir mæti nokkurn tíma á staðinn. Spyr sá sem ekki veit. Skil ekki af hverju við getum ekki bara farið beint í mál við húsbyggjandann, af hverju er ekki til einhvers staðar eitthvað sem tryggir seinni eigendum einhvern rétt því þó að húsbyggjandinn kjósi að búa í húsinu sínu meingölluðu þá á hann ekki að geta boðið öðrum upp á það. Hvernig er með ábyrgð fasteignasalans. Á hann ekki að sjá við skoðun hússins að kjallarinn er ekki eins og til var ætlast. Hélt þeir væru skyldugir til að verja bæði hagsmuni kaupanda og seljanda. En setti nokkrar myndir með af því sem eftir er af húsinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2008 | 14:22
Hár meðalaldur íbúa Fjallabyggðar orðinn fréttnæmur.
Er enn ekki búin að venjast þessu nafni, er og verð Siglfirðingur og Siglufjörður verður alltaf til þrátt fyrir að búið sé að sameina kaupstað með sama nafni og kaupstaðinn Ólafsfjörð. En í hádegisfréttunum var sagt frá hækkandi meðalaldri íbúa Fjallabyggðar, sem hlýtur þá að vera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. En skyldi engan undra að meðalaldur íbúa í litlum kaupstöðum úti á landi hækki ár frá ári. Á Siglufirði til að mynda hefur fólk í gegnum árin verið duglegt við barneignir, að mínu mati, en börnin eldast, foreldrarnir líka og fara úr barneign. 16 ára gömul eru langflest börnin farin í burtu til að mennta sig til að geta séð sæmilega fyrir sér og sínum í framtíðinni og ég er handviss um að ef þau hefðu eitthvað val með það að flytja heim aftur og vinna þar störf við sitt hæfi þá myndu þau gera það. En það val er bara ekki fyrir hendi. Eftir verða þeir fáu sem kusu að fara ekki í framhaldsskóla og gera sér að góðu að vinna venjulega verkamannavinnu og enn eldist fólkið sem fyrir er. Hverju fyrirtækinu á fætur öðru er lokað þannig að m.a.s. verkamennirnir hafa ekki vinnu. Færð vinnu hjá bænum ef þú ert heppinn. Sparisjóðurinn, útstöð frá Kaupþingi, sjúkrahúsið, elliheimilið og skólinn sem eru stærstu staðirnir þar sem fólk með menntun getur fengið vinnu. Og þar vinnur sama fólkið ár eftir ár þar sem ekkert annað er að hafa og hinir yngri verða að fá sér vinnu annars staðar á landinu og stofna sínar fjölskyldur þar. Það eru einungis sjö ár síðan ég flutti í burtu frá Siglufirði og gríðarleg hnignun hefur átt sér stað þar á ekki lengri tíma. Búið að loka Íslandsbanka, 1 matvöruverslun eftir, báðar Rækjuvinnslurnar lokaðar, loðnubræðslan lögð niður og svona mætti lengi telja. Allt vinnustaðir fyrir fjölda manns og nær ekkert komið í staðinn. Kítósanverksmiðjan er enn á staðnum en það geta ekki allir fengið vinnu þar. Ef ekki væri fyrir breytingarnar og stækkunina á sjúkrahúsinu þá væri ansi lítið fyrir siglfirska iðnaðarmenn að gera enda eru margir þeirra tilneyddir til að taka að sér verkefni alls staðar um landið til að sjá sér og sínum farborða. Málarar, trésmiðir, járniðnaðarmenn sífellt að vinna einhvers staðar fjarri fjölskyldu og vinum. Engin furða að þeir vilji frekar flytja í burtu. Eitt hús hefur verið byggt þar á síðustu 10 árum og fyrir þann tíma liðu önnur 10 ár á milli húsbygginga. 2 hús á 20 árum. Nú er búið að skipuleggja sumarhúsalóðir handan fjarðarins og held það séu 2 hús risin þar. Fjöldi húsa stendur auður stóran hluta af árinu þar sem þau eru einungis nýtt sem frístundahús og fasteignaverðið þar er fáranlega lágt. Eldra fólkið býr þarna í húsunum sínum sem engan veginn borgar sig að selja til að komast í eitthvað minna og þægilegra, lifir af ellilaununum með nægjusemi og lítillæti. Að fara út eftir kvöldmat er viss upplifun á Siglufirði. Þú sérð ekki hræðu og ef ekki væri fyrir ljós í gluggum þá gæturðu allt eins haldið að þú værir staddur í draugabæ. Þér bregður ef þú sérð bíl bregða fyrir. Mér þykir afskaplega vænt um Siglufjörð og vildi óska þess að ég hefði færi á að búa þar en sá möguleiki er bara ekki fyrir hendi. Enga vinnu að hafa hvorki fyrir mig né manninn minn. Mér finnst þetta ömurlegt, að svona sé komið fyrir Siglufirði sem var stór síldarbær og þar sem lífið var sjór og saltfiskur. Hversu ömurlegt er það að menn komnir á sjötugsaldur þurfi að þvælast landshluta á milli til að hafa einhverja vinnu ef þeir kjósa að búa þar sem þeir hafa alltaf búið eða þá að eiginkonan er ein af þeim heppnu og hefur góða vinnu á staðnum.
a
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2008 | 10:22
Darn, er með hænu inni í stofu.
Hleypti hundunum mínum út í morgun eins og venjulega. Búum afskekkt svo engin ástæða til að hafa þá ðí bandi. En í útihúsunum sem eru hérna heldur kona ein hænur og eru þær alltaf inni. Svo í morgun þá byrjaði litli hundurinn minn að gelta af öllum lífs og sálarkröftum. Það er óvenjulegt svo lengi sem enginn er á ferðinni þannig að ég sendi manninn minn út til að gá hvað gengi að honum. Og, hjálp, ein hænan virðist einhvern veginn hafa sloppið út og hann var búinn að króa hana af og reyndi allt hvað hann gat til að ná henni. Sem betur fer tókst það ekki, en ansi er hún nú reytt greyið, hann virðist hafa náð að kroppa fjaðrir af henni svo hún er með skallablett á bakinu. Veit ekkert hvenær hún slapp út en allavega var hún blaut og köld. Ætluðum að reyna að setja hann inn í hænsahúsið aftur en þar er allt lokað og læst. Svo að það var bara náð i hundabúrið og þar kúrir hún upp við einn ofninn í stofunni. vona að hún jafni sig greyið. Getið rétt ímyndað ykkur skammirnar sem hundgreyið fékk og nú er hann í stofufangelsi og verður þa' í allan dag. Þorir ekki að gefa frá sér múkk, veit sko alveg upp á sig skömmina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar