Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
21.3.2008 | 21:05
Samviskuleysi eiturlyfjaneytenda
Er virkilega slegin yfir hverju fólki dettur í hug nú orðið. Annað hvort sér til gamans eða til að ná sér í peninga fyrir dópi. Að hóta fólki með sprautunálum til að ná sér í smáaura. Ég meina hvað er að. Skil bara ekki hvernig hægt er að koma svona fram við náungann. Systursonur minn sem er 18 ára lenti í því að verða viðskila við vini sína niðrí bæ eina nóttina og þar sem klukkan var orðin margt ákvað hann að labba bara heim þar sem hann bjó ekki langt frá miðbænum. Þótt drukkinn væri þá varð hann þess var að einhverjir voru að elta hann og er hann leit við sá hann fjóra menn koma í humátt á eftir sér. Hann tók það til bragðs að hlaupa af stað þar sem hann átti stutt eftir heim. En þér náðu honum við útidyrnar þar sem 3 héldu honum niðri og 1 skar hann með hnífi. Einhverjum vikum áður hafði hann lent í útistöðum við þá þegar þeir voru að níðast á kærustunni hans og nú átti aldeilis að hefna sín. Er þetta lið algerlega samviskulaust, skil ekki hvernig þeir geta lagst til svefns að kveldi með svona á samviskunni. Eins og myndirnar sýna ber hann merki þessa eina kvölds um alla framtíð. Eiturlyf eru ein ömurlegasta uppfinning allra tíma og hefur skilið marga fjölskylduna eftir í sárum. Velti oft fyrir mér hvort það séu ekki margir sem eru orðnir góðir og gegnir Þjóðfélagsþegnar í dag sem eru með eitthvað svona á samviskunni og þurfa að lifa með því alla tíð. Ekki vildi ég vera þeir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2008 | 13:21
Mynd af myglusveppakjallaranum mínum
Var að skoða skýrsluna frá Löggilta matsmanninum sem ég fékk til að koma og taka út húsið á sínum tíma þegar sveppurinn uppgötvaðist. Var hreinlega búin að gleyma hvað í henni stóð og sá því ástæðu til að rifja það aðeins upp. Skil hreinlega ekki að ekki skuli vera hægt að draga neinn til ábyrgðar nema þann sem seldi okkur húsið á sínum tíma. Ekki var það hann sem byggði það og hann átti það einungis í stuttan tíma. Húsbyggjandinn bjó sjálfur í húsinu alla tíð eða allt þar til hann byggði sér nýtt hús í hverfinu. Vona að það sé betur byggt en húsið mitt. Skoðunarskýrslan er ekki falleg lesning en hún er upp á fjórar blaðsíður alltof löng til að ég birti hana hér nema þá sem viðhengi. Hérna kemur örstuttur úttdráttur úr henni sem segir í rauninni allt sem segja þarf:
"Undirritaður óskaði eftir að grafið verði niður á drenlögn og skoðaður frágangur á lögninni. Þegar lögn var skoðuð var ekki gengið frá henni í samræmi við framangreindateikningu, engin drenmöl og engin tjörupappi. Greinilegt er að ekki hafi verið farið eftir teikningum hönnuðar er varðar frágang á drenlögn, loftrásum í veggjum og þrifalag ekki verið steypt.Samkvæmt framangreindri skýrslu frá Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur er mikið um myglusvepp í húsinu og stafar það án efa að miklu leyti af þeim mikla raka sem er ískriðkjallaranum. "
Við spurðum á sínum tíma hvort ekki væri örugglega drenað í kringum húsið og vorum fullvissuð um að svo væri. Venjulegur leikmaður í húsakaupum fer ekki og heimtar að grafið verður niður á drenið til að fullvissa sig um að það sé sett rétt niður. Ekki vissi ég þá um skaðsemi myglusvepps, vissi varla að hann væri til hvað þá hvernig hann leit út og eftir hverju ætti að leita. Set hér með mynd til glöggvunar. Ég er svo handviss um að einhvers staðar er einhver, annað hvort lítið barn, eða viðkkvæmur einstaklingur, en börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessum óþverra, sem er sífellt lasinn án þess að nokkur skýring finnist á veikindunum. Barn sem allir halda að sé etv. með astma, barn sem er sífellt stíflað og slappt og einhverju allt öðru en myglusvepp kennt um. Varð að setja myndina inn sem skrá. Er hér fyrir neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 08:21
Íslensk vegagerð-Hvaðan fá þeir uppskriftina???
Þetta er spurning sem mig hefur oft langað að spyrja hina háu herra hjá vegagerðinni. Víst er að ekki er þetta ein af gömlu góðu uppskriftunum sem maður stal frá mömmu sinni í gamla daga af því uppskriftin sú var sú besta í heimi. Ástæðurnar fyrir þessum pælingum mínum er annars vegar vegurinn sem ég þarf að keyra til að komast heim til mín, Sami vegur liggur að einni af aðal efnisnámu sveitarinnar og daglega keyra hann tugir vörubíla. Eins og tíðarfarið hefur verið frost og þíða tl skiptis þá þolir vegurinn þetta engann veginn og daglega þarf ég að þræða drulluhryggi og mannhæðardjúpar holur. Þið getið ímyndað ykkur útlitið á bílnum mínum eftir að vera búinn að mæta kannski 6 vörubílum, aðra leiðina, sem ausa yfir mann drullunni og ógeðinu, á vegi sem er svo mjór að þeir eiga erfitt með að mætast, Hín ástæðan er sú að nú virðist vera kominn sá árstími þegar mennirnir með skóflurnar koma, held þeir komi með farfuglunum. Nú standa þeir með skóflurnar sínar og fylla í holurnar á þjóðveginum, eina ferðina enn. Þarna eru þeir eins og krakkar í sandkassa og stappa í holurnar með skóflunum. Sömu holurnar ár eftir ár. Ég get ekki að því gert en ég spyr sjálfa mig látlaust að því hvort ekki sé hægt að finna eitthvað endingarbetra efni til að nota við íslenska vegagerð. Hingað til lands leita sérfræðingar alls staðar að úr heiminum til að nýta sér þekkingu okkar á sviði jarðhita og orkumála, svo dæmi séu tekin. Af hverju gætum við ekki leitað til eins og Kanada eða Alaska, einhvers staðar sem býr við svipaðar aðstæður og við að því er mismun á hita og kulda varðar. Verðum við ekki hreinlega að fara að leita út fyrir landsteinana að endingargóðu slitsterku efni ef þeir finna það ekki hér á klakanum til að setja í vegina til að þurfa ekki að vera að þessu klastri ár eftir ár. Smáspotti hér og þar er lagaður en alltaf er einhvers staðar eitthvað skilið eftir. Íslenskir vegir eru ekki nægilega sterkir til að þola alla þá umferð sem um vegi landsins fer. Burðarlagið er iðulega allt of þunnt, virðist alltaf miðast við lágmarkið eða að komast af með sem minnst. 60 cm burðarlag undir veg sem síðan er svo mjór að álagið á hann dreifist allt of lítið er bara ekki nóg. finnst bara að á bæ Vegagerðarinner sé sífellt verið að spara aurinn og kasta krónunni,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 22:21
Maðurinn minn er ótrúlegur!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 19:58
Veit ég sagðist ætla að berjast en.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 09:15
Loksins vörubílstjórar sem vilja berjast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 15:32
Jafnræðisreglan og tryggingafélögin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 11:34
Myglusveppurinn er að rústa tilveru okkar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 10:02
Olíugjaldið-Hlýt að vera svona léleg í vörubílaafkomuðfræðum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 09:27
Opið myglubréf sent á Guðlaug Þór og Þórunni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar