Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
25.4.2008 | 07:52
Hvíldartíminn og vegagerðin.
Málið með hvíldartímann er að það er ekkert svigrúm. Finnst ykkur í alvörunni almenningi bjóðandi að alls staðar í vegköntum séu vörubílar sem á okkar mjóu vegum getur skapað gríðarlega hættu. Í þessari sömu reglugerð og hvíldartíminn er tekinn úr er nefnilega ákvæði sem segir að vegagerðin eigi að skapa nauðsynlegt svigrúm til að hægt sé að framfylgja þessari reglu úr bákninu með því að búa til hvíldarplön og aðstöðu fyrir bílstjórana til að hvíla sig. En þeir bara kjósa að horfa fram hjá þeim hluta reglugerðarinnar sem snýr að þeim. Og það vita það allir að á Íslandi getur hver mínúta skipt máli um hvort þú kemst á áfangastað áður en verður ófært. Myndi ykkur langa til að hanga uppi á einhverri heiði fyrir vestan í þrjú korter í vitlausu veðri til þess eins að framfylgja reglugerð sem er gerð af hvítflibbakörlum sem aldrei hafa til Íslands komið eða stigið upp í vörubíl. . Gera sér enga grein fyrir íslenskri veðráttu og aðstæðum eða að hér er ekki verið að keyra eftir hraðbrautum hundruðir eða þúsundir kílómetra . Hreinlega efast um að þeir fatti að til séu þjóðvegir eins og okkur er boðið upp á hér á Íslandi og er líka bara skítsama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2008 | 07:36
Bloggheimur-Lesið og miðlið til bloggvina, varðar okkur öll.
Bloggheimurinn er orðinn stór, svo stór að ég trúi ekki öðru en hann geti haft áhrif á fleiri vegu en bara með orðum. Þá er ég að tala um umferðaröryggið. Undanfarnir dagar og vikur hafa verið með eindæmum og hvert slysið á fætur öðru. Ég er handviss um að flest okkar hér inni þekkja einhvern sem annaðhvort hefur látist í bílslysi eða slasast alvarlega. Mér blöskraði í dag þegar ég átti leið til Reykjavíkur og sá að jafnvel lögreglan virðir ekki hámarkshraða. Fyrir hvern er eiginlega hámarkshraðinn og af hverju þurfum við alltaf að keyra "aðeins" yfir hámarkshraða til að líða sæmilega undir stýri. Hámarkshraði hverju sinni er miðaður við bestu hugsanlegu aðstæður en ekki ætlaður til þess eins að vera brotinn. Hundruðir eru teknir í einu í átökum lögreglu á hinum og þessum götum og ég er sannfærð um að stór hluti bílstjóranna sem dæmast ólöglegir sjá sig tilneydda til að keyra of hratt til að fylgja umferðinni. Því ef þú gerir það ekki er flautað á þig, steytt framan í þig hnefanum og það sem verra er, fólk treður sér framúr þótt aðstæður leyfi það engan veginn og skapar þannig stórhættu í umferðinni fyrir sjálfa sig og aðra. Það virðist engu máli skipta þótt heil lína sé á milli akreina sem allir vita að þýðir framúrakstur bannaður þá er það bara ein ein reglan til að brjóta. Skil ekki þetta viðhorf til umferðarlaganna. Það myndi eitthvað heyrast ef önnur lög væru brotin af jafn miklum ásetningi og jafn oft og umferðarlögin. Þarna þarf viðhorfsbreytingu til og þar geta bloggarar átt upphafið. Tökum okkur saman, hvetjum þá sem við þekkjum til að virða hámarkshraða og aka eftir aðstæðum og það sem mikilvægara er gerum það sjálf. Látum ekki lengur nægja að blogga um slysin, gerum eitthvað, leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir þau.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 21:58
Bloggheimur! Lesið og miðlið til bloggvina
Bloggheimurinn er orðinn stór, svo stór að ég trúi ekki öðru en hann geti haft áhrif á fleiri vegu en bara með orðum. Þá er ég að tala um umferðaröryggið. Undanfarnir dagar og vikur hafa verið með eindæmum og hvert slysið á fætur öðru. Ég er handviss um að flest okkar hér inni þekkja einhvern sem annaðhvort hefur látist í bílslysi eða slasast alvarlega. Mér blöskraði í dag þegar ég átti leið til Reykjavíkur og sá að jafnvel lögreglan virðir ekki hámarkshraða. Fyrir hvern er eiginlega hámarkshraðinn og af hverju þurfum við alltaf að keyra "aðeins" yfir hámarkshraða til að líða sæmilega undir stýri. Hámarkshraði hverju sinni er miðaður við bestu hugsanlegu aðstæður en ekki ætlaður til þess eins að vera brotinn. Hundruðir eru teknir í einu í átökum lögreglu á hinum og þessum götum og ég er sannfærð um að stór hluti bílstjóranna sem dæmast ólöglegir sjá sig tilneydda til að keyra of hratt til að fylgja umferðinni. Því ef þú gerir það ekki er flautað á þig, steytt framan í þig hnefanum og það sem verra er, fólk treður sér framúr þótt aðstæður leyfi það engan veginn og skapar þannig stórhættu í umferðinni fyrir sjálfa sig og aðra. Það virðist engu máli skipta þótt heil lína sé á milli akreina sem allir vita að þýðir framúrakstur bannaður þá er það bara ein ein reglan til að brjóta. Skil ekki þetta viðhorf til umferðarlaganna. Það myndi eitthvað heyrast ef önnur lög væru brotin af jafn miklum ásetningi og jafn oft og umferðarlögin. Þarna þarf viðhorfsbreytingu til og þar geta bloggarar átt upphafið. Tökum okkur saman, hvetjum þá sem við þekkjum til að virða hámarkshraða og aka eftir aðstæðum og það sem mikilvægara er gerum það sjálf. Látum ekki lengur nægja að blogga um slysin, gerum eitthvað, leggjum okkar af mörkum til að koma í veg fyrir þau.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2008 | 20:45
Hvar er viðtalið við stelpuna sem var vitni að barsmíðum lögreglu???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 19:50
Nah, Sturla valtaði yfir Jóhönnu V. í kastljósinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2008 | 19:20
Björgvin viðskiptaráðherra kom mér á óvart!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 10:09
HOTT HOTT BJÖRGVIN!!!
Sit og horfi út um stofugluggann og velti fyrir mér morgundeginum. Vörubílarnir á leið upp í námur keyra sína leið fram hjá húsinu sem ég bý í og rykið leggst eins og dula yfir allt bæði innandyra og utan. Sjálfstraustið er á sömu leið, líður eftir Fellinu og eitthvað langt í burtu. Ég er að reyna að hlaupa á eftir því og koma því á sinn stað en það er alveg sama hversu hratt ég hleyp alltaf er ég í humátt á eftir. Svei mér þá, mér líður eins og ég sé að fara fyrir dómara eða um það bil að fara að gera eitthvað hræðilegt af mér. Að ég, kelling úr Hvalfjarðarsveit, ætli að fara og hitta háæruverðugan viðskiptaráðherra. Þoli ekki þessa gríðarlegu óttablöndu virðingu sem ég hef alla tíð borið fyrir yfirvaldinu, hvort sem það voru skólastjórinn minn í barnaskóla, lögregla eða Björgvin. Ætli Björgvin sé að taka á móti mér af einhverri alvöru eða bara til að friða lýðinn og gerir svo aldrei neitt meira með þetta. Andsk. veit að ég má ekki hugsa svona en kvíðahnúturinn í maganum fer sístækkandi, dugar sem máltíð alveg þangað til á morgun ef ég þekki sjálfa mig rétt. En ég er búin að taka saman þá pappíra sem ég ætla að hafa með mér sem eru úrskurðirnir frá TM og úrskurðarnefnd almannatrygginga og skrifa niður punkta sem ég svo örugglega hiksta á og stama út úr mér eins og bjáni. En það verður þá bara að vera svo. Ég ætla að fara og ég ætla að gera mitt besta til þess að koma okkur Íslendingum framar á merina í sambandi við úrræði gagnvart myglusvepp. Óþarfi að við séum svona aftarlega þar eins og á svo mörgum öðrum sviðum. HOTT HOTT Björgvin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.4.2008 | 13:34
Stefnumót við viðskiptaráðherra n.k. miðvikudag!!!
Ákvað það fyrir helgi þegar Birkir J. bjargvættur hringdi og lét mig vita af samskiptum sínum við viðskiptaráðherra varðandi okkar mál að bíða bara og sjá til. Ekki svekkja mig á því að sitja allan daginn og bíða eftir símtali sem e.t.v. kæmi svo aldrei. Satt best að segja þá átti ég alveg eins von á því að þetta símtal kæmi aldrei þar eð það er mín reynsla af því að reyna að ná í ráðamenn okkar fámennu þjóðar. Nei, þetta er ekki rétt hjá mér, hafa skal það sem sannara reynist. VAR reynsla mín allt þar til ég náði sambandi við ritara Jóhönnu Sigurðar. og svo Birkir að sjálfsögðu sem upp á sitt einsdæmi hafi samband við mig. En símtalið ER komið og kl. 10 núna á miðvikudaginn þarf mín að mæta niður á Sölvhólsgötu. Úff, ekki uppáhaldið mitt að rata í Reykjavík. Er áttavillt með eindæmum. Ruglast á hringtorgum og annað álíka fáránlegt. En þekki eldri hlutann sæmilega síðan ég var í Versló í gamla daga og treysti á að það dugi mér og svo er það bara símaskráin. Fækkar ört kortasíðunum í henni, ríf þær alltaf úr.
En nú er bara að vakna snemma á miðvikudagsmorguninn, spartla á sér andlitið og vera vel undirbúin. Ef einhver skyldi vera að undra sig á því af hverju ég vildi fá að hitta viðskiptaráðherra þá er það vegna þess að tryggingafélögin heyra undir hann eða lög um tryggingafélög. Er að kanna núna undir hvern skipulags-og byggingarlög heyra og lög um fasteignakaup og fasteignasala. Það er viss ástæða fyrir því sem ég ætla ekki að tjá mig um að sinni. En eftir að hafa fengið ný gögn í hendur, sem ég var búin að leita að ansi lengi þá hafa ýmsar forsendur breyst og ég því ákveðið að fá mér annan lögfræðing, (alltaf að fá annað álit, er það ekki í bíómyndunum)? Ég bara get ekki kyngt því þegjandi og hljóðalaust að réttarkerfið okkar sé svona ósanngjarnt, verð að ganga úr skugga um það sjálf og skoða allar leiðir.
Nú er bara að reyna að vera málefnaleg á miðvikudaginn og vaða ekki úr einu í annað. Verður kannski svolítið erfitt þegar manni liggur svona mikið á hjarta. Veit heldur ekkert hvað ég fæ langan tíma með Björgvini en ég met það mikils að hann skuli gefa sér tíma til að hitta myglusveppakerlinguna mig og ætla þess vegna að standa mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2008 | 10:00
Syndugur bókaormur!!!
Ég er og verð lestrarhestur, hef verið það síðan ég varð læs og læt örugglega jarða nokkrar góðar með mér þegar þar að kemur. Er ein af þeim sem var búin með barnadeildina á bókasafninu 11-12 ára og farin yfir í fullorðinsdeildina. Erfði þetta frá pabba sem átti fjöldann allan af bókum og það voru margir dagarnir hjá mér þegar ég var krakki sem fóru í að koma sér vel fyrir upp á háalofti og stúta þar hverjum bókakassanum á fætur öðrum. Tom Swift, Benna bækurnar, Frank og Jói, nefndu það. Margar bækur las ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og geri enn. Er svo heppin að systir mín vinnu á bókasafni og þar fæ ég bækurnar sem ég bara tími ekki að kaupa. Ef ég keypti allar þær bækur sem mig langar til að lesa og hef lesið í gegnum árin ja, þá þyrfti ég að eiga Perluna. Fer nú samt stundum í Kolaportið og kaupir gamlar perlur þar sem ég hef ekki lesið. En undanfarin ár svo skömmustulegt sem það nú er þá hefur áhugasvið mitt á bókum þrengst á þann hátt að ég á ekki mikið af íslensku bókunum. Amazon er fjársjóður í mínum augum. Hvílíkt magn af góðum bókum sem þar er og listagóðum höfundum sem aldrei hefur heyrst talað um hér á Íslandi. Var einmitt að panta slatta í síðustu viku og þ.á.m eftir einn höfund sem ég hef ekki lesið neitt eftir og langar til að kynnast. Af bókum á íslensku er samt alltaf keypt handa unglingnum því sem betur fer les hún líka. Ávítaratáknið, Einhyrningsbækurnar, Molly Moon, Börn lampans, og fleira og mamma stútar þessu öllu saman líka. Ástarsögur þó gæti ég ekki lesið, þótt mér væri borgað fyrir það, eða bækur eins og "Hvar er barnið mitt" og þess háttar. Flest annað gæti endað á náttborðinu hjá mér eins og sjá má á bókalistanum á síðunni minni. Verð nú samt að fara að uppfæra hann. Ég eltist ekki við frægu íslensku höfundana, les þá ef mér finnst þeir góðir og ef ég fæ þá lánaða. Kaupi samt bækurnar Yrsu til að eiga þegar þær koma í kilju. Ólafur Jóhann finnst mér frábær og Hníf Abrahams pantaði ég í jólagjöf, fékk þrjár, he he.
4,6 bækur á hverja þúsund íbúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Næturnar við undirspil fjórfaldans skammts af hrotum eru samt ekki ástæðan. Þær gefa mér bara öryggistilfinningu og sýna mér að ég er ekki ein, Nei, það er hugurinn sem segir stopp. Er orðin svo þreytt eftir erilsaman dag en langar ekki að skríða inn í rúm og velta mér þar og bylta af því að ég get ekki stoppað hausinn á mér. Ég er föst í þeim vítahring að heilinn tekur af mér völdin og fer að hugsa um allt það sem ég vil ekki hugsa um, það sem það heldur fyrir mér vöku. Sama hvað ég reyni að einbeita mér að einhverju öðru og jákvæðara þá bara gengur það aldrei. Maðurinn minn þarf ekki annað en að sjá koddann sinn þá er hans eins og skotinn. Hef bara verið svona frá því ég man eftir mér og það eru jafnvel ótrúlegustu hlutir úr fortíðinni sem láta á sér kræla, svona rétt til að minna á sig. En eins og góður vinnufélagi minn sagði alltaf þegar hann var þreyttur og geisparnir tóku völdin: ,,Ja, nú held ég að ég sé að geispa golunni" Held ég vitni í hann og skríði í bælið, sakar ekki að reyna, alltaf hægt að fara fram aftur, Góða nótt, kæru bloggvinir og aðrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar