Olíugjaldið-Hlýt að vera svona léleg í vörubílaafkomuðfræðum...

fæ alla vega ekki til að ganga upp ef ég horfi til olíuverðshækkaninna hvernig það á að vera hægt að vera sjálfstæður vörubílstjóri í dag. Og er ég þá helst að líta til þeirra sem eru í efnisflutningum, þ.e. að keyra efni úr efnisnámum til að nota við hinar ýmsu framkvæmdir. Stóru verktakarnir ráða þessa litlu til sín á gjaldi sem er óskiljanlega lágt og komast upp með. Ég var til að mynda farþegi í bíl um daginn sem keyrði efni úr Lambafelli í Hafnarfjörð. Vegur sem er beinn og breiður og ekki erfiður yfirferðar, samt var bíllinn, sem er nýlegur og með tölvuskjá sem sýnir hverju hann er að eyða 80 ltr. pr.100 km. fullhlaðinn. Minna þegar hann var tómur en samt 40-50 ltr. pr. 100km. Sami bíll var síðar að flytja gáma og þá sýndi mælirinn upp í 120/100 á Reykjanesbrautinni. Þegar olíugjaldið var sett á tókst einhverjum furstum að finna það út að meðaleyðsla svona bíli væri um 40/100, ekki veit ég hvernig þeim tókst það. Þeir eyða ekki einu sinni svona litlu fulllestaðir á leiðinni Akureyri-Reykjavík, nema þá kannski á þeim örstuttu vegaspottum sem eru beinir og sléttir. Ekki öfunda ég þá aumingja menn sem keyra til að mynda á Vestfirðina. Enda held ég að þeir séu afskaplega fáir eftir, sjálfstæðir. Stóru flutningafyrirtækin búin að gleypa þá alla. En það sér það hver maður sem eitthvað kann fyrir sér í stærðfræði að  þegar þú kaupir olíulítrann á 152 krónur, borgar ofan á það rúmlega 13 krónur í þungaskatt fyrir hvern ekinn kílómetra að þá er ekki mikið eftir. Verum bara hógvær og reiknum dæmið miðað við eyðslu upp á 70/100.  og kílómetragjald upp á 170 kr. Hver kílómetri kostar þig 106 kr. í olíu, ofan á það koma svo 13 krónur í þungaskatt sem alls gera þá 119 kr. Síðan áttu eftir að borga vask af þessum 170 kr. sem gera 33 krónur. 152 krónur ertu kominn upp í og þá á eftir að borga sér kaup og viðhald og annan rekstrarkostnað af bílnum. Til þess áttu eftir heilar 17 kr. af hverjum eknum kílómetra. Það sér það hver heilvita maður að þetta dæmi gengu engan veginn upp. Svo segja þessir háu herra á alþingi að olíugjaldið sé ekkert of hátt. Held þeir ættu að skammast sín. Hvað yrði um fínu tónlistarhöllina og aðrar byggingar ef vörubílstjórarnir væru allir farnir á hausinn. Skil ekki hversu lítið heyrist í þessari starfstétt, hvar er stéttarfélagið þeirra til að mynda. Veit um nokkra sem hafa verið að berjast en þeir eru og fáir og of vanmáttugir til að á þá sé hlustað. Og enn eru til bílstjórar sem láta sig hafa það að keyra sig á hausinn með því að keyra á þessum lágu gjöldum og eyðilegga þannig fyrir hinum. Sýnið samstöðu vörubílstjórar. Það er nóg að þið séuð lagðir í einelti af vegagerðinni sem ekki getur boðið ykkur upp á mannsæmandi vegi til að keyra eftir svo bílarnir eyði ekki svona miklu, ekki láta ríkið misnota ykkur lika.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 145586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband