Hár meðalaldur íbúa Fjallabyggðar orðinn fréttnæmur.

Er enn ekki búin að venjast þessu nafni, er og verð Siglfirðingur og Siglufjörður verður alltaf til þrátt fyrir að búið sé að sameina kaupstað með sama nafni og kaupstaðinn Ólafsfjörð. En í hádegisfréttunum var sagt frá hækkandi meðalaldri íbúa Fjallabyggðar, sem hlýtur þá að vera bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. En skyldi engan undra að meðalaldur íbúa í litlum kaupstöðum úti á landi hækki ár frá ári. Á Siglufirði til að mynda hefur fólk í gegnum árin verið duglegt við barneignir, að mínu mati, en börnin eldast, foreldrarnir líka og fara úr barneign. 16 ára gömul eru langflest börnin farin í burtu til að mennta sig til að geta séð sæmilega fyrir sér og sínum í framtíðinni og ég er handviss um að ef þau hefðu eitthvað val með það að flytja heim aftur og vinna þar störf við sitt hæfi þá myndu þau gera það. En það val er bara ekki fyrir hendi. Eftir verða þeir fáu sem kusu að fara ekki í framhaldsskóla og gera sér að góðu að vinna venjulega verkamannavinnu og enn eldist fólkið sem fyrir er. Hverju fyrirtækinu á fætur öðru er lokað þannig að m.a.s. verkamennirnir hafa ekki vinnu. Færð vinnu hjá bænum ef þú ert heppinn. Sparisjóðurinn, útstöð frá Kaupþingi,  sjúkrahúsið, elliheimilið og skólinn sem eru stærstu staðirnir þar sem fólk með menntun getur fengið vinnu. Og þar vinnur sama fólkið ár eftir ár þar sem ekkert annað er að hafa og hinir yngri verða að fá sér vinnu annars staðar á landinu og stofna sínar fjölskyldur þar. Það eru einungis sjö  ár síðan ég flutti í burtu frá Siglufirði og gríðarleg hnignun hefur átt sér stað þar á ekki lengri tíma. Búið að loka Íslandsbanka, 1 matvöruverslun eftir, báðar Rækjuvinnslurnar lokaðar, loðnubræðslan lögð niður og svona mætti lengi telja. Allt vinnustaðir fyrir fjölda manns og nær ekkert komið í staðinn. Kítósanverksmiðjan er enn á staðnum en það geta ekki allir fengið vinnu þar. Ef ekki væri fyrir breytingarnar og stækkunina á sjúkrahúsinu þá væri ansi lítið fyrir siglfirska iðnaðarmenn að gera enda eru margir þeirra tilneyddir til að taka að sér verkefni alls staðar um landið til að sjá sér og sínum farborða. Málarar, trésmiðir, járniðnaðarmenn sífellt að vinna einhvers staðar fjarri fjölskyldu og vinum. Engin furða að þeir vilji frekar flytja í burtu. Eitt hús hefur verið byggt þar á síðustu 10 árum og fyrir þann tíma liðu önnur 10 ár á milli húsbygginga. 2 hús á 20 árum. Nú er búið að skipuleggja sumarhúsalóðir handan fjarðarins og held það séu 2 hús risin þar. Fjöldi húsa stendur auður stóran hluta af árinu þar sem þau eru einungis nýtt sem frístundahús og fasteignaverðið þar er fáranlega lágt. Eldra fólkið býr þarna í húsunum sínum sem engan veginn borgar sig að selja til að komast í eitthvað minna og þægilegra, lifir af ellilaununum með nægjusemi og lítillæti. Að fara út eftir kvöldmat er viss upplifun á Siglufirði. Þú sérð ekki hræðu og ef ekki væri fyrir ljós í gluggum þá gæturðu allt eins haldið að þú værir staddur í draugabæ. Þér bregður ef þú sérð bíl bregða fyrir. Mér þykir afskaplega vænt um Siglufjörð og vildi óska þess að ég hefði færi á að búa þar en sá möguleiki er bara ekki fyrir hendi. Enga vinnu að hafa hvorki fyrir mig né manninn minn. Mér finnst þetta ömurlegt, að svona sé komið fyrir Siglufirði sem var stór síldarbær og þar sem lífið var sjór og saltfiskur. Hversu ömurlegt er það að menn komnir á sjötugsaldur þurfi að þvælast landshluta á milli til að hafa einhverja vinnu ef þeir kjósa að búa þar sem þeir hafa alltaf búið eða þá að eiginkonan er ein af þeim heppnu og hefur góða vinnu á staðnum.

 

 

a

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig var þetta annars ? Ég heyrði ekki fréttina á RÚV, en mér var sagt frá henni og að sá sem fréttina vann og flutti sé Siglfirðingur. Og það er öruggt, að hann reyndi vera heima á Siglufirði, og reindi fyrir sér með eigin atvinnurekstri, verslun sem ekki gekk upp vegna stöðugt minni markaðar, það er fólksfækkunar, og endaði  með því að hann flutti líka burt frá heimaslóðum af illri nauðsyn eins og flestir sem brott hafa farið. hafið það gott þið brott fluttu, en skreppið heim eins oft og þið getið, það lífgar alltaf upp á byggðina, þegar við sjáum ykkur.

Steingrímur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:10

2 identicon

Held að Siglfirðingar brottfluttir eður ei þurfi að fara að hugsa sinn gang. Það er ekki hægt að halda neinu uppi hér ef við nýtum það ekki sjálf. Það gefur bara auga leið! Svo farið að opna augun!

Eins og flestir vita þá tókum við, við rekstri Gistihússins á Siglufirði og ég get talið skiptin sem brottfluttir hafa gist hjá okkur og skiptir ekki máli hvort fólk sé að koma í frí eða á mót og þess háttar. Fólk tímir ekki að borga fyrir neina þjónustu heldur reynir að skaffa sér allt frítt. Siglfirðingar meira að segja aðstoða við þetta, fá lánaðar íbúðir, hús eða troða í krakkaherbergi til að koma fólki fyrir. Svo erum við gapandi yfir því að sé ekki hægt að reka neitt hér!

Ég reyni eftir mesta megni sjálf að versla í heimabyggð eins og það heitir. Ég fer td. ekki inná Krók eða annað til að sækja tannlækni. Ég vil halda honum hér í bænum sem eru mikil forréttindi að hafa. Ég er að fara að ferma og kaupi matinn, blóm og þess háttar á Siglufirði.  Jakkafötin ætlaði ég að kaupa í Siglósport en fermingarbarnið var með sérþarfir sem ekki fengust svo við leituðum út fyrir landið með það en fyrsti kostur er heimabyggð. Jólafötin og þess háttar eru úr Siglósport enda er Helga mjög dugleg að sæka út í lönd fatnað sem hentar mér og mínum.
Ég er langt í frá því að vera eitthvað fullkomin en ég reyni að styðja við bakið á mínu fólki og er ekki hrædd við að viðurkenna það að ég hef staðið enn fastar á þessu eftir að við tókum við Gisithúsinu og er þetta kanski ástæðan fyrir þessari athugasemd hér að vekja fólk til umhugsunar.
Það er samt engin sem segir að það sé bannað að versla annarstaðar, ég segi bara að það sem hægt er að fá í heimabyggð skulum við reyna að nýta okkur.
Verðið of hátt? nú ef fáir nýta sér þjónustuna verður að leggja á svo hægt sé að lifa af.... Því ekki lifa þau af okkur, eða hvað?
Siglfirðingar þurfa að setja dæmið upp og hugsa ef td. Söluturninn væri ekki, hvað skildi það þýða fyrir mig? eða Siglósport, Aðalbúðin, Rafbær osf....

Svo í framtíðinni höldum við kanski í krakkana okkar þegar við fáum göngin, (hægt að keyra í skóla á Akureyri eða sækja námskeið osf.) og tala nú ekki um þegar við fáum framhaldsskólann í Ólafsfjörð.

Ef við erum jákvæð og styðjum hvort annað er ekkert annað en bjartir tímar framundan

Katrin Andersen (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 12:07

3 identicon

Sæl. Mér var bent á þessi skrif og ákvað að leggja aðeins orð í belg. Það var jú undirritaður sem skrifaði fréttina um íbúaþróunina í Fjallabyggð. Fréttin kemur mínum uppruna ekkert við. Sjálfur var ég á Siglufirði við störf í dag, og varð aðeins var við að fólk hafði tekið eftir fréttinni. Það þótti mér gott. Um helgina fékk ég nokkur bréf, sumir þökkuðu fyrir, aðrir hundskömmu mig fyrir neikvæðnina. Bara eins og gengur og gerist.  Auðvitað er það grafalvarlegt mál fyrir hvaða sveitarfélag sem er, ef yngri íbúarnir hverfa á brott og þeir eldri verða eftir. Það kann ekki góðri lukku að stýra. En fréttin var nú ekki skrifuð í þeim tilgangi að drepa niður. Það er ekki hlutverk fjölmiðla. Heldur einfaldlega til að upplýsa háttvirta hlustendur um þróun mála í þessu annars ágæta byggðarlagi, Fjallabyggð. Ég vann í dag á Siglufirði frétt um Héðinsfjarðarjarðgöng. Það er ég viss um að flestum heima á Siglufirði þykir sú frétt mjög jákvæð. En eins og venjulega fæ ég örugglega nokkrar athugasemdir um að göngin séu allt of dýr. Þið þekkið þá umræðu. Með öðrum orðum, það sem einum þykir jákvætt, þykir öðrum neikvætt. En umræðan um að snúa vörn í sókn ef kannski hafin hér á þessum vettvangi. Því fagna ég heilshugar.

Karl Eskil Pálsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 17:40

4 identicon

Sæl Bylgja, ég bý á Siglufirði sem er hluti að sveitarfélaginu Fjallabyggð, og er ekki alveg sammála draugabæjarlýsingu þinni, og finnst hún eiginlega ekki góð auglýsing, þó að götur séu ekki fullar af fólki og bílum,finnst reyndar alveg nóg umferð um Hvanneyrarbrautina, en okkur vantar virkilega fjölbreyttari atvinnutækifæri til að fá unga fólkið til okkar alveg sammála því, en hér er samt sem áður gott mannlíf hjá okkur sem búum þar, og nóg um að vera í íþrótta-og félagslífi fyrir þá sem vilja  taka þátt,en hafðu það sem best kv.Biddý

Brynhildur Baldursdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:58

5 identicon

Sæl Bylgja.

Það er verið að leita að bankareikningsupplýsingum frá ykkur inná www.visir.is  

Endilega skelltu inn upplýsingum svo að þeir sem vilja styðja ykkur geti skellt inn framlagi til ykkar.

Bestu kveðjur,   Kristín 

Kristín (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 145546

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband