Fór í fyrsta skipti niður á Hagamel eftir að húsið mitt var rifið.

Hagamelur 7Nú eru 11 dagar síðan mygluhúsið mitt var rifið og ég fór þangað niðureftir í fyrsta skipti síðan þá. Maðurinn minn og tengdapabbi hafa púlað í dag og í allan gærdag og langt fram á kvöld við að brjóta niður grunninn og  keyra úr honum gamla malarlaginu. Er ótrúlega heppin að hann skuli vera með próf á öll þessi tól og tæki sem þarf að nota við niðurrifið. Nú stendur ekkert eftir nema brot af grunnveggnum sem við ætlum að reyna að nýta þegar við gerum grunninn fyrir nýja húsinu. En hann er allur svo skakkur og skældur þar sem ekkert var til að halda honum réttum nema eitt vesælt járn sem sett var þversum í grunninn til að hann leggðist ekki hreinlega saman. Fundum 3 steypustyrktarjárn í grunninum. Ekki veit ég hvar byggingafulltrúi sveitarinnar var þegar þetta blessaða hús var byggt og mér finnst alveg með ólíkindum að þeir virðast ekki skyldugir til að taka út hús við byggingu, alla vega ekki þegar þetta hús var byggt árið 1986. Matsmaðurinn okkar sagði okkur að ef ekki væri óskað eftir að þeir kæmu til að taka út þá kæmu þeir ekkert og væru þannig lausir allra mála að því er varðar ábyrgð og eftirlitsskyldu. Vitum til að mynda ekki enn í dag hvort fram fór lokaúttekt á húsinu eða hvort hann skoðaði eitthvað þarna yfir höfuð. Ætli menn hafi komist upp með það fyrir 20 árum síðan að mæta bara með pappíra til þeirra og fá uppáskrift án þess að þeir mæti nokkurn tíma á staðinn. Spyr sá sem ekki veit. Skil ekki af hverju við getum ekki bara farið beint í mál við húsbyggjandann, af hverju er ekki til einhvers staðar eitthvað sem tryggir seinni eigendum einhvern rétt því þó að húsbyggjandinn kjósi að búa í húsinu sínu meingölluðu þá á hann ekki að geta boðið öðrum upp á það. Hvernig er með ábyrgð fasteignasalans. Á hann ekki að sjá við skoðun hússins að kjallarinn er ekki eins og til var ætlast. Hélt þeir væru skyldugir til að verja bæði hagsmuni kaupanda og seljanda. En setti nokkrar myndir með af því sem eftir er af húsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Ekki gaman þegar maður lendir í svona aðstæðum. Ég held reyndar að þetta eigi ekki að halda,- einhversstaðar er einhver sem er ábyrgur, en það þarf sjálfsagt málaferli til að finna útúr því . Gangi ykkur vel að byggja aftur.

Las ljóðið þitt. Ég hef fengið það sent í pósti einhverntímann fyrir einhverju síðan. Man eftir því. Það er óskaplega fallegt. Takk fyrir að fá að lesa það .

Hulda Brynjólfsdóttir, 22.3.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 145546

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband