Og það var rúntað.... ...á vörubílnum!!!

Gleðilegan páskadag landsmenn allir nær og fjær. Grin Maðurinn minn hafði í tvo daga talað um að bjóða mér í bíltúr og þar sem ég þekki mitt heimafólk, þá bara beið ég þolinmóð, vissi sem var að af rúntinum kæmi. Er náttúrulega búinn að vera að vinna eins og brjálæðingur í "#$%&/&$#" grunninum. En í gærkvöld var komið að bíltúrnum og þið getið ímyndað ykkur upplitið á mér þegar ég kom út og sá hvert farartækið var. Gamli Volvo-vörubíllinn sem gríðarlegum tíma hefur verið eytt í að gera sæmilega ökufæran. Já, það þurfti nefnilega að sækja litaða olíu á tunnu niðrá Skaga, þar sem grafan sem hann notar í grunninum var orðin olíulaus. Hundarnir fengu að koma með og allt í lukkunnar velstandi..... þar til við komum niður á veg. Hamingjan hjálpi mér, vissi að vegurinn væri lélegur en að þurfa að keyra hann á vörubíl, úff. Mikið vorkenndi ég þeim vörubílstjórum sem þurfa að hossast þetta vegskrifli, dag eftir dag til að komast í efnisnámurnar sem hér eru. Og ekki bara eina ferð á dag heldur ferð eftir ferð frá morgni og fram á kvöld. Hljóta að vera vel föst í þeim nýrun. Af hverju í ósköpunum sér Vegagerðin ekkí sóma sinn í því að gera þennan veg þannig úr garði að hann geti þjónað sínum megintilgangi sem er aðgangur að áðurnefndum námum. Það segir sig sjálft að vegur sem nær eingöngu er notaður af stórum og þungum vörubílum þarf að vera sérstaklega sterkbyggður. Þýðir ekkert að hafa einhverja drullu sem burðarlag undir veg sem þennan, það sér hver heilvita maður. Sveitabærinn sem ég bý á nú er eini bærinn sem er staðsettur þannig að við heimilisfólkið verðum að nota þennan veg til að komast niður á þjóðveg, annars eru þetta eiginlega bara vörubílar sem um hann fara og auðvitað á að hanna veginn út frá því. Er orðin hundfúl yfir að hossast þennan drulluslóða og ef kvartað er við vegagerðina þá senda þeir í mesta lagi hefil til að slétta úr verstu öldunum og fylla í stærstu holurnar, viðgerð sem endist í mesta lagi tvo daga. Meira að segja þegar rigningarnar gerði eftir áramótin þá varð vegurinn svo hrikalegur að vörubílarnir neyddust til að keyra að námunum hinum megin frá og eyðilögðu þar með þann hluta vegarins einnig. Það var lausnin sem þeir fengu frá Vegagerðinni þegar vegurinn Akranesmegin var orðinn ófær vegna þess að hann var notaður við aðstæður sem hann engan veginn þoldi. Engar öxulþungatakmarkanir ekki neitt, bara keyrt þar til vegurinn var ónýtur. Ég er ekki að ásaka bílstjórana, síður en svo. Þeir eru bara að vinna vinnuna sína og er boðið upp á vinnuaðstæður sem eru til háborinnar skammar. En þeir mættu samt alveg hætta að henda kaffiglösunum sínum út um gluggann.Tounge Bannað að verða svona af páskaeggjaáti.Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega Páska Bylgja mín!Easter Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 19:57

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Gleðilega páska elsku vinir, ég kem nú eiginlega af fjöllum elskulegu bestu "tengdaforeldrar" mínir og þínir eru greinilega svo upptekin að hjálpa mér í öllum mínum uppákomum og því sem fylgir að ég hef bara ekkert heyrt, enda ekki heldur spurt svo það er skiljanlegt :-(

Sendi ykkur samúðarkveðjur, enda er þetta missir og vona svo innilega að þið fáið hjálp til að byggja upp ykkar heimili á ný, verð að fara að taka rúnt til ykkar með skvísurnar, maður er bara alltaf á svo mikilli hraðferð og alltaf er nóg að gera :-)

KNÚS OG KRAM

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:56

3 identicon

Bylgja. Ég gat ekki annað en hlegið þegar ég las hvað vegurinn er orðinn slæmur...

Eftir að vegagerðin fór að skella á "bóndann" á fellsenda sá ég að þeim er skítsama um þennan veg. Við skruppum þarna uppeftir um daginn að sækja einhvað dót sem var úti í hesthúsi og Gunni bað mig vinsamlegast um að keyra hægar því bíllin myndi nú bara ekki þola þetta :)

Vona ykkar vegna að HELV vegagerðin fari að gera einhvað í þessu.

Eva Lind (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 145541

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband