Myglumelurinn minn vonandi til þess að ýta eitthvað við stjórnvöldum og öðrum sem hafa með svona mál að gera.

Eins og kannski einhverjir hafa séð þá birtist frétt á Stöð 2 í gærkvöld um hvernig fór fyrir veraldlegum  eigum okkar hjóna. Það voru blendnar tilfi.nningar sem bærðust með mér þegar Lára Ómarsdóttir hafði samband við mig í gærmorgun og vildi fá að gera þessa frétt. Aðallega vegna þess að ég er ekki mjög framfærin eftir öll þessi ósköp, dreg mig í hlé við svona áföll. Veit ekkert af hverju, örugglega bara mín leið til að fá tíma til að vinna úr hlutunum. Var rétt að skríða út úr gömlu skelinni, eins og einsetukrabbarnar, eftir síðasta áfall þegar þetta dundi yfir. Var komin af stað í sveitapólitíkina við síðustu sveitarstjórnakosningar, var í umhverfisnefnd sveitarfélagsins og 3ja manna stýrihópi um staðardagskrá og hvað eina. Hætti þessu öllu saman og lagðist í hýði hér uppi á Fellsenda. Get bara ekki hugsað mér að vera byrði á einhverjum og ef ég tek eitthvað að mér þá vil ég geta sinnt því 120%. Hvernig á það að vera hægt þegar maður stendur ekki einu sinni undir sjálfum sér og getur einungis sinnt brotabroti af heimillisstörfunum. En hægt og hægt er ég að skríða úr þessari skel einnig og er það ekki síst blogginu að þakka. Góð viðbrögð ykkar sem lesið bloggið mitt voru líka hvatning til mín í að láta vaða og fara í þetta viðtal. Með því var hluta þess tilgangs náð sem ég hafði upphaflega með stofnun bloggsins sem var að reyna einhvern veginn að vekja athygli á þessum skaðvaldi sem myglusveppurinn er. Og nú er hlaupið kapp í mína. Ég er búin að einsetja mér að trúa því að ég sé fær um að knýja fram viðhorfsbreytingu í samfélaginu gagnvart þessum fjanda. Háleitt markmið.... og ofursjálfstraust, það verður ég næstu vikur og mánuði eða eins lengi og þarf. Skora á alla sem sjá þetta pár mitt að fara inn á heimasíðu Húsa og heilsu og lesa sér til um myglusvepp, skaðsemi hans, sjúkdómseinkenni og annað sem þar er. Frábær upplýsandi síða hjá þeim Sylgju og Pálma: www.husogheilsa.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég vona svo heitt og innilega að frétt Stöðvar 2 veki einhvern til ábyrgðar þó ekki sé nema gagnvart náunganum.

Annars verð ég að segja það að ég er í sjokki ykkar vegna og vona að einhver komi með útrétta hönd ykkur til aðstoðar.

Hvernig fór svipað mál hjá fólki í Hafnarfirði um árið? Ég man bara eftir því máli en ekki hvernig málin þróuðust hjá því fólki. Hefurðu kannað það eitthvað?

Kjartan Pálmarsson, 26.3.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Takk fyrir athugasemdina Kjartan. Held þú sért að meina veggjatítluhúsið fræga í Hafnarfirði. Það fór þannig að bjargráðasjóður, sjóður sem sveitarfélögin eiga, greiddi þeim einhverjar bætur en þegar ég hafði samband við þá, þá vöru svörin þau að þeir væru hættir öllu þess háttar. Engar ástæður gefnar eða neitt. Hah, takk fyrir að spyrja, nú verður mín að blogga um þetta, var búin að gleyma þessu. Er að verða eins og þessi í áramótaskaupinu hí hí.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.3.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Er þá ekki best að láta Þórhall REKA málið. hahaha.

Gangi þér og þínum bara svakalega vel í þessu flækjumáli.

Kveðja úr Kópavoginum

Kjartan Pálmarsson, 26.3.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Þú varst flott í sjónvarpinu.   Ég er óendanlega stollt af ykkur að geta þetta en ég er að velta fyrir mér hvort þú viljir ekki setja reikningnsnúmerið ykkar hérna inni því margt smátt safnast saman og ég veit að það hefur sýnt sig að þegar svona stendur á þá geta Íslendingar hjálpað.  En ég er líka sammála þér að það á að fá einhvern til ábyrgðar á þessu, alveg fáránlegt að vera með allar tryggingar o.s.frv. en vera svo ekki tryggður

Gangi ykkur vel elskurnar

kveðja Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.3.2008 kl. 09:55

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Gat ekki annað en glott þegar ég sá fréttina fyrir ofan fréttina af mygluhúsinu mínu inni á Vísi.is. VAARRÐÐ að commenta á hana. Bwahaha.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.3.2008 kl. 10:27

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já þeim er misskipt lífsinngæðum

Kjartan Pálmarsson, 26.3.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 145518

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband