Á sandi byggði heimskur maður hús......

.... og þá kom steypiregn. Einhverra hluta vegna kom þetta upp í huga mér þegar maðurinn minn sagði mér af samskiptum sínum við starfsmann Vegagerðarinnar sem hann hitti í morgun. Hef áður bloggað um ástand eina vegarins sem ég kemst heim til mín en svona til útskýringar þá er þessi vegur nær eingöngu notaður af vörubílum sem eru að sækja efni í stóra malarnámu sem er hér rétt við hliðinjpa á sveitabænum þar sem ég bý. Þannig að ferðirnar sem vörubílarnar fara eftir aumingjans veginum skipta tugum. Maðurinn minn benti viðkomandi starfsmanni þessa háa embættis á hvernig núverandi ástand vegarins væri og svörin sem hann fékk voru þau að ekki væri hægt að hefla í frosti. -Var nú frostlaust fyrir páska, benti maðurinn minn honum á og hinum varð fátt um svör en svaraði svo hryssingslega að þetta væri nú sá vegur sem hvað mesta þjónustu fengi á landinu. Ha, ha, held hann hafi verið heflaður tvisvar síðan ég flutti hingað fyrir hálfu ári síðan og þar af var hann orðinn ófær vegna drullu og áníðslu þegar þeir létu sjá sig í fyrra skiptið. Minn vildi nú ekki sleppa honum svona létt og minntist á að vegurinn væri líka alltof mjór. Hann er ekkert of mjór, hreytti Veggi út úr sér, hvað er að, ég horfi upp á það oft á dag að þegar vörubílarnir mætast þá verður annar þeirra að stoppa. Og, minn veit nú alveg hvað hann er að tala um, búinn að vinna við að keyra vörubíl alla sína tíð. -Það er bara alltof mikil umferð á veginum, sagði veggi þá. Og ég spyr, er þetta dæmigert viðhorf þessara blessuðu manna sem sjá um íslenskt vegakerfi. Ekki einu sinni var horfst í augu við hvað raunverulega vandamálið var. Burðarlag vega sem vitað er að mikið álag er á verður að vera samkvæmt því, þýðir ekki endalaust að moka saman einhverri drulluhrúgu, kalla það veg og kenna því svo um að vegurinn skemmist að hann er notaður til þess sem hann er ætlaður. Vegur að efnisnámu verður að vera byggður til að þola það að vera vegur að efnisnámu. Árinni kennir illur ræðari. Held ég fari og rukki vegagerðina um demparafestingarnar sem allar eru farnar í bílnum mínum og nokkra þvotta í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Sæl - sá viðtalið við þig á visir.is og googlaði þig upp. Vantar ykkur e-h í búið eða föt? Ég get látið orðið ganga ef þú vilt.

Með kveðju Sigríður  

Sigríður Jónsdóttir, 25.3.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir höfðinglegt boð og að hugsa til okkar. En Gunnar sem á Fellsenda hefur ekki rukkað okkur um neina leigu og því gátum við keypt okkur það sem  okkur vantaði nauðsynlega af fatnaði og við erum með öll húsgögnin hans og erum ekkert farin að spá í þau mál ennþá. Þurfti bara að kaupa sængur og kodda og þá gátum við flutt hingað inn. Kvenfélagið hérna færði okkur peningagjöf fyrir jólin og við notuðum hana til að kaupa hjónarúm sem var það eina sem ekki var til staðar hér á Fellsenda, hef m.a.s. pottablóm En enn og aftur takk. Eina sem ég get sagt.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.3.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 145544

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband