Maðurinn minn er ótrúlegur!!!!

Get ekki annað en dáðst að manninum mínum, skil ekki hvernig hann getur verið niðrí grunni ónýta hússins okkar dag eftir dag og langt fram á kvöld. Þrátt fyrir að húsið hafi verið kurlað niður þá er ótrúlega mikið rusl eftir á lóðinni. Rusl sem eitt sinn var heimili okkar og hann er nú að tína saman. Góðir menn hafa komið þegar hann hefur þurft á að halda. Einn lánaði honum til að mynda gröfu í morgun og annar kom með græjur til að saga grunninn í sundur svo hægt verði að fjarlægja hluta hans. Sveitungar okkar hafa sýnt okkur mikinn hlýhug og m.a. gaf kvenfélagið hér okkur 500.000 fyrir jólin þannig að ég gat farið og keypt hjónarúm í Rúmfatalagernum handa  okkur. Var ekki þægilegt að sofa á mjóa beddanum sem fyrir var í herberginu. Nú þjónar hann sem gestarúm inni í stofu. Ættingjar mannsins míns hafa líka slegið saman og þar eigum við 370.000, einnig höfum við fengið vilyrði fyrir málningu í nýja húsið þegar að því kemur. Safnast þegar saman kemur og ég get ekki lýst því hversu innilega þakkát ég er fyrir þessa hjálp. Er samt harla vonlítil um að við náum að halda því þ.e. ef við á annað borð náum að fjármagna það. Ekki með lánið af gamla húsinu á bakinu líka og eiga varla fimmaur upp í nýja húsið. En den tid-den sorg. Tek á því þegar þar að kemur.

Veit ég sagðist ætla að berjast en.....

...... undanfarnir dagar hafa verið erfiðir. Dóttirin farin norður til pabba síns og ég mikið ein. Ein af afleiðingum myglusveppsins er þunglyndi og hjá mér eru dagarnir eins misjafnir og þeir eru margir. Er komin á lyf en eldmóðinn vantar í augnablikinu. Einnig styttist óðum í afmælisdag litla engilsins míns sem fékk aldrei að sjá veröldina en hún fæddist andvana þann 25. maí. Þrátt fyrir að bráðum séu liðin sjö ár þá tekur þetta á. Á jafnvel enn erfitt með að sjá lítil börn í sjónvarpinu. En nóg um það, í dag langar mig ekki að gera neitt, ætla bara að reyna að njóta páskanna og setja svo allt á fullt eftir páska. Mig langar svo að tala við lögfræðinginn minn og biðja hana að athuga hvort jafnræðisreglan opni einhverja nýja möguleika fyrir okkur gagnvart TM.

Loksins vörubílstjórar sem vilja berjast.

Mikið gladdi það mitt gamla hjarta þegar ég vissi af fundi vörubílstjóra sem haldinn var í gær. Enn glaðari að fjölmiðlar sýndu þessa einhverja athygli. Sannast að segja þá þekki ég enga stétt í okkar ríka landi sem er eins hundelt og þeir eru. Eftirlitsmenn vegagerðarinnar sitja um þá á hverju horni í flottu búningunum sínum og þar virðist hugarfarið almennt vera það að allir sem keyra vörubíla séu atvinnuglæpamenn, ekki venjulegir menn eins og þeir, sem eru bara að vinna vinnuna sína. Best að koma því frá að maðurinn minn er einn af þessum sjálfstæðu smáverktökum sem er að reyna að skapa sér og fjölskyldunni sæmilegt lífsviðurværi. En ríkissjóður þarf meira á peningunum hans að halda en við virðist vera. Og ekki má skilja úttundan þannig að olíufélögin verða af fá sitt. Það þurfa allir að borga sína skatta og skyldur en öllu má nú ofgera. Við skulum vera rausnarleg og borga 180 kr fyrir hvern ekinn km. Höfum eyðslu bílsins hógværa eða 60/100. á kr 152 lítrann. Þegar bætist svo ofan á 13 kr í þungaskatt, eftir er að borga vaskinn. Hvað fáið þið út. Hvar á að fá peninga fyrir dekkjum, smuroliu viðgerðakostnaði og öðru sem fylgir rekstrinum. Hvar er mannakaupið, úps, gleymdist að gera ráð fyrir að vörubílstjórar þurfa kaup fyrir vinnuna sína eins og allir aðrir. Bílstjórar berjist fyrir tilverurétti ykkar. Ég sæi öngþveitið sem yrði hjá öllum þeim sem þurfa á þjónustu ykkar að halda. Fólkinu að byggja öll nýju fínu húsin sín og vill tónlistarhallirnar sínar, nýju vegina, mislægu gatnamótin og göng. Baráttukveðjur.

Jafnræðisreglan og tryggingafélögin.

Var að skoða jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar  út frá mínu sjónarhorni sem er að húsið mitt er jafnónýtt og ef hefði kviknað í því. Ef það hefði brunnið til grunna bætti skyldutryggingin tjón okkar, alla vega að hluta. Skyldutrygging sem ég hef alla tíð haldið að hefði verið sett á til að tryggja hagsmuni fólks sem lendir í tjóni af því taginu. En í jafnræðisreglunni segir m.a.: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Ég staldraði við þar sem segir "stöðu að  öðru leyti", nú er ég í nákvæmlega sömu stöðu og húseigandi sem þurfti að sjá húsið sitt brenna. Eini munurinn er að ég þurfti að horfa á mitt hús rifið til grunna. Þá segir einnig: "Markmið reglunnar er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli þeirra atriða sem koma fram í 1. mgr. og annarra atriða sem gætu talist ómálefnaleg; sambærileg mál eiga að fá sambærilega úrlausn". Samkvæmt mínum kokkabókum eru þessi mál algerlega sambærileg og því get ég ekki séð hvernig tryggingafélagið mitt getur staðið á því að bæta mér ekki tjónið með þeim ömurlega haldlitlu rökum að utanaðkomandi vatn sé orsök tjónsins. Ég vil bara að skyldutryggingunni sé breytt á þann hátt að hún greiði einnig ef hús eyðileggjast til að mynda af völdum myglusveppa eða jafnvel veggjatítlu. Bara þegar aðstæður eru þannig að húsið þitt eyðileggst án þess að þú fáir nokkuð við það ráðið.

Myglusveppurinn er að rústa tilveru okkar!

Á sínum tíma þegar við tókum þá ákvörðun að flytja í sveitina okkar þá áttum við harla litið. Sitthvort einbýlishúsið áttum við vissulega og það stór en það er ekki sama einbýlishús og einbýlishús á landsbyggðinni. Við máttum teljast heppin að losna við þau til að geta flutt. Bæði fóru gegn yfirtöku á áhvílandi húsnæðisláni sem var rúmar 3 milljónir á hvoru húsi um sig. Þannig að við vorum ekki með fimmeyring í vasanum til að kaupa nýja húsið. Maðurinn minn vann eins og skepna þetta sumar og þannig tókst okkur að öngla saman fyrir útborguninni. Síðan eru liðin 7 ár og við farin að geta haft það sæmilegt. Sáum okkur loks fært að byggja bílskúr sem endaði í 80 fm og var í sumar varð hann fokheldur. Við vissum sem var að við gætum auðveldlega hækkað mánaðarlega greiðslubyrði um það sem bílskúrnum nam. En nú á ég bílskúr en ekkert hús. Einn möguleiki í stöðunni er að innrétta bílskúrinn og um tíma leit út fyrir að við þyrftum þess eða þar til við fengum inni þar sem viið búum nú. Þar eru jú húsgögn. Við fengum rukkun um fasteignagjöld eins og við var að búast. Af fasteign sem ekki er lengur til, tekur tíma að fara í gegnum kerfið býst ég við. En við þurfum að eignast heimili og þar stendur hnífurinn í kúnni. Ég bý í um 50 km fjarlægð frá höfuðborgnni og nær get ég ekki hugsað mér að fara. Leigumarkaðurinn er möguleiki sem er ekki fyrir hendi í okkar stöður. Fyrir það fyrsta myndum við aldrei ráða við að borga húsaleigu ásamt því að borga af láninu af ónýta húsinu og í annan stað þá er ég með gæludýr. Ég á tvo hunda og 1 kött ásamt naggrís og froskum. Og fjandinn fjarri mér að ég láti myglusveppinn neyða mig til að losa mig við dýrin mýn sem hafa verið hluti af fjölskyldunni í þessi ár og okkur öllum þykir ósegjanlega vænt um. Eg vil heldur ekki láta sveppinn hrekja mig í burtu frá þeim stað sem við kjósum að búa á. Hér er frábær skóli fyrir dóttur mína, hérá hún sína vini og hér er hennar líf. Ég er smámsaman að ná upp fyrra þreki, og verða aftur heilsuhressa hrausta manneskjan sem ég var þegar þessi ósköp dundu yfir og fyrir það er ég gríðarlega þakklát.

Olíugjaldið-Hlýt að vera svona léleg í vörubílaafkomuðfræðum...

fæ alla vega ekki til að ganga upp ef ég horfi til olíuverðshækkaninna hvernig það á að vera hægt að vera sjálfstæður vörubílstjóri í dag. Og er ég þá helst að líta til þeirra sem eru í efnisflutningum, þ.e. að keyra efni úr efnisnámum til að nota við hinar ýmsu framkvæmdir. Stóru verktakarnir ráða þessa litlu til sín á gjaldi sem er óskiljanlega lágt og komast upp með. Ég var til að mynda farþegi í bíl um daginn sem keyrði efni úr Lambafelli í Hafnarfjörð. Vegur sem er beinn og breiður og ekki erfiður yfirferðar, samt var bíllinn, sem er nýlegur og með tölvuskjá sem sýnir hverju hann er að eyða 80 ltr. pr.100 km. fullhlaðinn. Minna þegar hann var tómur en samt 40-50 ltr. pr. 100km. Sami bíll var síðar að flytja gáma og þá sýndi mælirinn upp í 120/100 á Reykjanesbrautinni. Þegar olíugjaldið var sett á tókst einhverjum furstum að finna það út að meðaleyðsla svona bíli væri um 40/100, ekki veit ég hvernig þeim tókst það. Þeir eyða ekki einu sinni svona litlu fulllestaðir á leiðinni Akureyri-Reykjavík, nema þá kannski á þeim örstuttu vegaspottum sem eru beinir og sléttir. Ekki öfunda ég þá aumingja menn sem keyra til að mynda á Vestfirðina. Enda held ég að þeir séu afskaplega fáir eftir, sjálfstæðir. Stóru flutningafyrirtækin búin að gleypa þá alla. En það sér það hver maður sem eitthvað kann fyrir sér í stærðfræði að  þegar þú kaupir olíulítrann á 152 krónur, borgar ofan á það rúmlega 13 krónur í þungaskatt fyrir hvern ekinn kílómetra að þá er ekki mikið eftir. Verum bara hógvær og reiknum dæmið miðað við eyðslu upp á 70/100.  og kílómetragjald upp á 170 kr. Hver kílómetri kostar þig 106 kr. í olíu, ofan á það koma svo 13 krónur í þungaskatt sem alls gera þá 119 kr. Síðan áttu eftir að borga vask af þessum 170 kr. sem gera 33 krónur. 152 krónur ertu kominn upp í og þá á eftir að borga sér kaup og viðhald og annan rekstrarkostnað af bílnum. Til þess áttu eftir heilar 17 kr. af hverjum eknum kílómetra. Það sér það hver heilvita maður að þetta dæmi gengu engan veginn upp. Svo segja þessir háu herra á alþingi að olíugjaldið sé ekkert of hátt. Held þeir ættu að skammast sín. Hvað yrði um fínu tónlistarhöllina og aðrar byggingar ef vörubílstjórarnir væru allir farnir á hausinn. Skil ekki hversu lítið heyrist í þessari starfstétt, hvar er stéttarfélagið þeirra til að mynda. Veit um nokkra sem hafa verið að berjast en þeir eru og fáir og of vanmáttugir til að á þá sé hlustað. Og enn eru til bílstjórar sem láta sig hafa það að keyra sig á hausinn með því að keyra á þessum lágu gjöldum og eyðilegga þannig fyrir hinum. Sýnið samstöðu vörubílstjórar. Það er nóg að þið séuð lagðir í einelti af vegagerðinni sem ekki getur boðið ykkur upp á mannsæmandi vegi til að keyra eftir svo bílarnir eyði ekki svona miklu, ekki láta ríkið misnota ykkur lika.

Opið myglubréf sent á Guðlaug Þór og Þórunni

Þar sem ég er staðráðin í að koma einhverri umræðu af stað um myglusveppinn áður en fleiri lenda í því að þurfa að rífa heimili sitt til grunna og ég hef án árangurs, skrifað bæði Guðlaugi Þór, heilbrigðisráðherra og Þórunni umhverfisráðherra bréf sem þau sáu enga ástæðu til að svara þá gerðist ég frökk mjög og sendi þeim opið bréf sem vonandi birtist í Morgunblaðinu innan tíðar. Hefði ekki trúað þessu upp á sjálfa mig fyrir nokkrum vikum síðan en neyðin kennir naktri konu að spinna og ég ætla að vona að þetta hafi einhver áhrif þau. Að alla vega verði skoðað hvort ekki sé hægt að setja tjón af þessu tagi undir sama hatt og brunatjón, inn í skyldutrygginguna, eða að tryggingafélögin breyti skilmálum sínum á þann veg að hægt verði að tryggja sig fyrir tjóni sem þessu. Annað finnst mér bara vera mismunun. Ætla núna að hella mér í að skoða stjórnarskrána, jafnræðisregluna, sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi barna og annað sem mér dettur í hug. Gangi mér vel.

Olíufurstar-Hækkið ykkar vesæla afslátt!!!

Get ekki hægt að hugsa um %&#"/$$$#$$ vesældarlegan afsláttinn sem bensínstöðvarnar bjóða upp á ef þú ert til að mynda með OB lykil eða Atlansolíu lykil. Heilar 2 krónur, fyrir mér er þetta hreinasta mógðun, þetta nær ekki einu sinni 1 lítra í sparnað ef miðað er við fullan 60 lítra tank. Að voga sér að bjóða upp á afslátt upp á rétt um 1% í staðinn fyrir það sem þeir spara með því að vera með þessar ómönnuðu stöðvar, gróði sem fer hlutfallslega hækkandi hlýtur að vera þar sem ekki hækka launin á mönnuðu stöðvunum í hlutfalli við bensín og olíuhækkanir, þeir ættu hreinlega að sjá sóma sinn í að afnema þennan tíkarlega afslátt ef þeir geta ekki fundið hjá sér hvatningu til að hækka hann í hlutfalli við verðhækkanirnar.

Myglukellingin komin á kreik.

Ég vildi að ég væri þannig gerð að ég gæti haft sambank við fjölmiðlana, sjónvarpið blöðin og útvarpið til að vekja athygli á minum málum. Finnst þetta hreinlega mannréttindabrot gagnvart dóttur minni að geta ekki boðið henni upp á það öryggið sem eigið heimili býður. Mér finnst ég hafa fórnað alltof miklu en dýrunum mínum ætla ég ekki að fórna sem ég þyrfti sennilegast að gera ef ég hefði ekki fengið inni á Fellsenda. Ég á 2 hunda, kött, naggrís og 2 froska og eftir því sem ég hef heyrt þá finnst leigusölum það ekki aufúsugestir. Dóttir mín er 14 ára, unglingur sem sagt og auðveld í samskiptum sem betur fer. Henni finnst jafn leiðinlegt að eiga ekkert heimili og mér en sættir sig við hlutina eins og þeir eru, þó hún hafi þurft að flytja lengra í burtu frá vinum og vinkonum. Hefur einangrað sig að vísu en hér er sem betur fer frábær skóli og frábærir krakkar og það er orðið hennar aðal tilhlökkunarefni að komast í skólann á morgnana. Mér gremst alveg gríðarlega að finna hvergi neina stofnun innan íslenska sjtórnkerfisins sem eitthvað veit um myglusveppi og viðbrögð við honum. Samskipti mín við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands  hjá voru bara fyndin. Aðalmálið hjá blessuðum heilbrigðisfulltrúanum var að ég er reykingamanneskja. Hann vildi ekki einu sinni skoða skriðkjallarann þar sem hann mætti á blankskónum sínum. Það sem varð til þess að myglusveppurinn fékk að grassera svona lengi án þess að uppgötvast var staðsetning hans. Skriðkjallari sem ekki nokkur maður fór niður í. Motta yfir lúgunni og eina fólkið sem nokkru sinni fór niður voru þeir sem komu að lesa af hitanum sem var 1-2 á ári. Einskis varð vart í íbúðinni sjálfri, hvorki lykt né annað þar sem ég var mikið með opið út af hundunum og þarf að hafa ferskt loft í kringum mig. En í aðeins einu sýni, átti ekki pening fyrir fleirum, sem tekið var þarna niðri og sent í rannsókn voru 4 teg. myglusveppa og því alls ekki hægt að útiloka að fleiri tegundir væru til staðar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

2ja krónu afsláttur olíufélaganna-Er grútmóðguð

Átti leið í Borgarnes í morgun og rak augun í flennistóra auglýsingu eins olíufélaganna um 2ja króna afsláttinn sem eflaust flestir þekkja og miðast við eitt og annað eftir því hjá hvaða olíufélagi það er. Og ég hreinlega ræð ekki við það lengur að í hvert sinn sem sem ég annað hvort heyri eða sé þessar auglýsingar þeirra orðið finnst mér virðingu minni misboðið. Hver olíuverðshækkunin á fætur annarri dynur á manni en aldrei hækka þeir afsláttinn og komast upp með það. Það munar talvert um það hvort þessar 2 krónur eru veittar af 100 kr. eða 150 kr. svo einhver dæmi séu tekin. Og þessi sparnaður sem þessir háu herrar hjá Olíufélögunum þykjast veira að veita kúnnannum er bara orðið grín og lítillækkandi fyrir þá finnst mér fyrst þeir virðast enn ekki farnir að  sjá sóma sinn í að hækka þennan afslátt að neinu leyti til samræmis við verðhækkanirnar sem þeir dúndra yfir okkur látlaust. Eitt félaganna hefur til að mynda auglýst sinn 2ja króna afslátt grimmt í sjónvarpinu og ég get ekki annað en velt fyrir mér hvað hefur orðið af samvisku þessarra háu herra. Tökum eitt lítið dæmi: Þegar bensínlítirinn var í ca 100 kr., þá þýddi þessi 2ja krónu afsláttur 2% afslátt, var jafnvel minni þá en venjulegur staðgreiðsluafsláttur sem tíðkast í dag og er frá 5%-10%. 2% afsláttur finnst mér í það minnsta og ef maður fer að velta fyrir sér allan það sparnað á launakostnaði og öðrum útgjaldaliðum hjá olíufélögunum með því að setja á stofn allar þessar sjálfsafgreiðslustöðvar þá hljóta þeir að hafa einhver tök með að hækka þennan afslátt í að minnsta 5 krónur. 2 króna afsláttur af bensínlitra sem í dag kostar 150 krónur 2 krónur afsláttur af því er 1.3 %. Er þetta ekki orðið svolítið lélegt, allavega særir þetta mína siðferðiskennd. Ég fer og tek 60 lítra af bensíni sem miðað við áðurnefndar 150 kr. kostar þá: 9000 kr Jeij ég fæ 2ja króna afslátt af hverjum 150 kr. lítra borga þar af leiðandi 148 kr. fyrir þessa 60 lítra sem gera þá kr. 8880. Heilar 120 kr. er sparnaðurinn á áfyllinguna á tankinn.  1.3%. Er engum öðrum en mér misboðið þessi niðurlægjandi boð olíufélaganna. ARgh.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband