Sunnudagslærið komið ofan í maga!

Ég hef löngum talið mig vera nútímakonu en samt eru vissar hefðir sem ég get ekki verið án. Hefðir sem minna mig á æsku mína og það sem ólst upp við á Siglufirði. Mamma var sjómannskona þannig að hún var mikið ein með okkur sex elstu systkinin en aldrei varð maður var við að hún teldi það neitt eftir sér. Ein af hefðunum sem ég stal frá henni er sunnudagslærið, með sósu, brúnuðum, Ora baunum og öðru góðgæti. Ég veit fátt yndislegra en að fá liðið mitt hingað í mat um hádegið. Svo bara afslöppun það sem eftir er dagsins. Bíltúr ef til vill en annars bara að njóta þess að vera heima í friði og ró. Einhvern tíma skrifaði ég um uppvaxtarárin mín á Sigló og hverslags paradís sem manni fannst staðurinn vera. Ævintýrin voru endalaus og margt var brallað sem ungar mæður myndu fórna höndum yfir í dag. Við vorum úti frá morgni til kvölds og eina leiðin fyrir mömmu til að ná okkur inn í mat var að fara út í eldhúsglugga með bjölluna sína og hringja inn matinn af öllum lífs og sálarkröftum.

Við bjuggum á snjóflóðasvæði og vetur eftir vetur voru stórir tréhlerar settir fyrir svefnherbergisgluggana okkar þannig að herbergin voru myrkvuð stóran hluta vetrar. Ég man eftir tveimur snjóflóðum með bæði féllu sama dag, þann 19. des. með árs millibili. Og hvílíkt ævintýri þetta var fyri 7ára krakka vitleysinga. Við fengum sko að fara á háhest. Já, björgunarsveitirnar tóku okkur á axlirnar og báru okkur niður í bæ og heim til ömmu. Þar fengum við að sofa á vindsængum í stofunni sem var ekkert smá spennandi því að amma átti sko sjónvarp. Hvað gat verið betra en það. Töluverð leið var fyrir okkur í skólann en leiðirnar sem hægt var að fara voru óþrjótandi. Við þræddum gömlum síldarbryggjurnar, útbjuggum okkur afdrep í gömlu síldarbrökkunum sem enn stóðu þá og þvældumst um í gömlu síldarverksmiðjunum, Rauðku og Gránu. Snjór var alltaf nægur fannst manni í minningunni og að stökkva niður af húsþökum var sko mikið sport. Eftir að snjóflóðið féll á Leikskála, leikskóla bæjarins og bar hann næstum út í sjó, þá var gríðarlega spennandi að fara þangað í fjársjóðsleit. Eitt af því sem situr í minningunni um það sem fannst var ZAMARIN. Framan á bréfinu var glas með freyðandi vökva í og við sungum hástöfum: "Við fundum drykk, við fundum drykk". Þetta var frábær tími og vinirnir fjölmargir og maður gat endalaust fundið upp á einhverju nýju að bralla. Þá var ekki talið eftir sér að labba hálftíma leið í skólann, heim aftur í hádeginu og aftur í skólann klukkan eitt. Mamma og pabbi eignuðust Datsun þegar ég var tólf ára og var það fyrsti bíllinn í okkar eigu og ekki saknaði ég þess. Það er einna helst þegar veður voru virkilega slæm að maður snapaði sér far í skólann, með annað hvort gamla skólastjóranum eða kennara sem báðir bjuggu á móti okkur og aldrei var það neitt vandamál. En svo fór í í burtu 16 ára til að hefja nám við Verslunarskóla Íslands og kom ekki aftur og þá einungis í skamman tíma þegar ég eignaðist frumburðinn árið 1985. Fljótlega fluttum við til Ólafsfjarðar og ég kom ekki aftur á Sigló neim sem gestur fyrr en árið 1995 sem var gríðarlegur snjóavetur. En þetta var nú bara smá nostalgía um bæinn minn eftir að hafa dvalið þar í síðustu viku. Love Bylgja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: amaba

hæhæ bylgja.

ég fæ svona nostalgíu kast þegr ég kem á hagamel. ég man svo vel eftir þegar við sátum við eldhúsborðið þitt í kaffi og sígó. ég sakna þess tíma og við verðum að fara að hittast og endurtaka leikinn

með kveðju

helga

amaba, 13.4.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 14.4.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband