Útópía um draumalandið Ísland.

Árið er 2025, vorið er í nánd og fyrstu farfuglarnir eru farnir að láta í sér heyra í morgunsárið. Ég er enn búsett í Hvalfjarðarsveit en er ekki nema augnablik að skella mér til Reykjavíkur sem þjónar sem aðal þjónustusvæði sveitarinnar. Sundabrautin breiðir úr sér í öllu sínu veldi, fjögurra akreina vegur byggður úr nýju slitsterku efni sem ekki þarfnast mikils viðhalds. Vegagerðin er orðið eitt stærsta og mikilvægasta fyrirtæki landsins og mikil ásókn í eigendaaðild á þeim tíu árum sem liðin eru síðan hún var seld til einkaaðila. Reykjavík hefur breyst í nokkurs konar miðstöð atvinnu og þjónustu en fólkið kýs að búa utan við aðal athafnasvæðin og hefur komið sér fyrir allt í kring í um 100 km. radíus um borgina. Gríðarstórt nýtískulegt sjúkrahús trónir yfir borginni og skapar fjölda starfa og annar fullkomnlega eftirspurn þrátt fyrir sívaxandi fólksfjölda. Svokölluð menntasetur eru staðsett víða um borgina og þar búa og starfa námsmenn landsins. Samgöngur frá útstöðunum eru hraðar og góðar og ekki er mikið um einkabíla í borginni þar sem fólkið kýs að nota almenningssamgöngurnar. Svokallaðir hraðbílar keyra helstu stofnbrautir á hálftíma fresti til borgarinnar frá öllum útstöðunum og þar skiptir fólk yfir í litla þægilega vagna sem flytur það á áfangastað. Nú er ekki lengur þörf á að landsbyggðarfólk þurfi að flytja sig á höfuðborgarsvæðið til að geta séð sómasamlega fyrir sér og sínum. Því um land allt hafa verið byggð svipuð þjónustusvæði þar sem allt er til staðar sem þarf. Opinberar stofnanir hafa þar sínar útstöðvar svo fólk þurfi ekki að leita til Reykjavíkur eftir nauðsynlegri þjónustu. Bankarnir og fjármálafyrirtækin starfrækja einnig hluta af sínum fyrirtækjum þar og útvega þar með hæfileikaríku fólki vinnu við hæfi í sinni heimabyggð. Um allt land hafa vegirnir verið lagaðir að þörfum nútímaþjóðfélagsins með göngum, brúm og breikkun á vegum og samgöngur á milli lágmarkaðar á þann hátt. Hraðbílar ganga einnig þar til miðstöðva landshlutanna og skólarnir eru hágæðaskólar þar sem framtíðarsýn er höfð í fyrirrúmi og hönnunar- og skipulagsstofur eru í hverri miðstöð. Verslun blómstrar í minni bæjunum þar sem mikið er um sumarhús og aðra frístundabyggð og uppbygging þjónustu hvers bæjar fer eftir eðli afþreyingar og atvinnu sem þar er boðið upp á. Fiskvinnslan blómstar sem aldrei fyrr þar sem flutningskostnaður er nú í lágmarki með svona mikilli styttingu vegalengda og í hverjum landshluta er fyrirtæki sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi. Bændur anna varla sífellt aukinni eftirspurn eftir lífrænni heimaframleiddri vöru eins og grænmeti og mjólk og sérútbúnir bílar sjá til þess að vara þeirra komist ávallt fersk og ný á borð landsmanna. Skyr hefur slegið í gegn sem útflutningsvara sökum hollustu þess og íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hafa áunnið sér traust og skapað sér gott orð erlendis og nú eru þau á víð og dreif um landið. Atvinnuleysi er ekki til lengur og Ísland er orðið eitt eftirsóttasta land í heimi hjá ferðamönnum eftir að við snerum við á þeirri braut að drita niður húsum á hverjum gróðurblett landsins en nýtum í staðinn gömlu rómantísku húsin úti á landi. Ísland er land tækifæranna ef við bara gætum komist sómasamlega um. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 13.4.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir þurfa að laga sig aðeins valdamennirnir okkar held ég svo fólk sem er búið að búa hérna alla ævi verði ekki húsnæðislaust og aukin fátækt er að verða heldur betur sýnileg í þjóðfélaginu í dag..

Það verða kannski bæjir út á landi sem bjargar mörgum og sumir flyja með fjölskyldur sínar til annarra landa, en sorglegast er að vita um fólk sem tekur sitt eigið líf vegna hegðunvandamála valdhafa og ekkert er talað um það í fjölmiðlum..þú ert alla vega heppin að vera ekki í búsett í Reykjavík..því þar er allt í kaldakoli og á eftir að verða verra..

Óskar Arnórsson, 14.4.2008 kl. 00:48

3 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Já, til Reykjavíkur færi ég aldrei. Þar er allt komið langt fram úr því að vera viðráðanlegt, sem ætti að vera sjálfsagt í hinu ríka Ísalandi. Allt sökum skorts á framsýni. Það nær t.d. ekki nokkurri átt að ekki skuli fyrir löngu verið búið að byggja nýtt stórt sjúkrahús eða fleiri leikskóla og sjá eldri borgurum fyrir sómasamlegum aðstæðum til að eyða ævikvöldinu við. Þessir blessuðu ráðamenn gera aldrei neitt fyrr en það er orðið of seint og þeir eru búnir að mála sig út í horn alls staðar. Virðast gersamlega ófærir um að hugsa nógu langt fram í tímann þegar kemur að nauðsynlegri þjónustu og vera tilbúnir í tíma með ráðstafanir. Gömlu fólki er refsað fyrir að verða eldra heldur en fyrir 100 árum og störf þess við uppbyggingu þessa lands eru einskis metin. Arg.

Bylgja Hafþórsdóttir, 14.4.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband