Ömmuhelgin búin :(

Hvílík forréttindi það eru að eiga litla ömmustelpu sem fær að koma í heimsókn um helgar og eyða tíma með ömmu sinni og afa og er algerlega sátt við það. Móttökurnar sem amma fær eru yndislegar, hún tekur utan um mig, klappar mér á bakið og kyssir mig. Amma!!! segir hún og klappar mér enn meira.  Hún er svo blíð, ljúf og róleg hún Kolbrún Kara mín að það er leitun að öðru eins. Hún verður tveggja ára í næsta mánuði og ég get talið á fingrum annarrar handar hversu oft ég hef heyrt hana t.d. gráta. Hún er svo sátt og sæl með lífið, sofnar glöð og vaknar glöð. Að vísu svindlar amma gamla pínu og kúrir hjá henni á nóttunni en það var alltaf mitt mottó þegar mín börn voru lítil að þau sofnuðu sátt. Svefn var aldrei neitt neikvætt eða barningur við að koma þeim í rúmið, þau vissu sem var að háttatímanum fylgdi skemmtilegur tími með mömmu, lestur, gaul og gaman. Þau höfðu líka hvert annað og sváfu jafnvel öll saman í einu rúmi og enn í dag eru þau mjög náin. Sömu seremóníu hef ég við Kolbrúnu mína, það þarf að ákveða hvar dúkkan á að lulla, velja tvær bækur og svo syngja tvö þrjú lög. Og hún er svo góðhjörtuð þessi elska að þegar amma segist svo vera þreytt og ætli núna að lulla, þá kyssir hún mig og fer svo að sofa. En helgin var vægast sagt frábær, ekki spillti fyrir dásamlegt veðrið á laugardagsmorgninum. Við vorum komnar út um hálfníu og vorum úti í einn og hálfan tíma. En mín var samt ekki búin að fá nóg he he. Eftir að hafa verið inni í u.þ.b klukkustund þá opnaði mín útihurðina og ætlaði út, á sokkabuxum og bol. En nei, hún sá að sér, sneri við í dyrunum sótti húfuna sína og setti hana á kollinn og þá var mín fær í flestan sjó. Ég gat ekki annað en leyft henni að príla yfir þröskuldinn og út þó fáklædd væri. Hún var svo ánægð með sig. Þarna sprangaði hún um á stéttinni svo ánægð yfir að hafa munað eftir húfunni, húfan sú bjargaði sko öllu. Það var þreytt dama sem lagði sig um hádegisbilið þennan laugardag og svaf til klukkan hálffjögur.... og amma líka. Kolbrún er ekki mikið fyrir sjónvarp eða barnaefni en Skoppu og Skrítlu getur hún horft á endalaust, það er eitthvað við framsetningu þeirra sem heillar hana gjörsamlega og Lúsí finnst henni algert undur. Afi fór svo út með dömuna á sunnudagsmorgninum svo amma gæti ryksugað. Það tæki er henni ekki vel við og miklu betra að skoða gogg gogg með afa á meðan. En það voru fleiri gestkomandi á Fellsenda þessa helgina, nefnilega hún Skotta. Skotta er hundurinn hennar Kolbrúnar og þvílík sæla fyrir hana að komast í sveitina og fagnaðarfundir þegar hún og Moli hittast. Brúnó uppveðrast ekki eins enda blöskrar honum ólátagangurinn í hinum tveimur og er sífellt að skamma þau og reyna að siða þau. Þau láta sér fátt um finnast og láta bara eins og þau sjái hann ekki. Það eru gríðarleg forréttindi að geta hleypt hundunum frjálsum út bara þegar þeim sýnist. Hér er enginn sem þau mögulega  gætu truflað þar sem þetta er eini bærinn á svæðinu, köllum þetta stundum heimsenda. En mamma og pabbi voru svo komin upp úr hádegi að sækja dúlluna sína og það voru fagnaðarfundir. Í næsta mánuði er svo von á barnabarni númer tvö frá yngsta syninum og ég get ekki beðið. Fæðingin hefur tvisvar farið af stað en í bæði skiptin tókst að stoppa það með lyfjum svo ætli krílið láti ekki svo bíða eftir sér á endanum. Ég á nú eftir að fá að stela þeirri dömu líka vonandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 145586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband