Hugsunarvilla í innflytjendamálum???

Jæja, nú geri ég sjálfsagt einhverja reiða en svona gerir bloggið mann, gersamlega ómögulegt að halda skoðunum sínum bara fyrir sjálfan sig.Tounge Og eitt er það mál sem ég hef velt svolítið fyrir mér og það er hvaða leið stjórnvöld og aðrir viðeigandi aðilar hafa valið að fara í innflytjendamálum. Þá er ég að tala um þjónustuna sem innflytjendum er boðið upp á og er að mörgu leyti góðra gjalda verð. Erum við samt ekki að ganga aðeins of langt í að auðvelda innflytjendum að aðlaga sig hér í landinu okkar. Ég hef alltaf haldið að þegar útlendingar taka ákvörðun um að flytja til nýrra landa þá sé það þeirra að aðlaga sig að viðkomandi samfélagi en EKKI að samfélagið þurfi að aðlaga sig að þeim eins og mér finnst vera orðin krafa um á svo mörgum sviðum hérlendis. Aldrei myndi Íslendingar sem flytja til annarra landa láta hvarfla að sér að fara fram á að þeirra nýja bæjarfélag, hvort sem það er Hanstholm í Danmörku eða Istanbul setji allt fram á íslensku um það sem þeir þurfa að vita. Þeir bara leggja sig fram um að læra tungumálið, að aðlaga SIG að nýja landinu. Erum við ekki bara að draga á langinn að innflytjendur aðlagi sig íslensku samfélagi með því að hlaupa svona undir rassinum á þeim. Bjóða upp á að þeir verði alltaf útlendingar í okkar landi. Sér þjóðflokkur sem alltaf verður litinn öðrum augum. Hvað ætlum við að ganga langt í þessum efnum. Ætlum við að byggja moskur og gera Íslendinga að Múslimum eða grískum rétttrúnaðarmönnum svo að blessuðum útlendingunum líði nú betur í landinu og finnist þeir vera heima hjá sér. Þeir  eru ekki heima hjá sér og það er þeirra eigið val. Ef þeir vilja ekki eða geta ekki aðlagast okkar samfélagi, nú þá verða þeir bara að fara heim aftur. Þeir komu hingað að eigin vali og örugglega ekki með það að markmiði að breyta Íslandi og gera það að sínu. Þeir komu og skuldbundu sig þannig til að gerast Íslendingar og ef þeir hafa ekki metnað í sér til að læra íslensku og að læra á íslenskt samfélag nú þá er enginn sem bannar þeim að fara. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bylgja Reit; "Hvað ætlum við að ganga langt í þessum efnum. Ætlum við að byggja moskur og gera Íslendinga að Múslimum eða grískum rétttrúnaðarmönnum..."

Hversvegna viltu ekki leyfa trúfrelsi á Íslandi? Mega ekki aðrir en þeir sem tilheyra Evangelísku Lútersku Þjóðkirkjunni byggja sér bænahús eða tilbeiðslustaði?

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.4.2008 kl. 10:14

2 identicon

Góð  Góð   Góð   Góð   Góð  Góð    

didda (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Bylgja

Við erum víst að skrifast á tveimur vetvöngum. Minna dugar ekki:) Svo þetta er þá "ýkt dæmi" með smá íroníu sem ég féll greinilega fyrir. Ég vil samt  geta þess að vestur-íslendingar sem fluttust til Manitópa héldu sig við mótmælendatrú og byggðu kirkjur fyrir sín samfélög. Persónulega er ég fylgjandi því að við varðveitum eftir bestu getu öll þjóareinkenni okkar, en vissulega verðum við að gæta þess að rjúfa ekki mannréttindasáttmálana sem við höfum gert.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.4.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Kjartan Pálmarsson, 15.4.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 145586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband