Hrefnukjöt á minn disk??? Ja veistu....

Það er bara alveg hugsanlegt. Hef ekki smakkað hrefnukjöt síðan ég var krakki norður á Sigló og man að mamma setti kjötið í mjólk til að ná úr því sjóbragðinu. Ég ætla nú ekki að fara að leita ketið uppi en ef ég rekst á það marinerað á freistandi máta, tilbúið á grillið þá hugsanlega prófa ég smá bita. Hef nefnilega heyrt að það sé lostæti matreitt á þann mátann. En ætli hrefnan sem veiddist í fyrra hafi öll selst. Fylgdist hreinlega ekkert með því. Er alvöru markaður fyrir þetta eða er bara verið að veiða til að veiða og láta ekki neinn segja sér hvað má og hvað má ekki. Umm, best að fara að forvitnast.
mbl.is Fyrsta hrefnan veidd á Faxafló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Bylgja það seldist allt upp og hálfum mánuði eftir að síðasta hrefnan var dregin á land fékkst ekki einn einasti biti á öllu landinu.  Ef þú ætlar að grilla hrefnu er gott að útbúa góða "marineríngu", skera kjötið í þunnar sneiðar og láta þær liggja í "marineríngunni" yfir nótt, steikja þær á vel heitu grillinu í hámark eina mínútu á hvorri hlið, láta kjötið standa í nokkrar mínútur eftir steikingu og bera síðan fram með soðnum kartöflum og salati.  Gott rauðvín sakar ekki.  En í guðanna bænum farðu ekki að sulla kjötinu saman við mjólk,það er pottþétt leið til þess að eyðileggja kjötið.

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Grunaði það. Takk fyrir ráðlegginguna með mjólkina. Hvaðan ætli þetta hafi komið upphaflega að setja svona sjókjöt í mjólk. Kíki í Nóatún næst þegar ég á leið í borgina og athuga hvort þeir eigi ekki smakk handa mér.

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.5.2008 kl. 10:11

3 identicon

Sæl. Ég er frá Dalvík og bjó lengi á Húsavík. Þar var hrefnukjöt oft á boðstólnum. En kjöt af annari tegund af hval var stundum sett í mjólk til að ná í burtu einhverju vissu bragði en mér hefur aldrei þótt þurfa þess með hrefnuna. Ég fór oft þegar ég var krakki á Húsavík niður á bryggju og horfði á þegar komið var með hval. Það var svo gaman að sjá þegar skorið var með þessum stóru hnífum og þetta eru nú engar smá skepnur. Svo fékk maður stundum bita með sér heim í bandi. Þá varð mamma glöð og slengdi þessu gjarnan í rasp og steikti, gott með kartöflumús og rabbabarasultu. Mér finnst hrefnukjöt með því besta sem ég fæ. Dóttir mín sem er að verða 20 hefur alist upp við þetta og finnst rosalega gott. Ég hlakka til að fá hrefnu í matinn. Svo ætla ég að hamstra kjöt síðar í sumar og eiga fram á vetur. Kveðja, Hafdís.

Hafdís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:29

4 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Svona var þetta líka á Sigló. Það var ævintýri að vera niðrá bryggju og fylgjast með köllunum þegar þeir komu í land með hval. Að ég tali nú ekki um hákarlinn, það fannst manni óhuggulegt dýr með sínar hvössu tennur og beittan skráp.

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.5.2008 kl. 10:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var eitthvað "gamalt" húsráð og átti að eyða lýsisbragði af hrefnukjötinu.  Sömu minningar á ég, frá Þórshöfn, þegar bátarnir komu í land með hrefnu og þá fylgdist maður með köllunum skera hana, oftast fékk maður bita með heim og mamma velti sneiðum upp úr raspi, harðbrasaði og svo var þetta borðað með kartöflum (rosalega held ég að kartöflumúsin hafi vrið góð með þessu) og rabbabarasultan var ekki spöruð.

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Unnur R. H.

Ég elska hrefnukjöt, finnst einmitt grátlegt hversu sjaldan er hægt að fá það

Unnur R. H., 21.5.2008 kl. 11:33

7 identicon

Meðhöndlið Hrefnukjötið bara eins og nautasteik og grillið eins, medium-rare og þá eruði með svaka steik... oftast færðu þetta tilbúið með marineringu í t.d. Nóatún og jafnvel Hagkaup líka... mér finnst eins og þetta sé alltaf til... gúrmet!

Þór (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:04

8 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Nei, nú verð ég að  fara í Nóatún n.k. föstudag og reyna að ná í ketmeti. Kannski best að ná þá í grillið í bílskúrinn á Hagamel í leiðinni. Minn mann er mjög íhaldssamur í mat og finnst þetta örugglega gott. Ket og kartöflur og fiskur í raspi er hans matur, annað er bara drasl. Pasta bara meðlæti og þá helst bara spaghetti, he he. Saltað hrossakjöt, kjötsúpa og þess háttar hnossgæti. Er svo heppin með hvað hann er duglegur að draga í búið. Á alltaf kjöt í kistunni,  þá lamba- og folaldakjöt. Nautakjöt hef ég ekki bragðað í mörg ár. Hvernig er verð á hrefnukjöti eiginlega???

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.5.2008 kl. 12:12

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er ekki alveg viss í sambandi við verðið en í fyrri kostaði það rúmlega 1.100 kr/kg sem að mínu viti er lítið fyrir beinlaus og fitulaust kjöt.  Greinilegt að maðurinn þinn er mikill smekkmaður á mat.

Jóhann Elíasson, 21.5.2008 kl. 12:51

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

1100 kr/kg fyrir úrvalds kjöt. fyrir sömu upphæð gæti ég kannski fengið eina eða tvær kjúklingabringur.

Fannar frá Rifi, 21.5.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 145546

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband