26.5.2008 | 10:45
Annasöm og yndisleg helgi að baki.
Það er allt í einu kominn mánudagur, vindurinn gnauðar hér á glugganum og mig langar norður á Sigló í góða veðrið. Föstudagurinn fór í Reykjavíkurferð og Kringluna, nema hvað, kem þangað svona fimm sinnum á ári. En nú var tilefnið nógu mikilvægt til að réttlæta ferð þangað, nefnilega afmælisdagur litlu Kolbrúnar Köru. Daman er orðin tveggja ára. Vá. Og við þrímæðgurnar, ég, Sigrún og KK fórum og misstum okkur í Next. Úrvalið af fallegum barnafötum þar er ævintýralegt og ekki spillir verðið fyrir. Afmælisdagurinn sjálfur var laugardagurinn en af ákveðnum ástæðum var veislan haldin í gær, sunnudag. Hvað er tilhlýðilegra en að halda barnaafmæli á degi barna. Laugar(Evróvision)-deginum var eytt með nýja ömmubarninu. Hún er 3ja vikna þessi elska og þær mæðgur kíktu í heimsókn til ömmu gömlu í sveitina. Þarna kúrði litla dúllan í rúminu sem ég er með inni í stofu og amma bara varð að fara og kúra aðeins hjá henni þar sem hún svaf værum svefni. Pabbinn kom svo þegar hann var búinn niðrí grunni þar sem hann var að setja járnamottur og einangrun fyrir mömmu gömlu og rétt fyrir sjö var pizza sótt á Skagann og hún mauluð yfir Evróvisjón. Eiginmaðurinn kom óvænt heim þannig að plönin riðluðust aðeins en það var bara skemmtilegra að hann væri líka. Annars vorum við Sæunn búnar að ákveða að við yrðum á Skaganum hjá ömmustelpu en hún var bara hér í staðinn. Gott mál, og Ívar náði loks að sjá dömuna í fyrsta skipti. Á sunnudagsmorgninum bakaði amma svo afmælishring handa tveggja ára prinsessunni og brunaði með hann suður til að reyna að myndast við að hjálpa til við undirbúning veislunnar. Ekki það að hún Sigrún mín, þyrfti svo mikið á hjálp að halda. Hún er algjör töfrakerling og svo elskar hún að gera eitthvað svona fyrir KK þannig að þetta var eins og fermingarveisla. Dagurinn var svo yndislegur og allt svo afslappað í veislunni að við Sæunn nenntum ekki heim fyrr en bara klukkan að verða níu eða eitthvað.
Ég hlustaði á hana Lenu mína messa í útvarpinu, einn besti prestur sem ég hef fyrirhitt og trúir svo innilega að þetta er sko engin rútína hjá henni heldur upplifun. Hin árlega "alnæmis"messa var svo líka í gær í fríkirkjunni og þetta er annað árið í röð sem ég hef ekki komist. Gefur mér mikið að fara þangað, allt svo létt og skemmtilegt en samt hátíðlegt. Tónlistaratriðin hafa verið ógleymanleg og svo er Hjörtur Magni bara skemmtilegur prestur.
En nú tekur hverdagurinn við, verð að vinna smá fyrir Art sérsmíði þar sem ég á að heita launafulltrúi og bókari og svo koma þrír frá þeim í mat í hádeginu. Hvað á ég að elda, darn, nenni ekki á Skagann þar sem ég verð þá að fara aftur eftir hádegi. Æi, finn eitthvað í kistunni. Fiskréttur verður það heillin. Namm, namm. Og ekki má gleyma að hringja í lögfræðinginn eins og ég ætlaði að gera á föstudaginn en náttúrulega gleymdist í borgarferðinni. Vonandi er eitthvað að gerast í okkar málum. Langar líka að senda Björgvini viðskiptaráðherra tölvupóst til að benda honum á hvað við erum aftarlega á merinni tryggingalega séð varðandi myglusvepp og athuga hvort hann hefur eitthvað fylgst með Árbæjardæminu. En góðar stundir bloggvinir kærir og takk fyrir að vera til.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki Jóhanna Sigurðardóttir með tryggingarmálin í landinu ?
Hún er amk titluð Félags- og tryggingarmálaráðherra. Hún er nú líka nokkurskonar álfadís ríkisstjórnarinnar um þessar mundir, svífur um og sveiflar prikini sínu á bágt þjóðfélagsins og kabúmm..... lagar málin
Hún gæti alveg verið manneskjan sem hlustar á þig og gerir eitthvað! En sendu bara á þau bæði, um að gera.
Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:01
Tryggingamálin eru komin yfir til viðskiptaráðherra. Sendi henni bréf á sínum tíma og hún var sú eina þá sem sá ástæðu til að svara mér. Hafði líka sent umhverfisráðherra bréf ásamt fleirum. Það var ritari hennar sem einmitt benti mér á að tala við Björgvin sem ég og gerði. Fékk m.a.s. fund með honum þar sem hann bað um að fá að fylgjast með og þess vegna ætla ég að senda honum tölvupóstinn. Takk fyrir að lesa bloggið mitt.
Bylgja Hafþórsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:19
Kemur ekki á óvart með Jóhönnu (ég er ánægð með hana þó svo að hún sé í röngum flokki )
Verður gaman að vita hvernig Björgvin tekur á málinu, held líka að hann sé vandaður maður.
En Hollustuverndin, er það ekki Heilbrigðisráðuneytið? Senda póst á Guðlaug líka, hann hlýtur nú að hafa áhuga á málini í ljósi heilsugæslumálsins í Árbæ.
Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 12:10
Var einmitt hann sem ég byrjaði á að hafa samband við. Hef ekki heyrt múkk frá honum. Kennski ég ætti að reyna aftur núna fyrst þetta með Árbæinnn er komið upp.
Bylgja Hafþórsdóttir, 26.5.2008 kl. 12:56
Ekki spurning. Haltu áfram að berjast
p.s. Kannski kominn tími til að stofna hagsmunasamtök ?
Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.