Hertoginn af Gautlandi og Rúmfatalagersævintýri hans!!!!

Ég bara má til með að stela þessari sögu af blogginu hans Gauta frænda. Drengurinn er alveg mígandi milljón og bara alger nauðsyn fyrir sem flesta að lesa frásögn hans af því þegar hann REYNDI að vinna í Rúmfatalagernum. HE HE. Góða skemmtun.


Gjörið svo vel ..

Mánudagur 10.október.

Síðast þegar að ég vaknaði kl. 07:25 þá var ég 13 ára á leið á Sæplast-fótboltamót á Dalvík. Það er svo langt síðan að það gerðist að minningarnar eru svart-hvítar í huga mér. En þar sem fyrsti vinnudagurinn var að skella á , ákvað ég að vakna tímanlega til að gera mig sætan og hafa nægan tíma til að keyra upp í Smáratorg, en ég átti að mæta kl. 09:00 til vinnu.

Ég lagði af stað , með hnút í maganum klukkan 08.22 og var kominn upp í Kóp kl. 08:34, var ekki nema 12 mín á leiðinni og hafði því nægan tíma til að lesa Sirkus blaðið sem ég stal af Little Cesars Pizza frá því daginn áður. Þegar að klukkan var að detta í 09:00 rölti ég inn og hitti væntanlegt samstarfsfólk mitt.

Ég var strax settur í krefjandi verkefni. Ég var settur í FATADEILDINA við að taka fleiri þúsund sokkapör úr hillunum og raða þeim í "ker" . Þetta tók mig ekki nema svona c.a 10 tíma. Þegar að þessu draumahlutverki var lokið fékk ég þann heiður að raða nokkur hundruð kertum upp í hillu ásamt 2 öðrum í yfirvinnu og var vinnudagurinn búinn kl. 20:00.

Eftir vinnu var ég andlega dauður af leiðindum og kom ég engu í verk um kvöldið nema að liggja upp í sófa og horfa á S1 þar til að klukkan varð 23:00 og þá var kominn háttatími á Sólheimum.

Þriðjudagur 11.október.

Eins og daginn áður fór ég á fætur áður en Guð vaknaði og gerði mín morgunverk og brunaði svo út til að komast í bakarí áður en ég fór að vinna. Þegar að ég kom inn í BMW-inn og gerði mig líklega til að starta þá skeði bara ekki neitt , ekki rassgat - jújú.. helvítis druslan var rafmagnslaus og þar sem ég hafði engan tíma, startkapla né aukabíl varð ég að hringja í Taxa og kom sér þá vel "pöbbaleitin" frá því á föstudaginn , því að ég gat sungið númerið 5-88-55-22 og pantað bíl og kostaði það mig ekki nema 1300 kr að fara í vinnuna.

Til að bæta gráu ofan á svart , þá var fyrsta verkefni dagsins að brjóta saman buxur með e-h stelpu og það ekkert 10 eða 20 !! neinei.. 500 stk á mann !!! Þarna var ég við það að ganga út.. Þurfti að anda ansi djúpt til að tryllast ekki !!

Eftir að hafa fundið Heiðar Snyrti í mér fór ég í það að klára að tæma fatadeildina að mestu , því að jólavaran átti að koma í það pláss. Spáið í því !? Jólavaran ! og október er ekki hálfnaður !! En jæja.. Um kvöldið var svo yfirvinna til 21:30 og byrjuðum við að setja upp jólavöruna !

Þegar að ég kom heim var ég svo þunglyndur að ég fór snemma að sofa.

Miðvikudagur 12.október.

Aftur vaknaði ég fyrir 08:00. Þrír í dagar í röð . Persónulegt met slegið, ekki slæmur árangur. Venjuleg morgunverk voru sett í gang og svo brunað út í bíl í þeirri von um að hann myndi starta sér hjálparlaust. Auðvitað rættist það ekki , þannig að ég hringdi í e-h verkstæði og var mér tilkynnt það að það myndi kosta mig um 5000 kr að fá mann á svæðið svona snemma til að kíkka á bílinn og gefa mér start.

En þar sem ég er 1/9 gyðingur þá týmdi ég því ekki og þakkaði bara pent fyrir mig og lagði á . Núna voru góð ráð dýr. Datt mér þá í hug að hringja í FÍB og fá þá til að gefa mér start en fékk þá þau svör að ég yrði að vera félagsmaður til að fá start . Spurði ég þá hvað það kostaði og fékk þau svör að það kostaði 4140 krónur á ári. Þar sem að það var nokkrum 100 kr ódýrara og þá framvegis frítt start ef ég þyrfti, ákvað ég að gerast félagsmaður og var maður mættur til mín eftir nokkrar mín og gáfum við drossíunni stuð og hrökk hún þá í gang og hefur malað síðan eins og geldur högni.

Þegar að ég mætti til vinnu var haldið áfram við að raða upp jólaskrauti. Dagurinn var svo lengi að líða að ég hélt að mér myndi vaxa skegg á meðan . Á meðan ég raðaði upp jólasveinum , hugsaði ég stanslaust um það að ganga út. Ég var gjörsamlega að gefast upp á þessari negravinnu.

Klukkan 17:30 fór ég heim , sagðist þurfa að fara heim vegna vatnleka :) Lagði mig svo í smástund og vaknaði ákveðinn í því að segja upp um leið og ég mætti til vinnu daginn eftir.

Fimmtudagur 13.október.

Klukkan 09:00 þegar að ég mætti ákvað ég að segja upp. En þar sem enginn af bossunum var mættur ákvað ég að bíða með það . Hélt áfram við að raða upp þessu helvítis jólaskrauti fram að hádegi og þá var ég sprunginn . Þá labbaði ég að Ívari aðstoðarverslunarstjóra og sagði upp, tók jakkann minn og gaf þeim eftir launin sem ég átti inni eftir þessa 3,5 daga og labbaði út með bros á vör og von í hjarta.

Hugsið ykkur ! það var ekki einu sinni helt upp á kaffi þarna , eða jú fyrir lagerinn en hann var sér. Ég skil það kannski , vegna þess að þetta eru bara börn sem vinna þarna og þau vita eflaust ekki hvað kaffi er. Þetta er svipað og hafa öskubakka á leikskólum.

ggs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 145516

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband