Hvernig er staðan á Íslandi???

Fyrirburar fá þegar þeir koma í heiminn alla þá læknismeðferð sem völ er á svo framarlega sem krílið er orðið 24 vikna. Og Íslendingar geta státað af fyrirtaks árangri í meðferð fyrirbura. Mikil hætta er á ýmsum kvillum hjá þessum litlu greyjum ef þau fæðast of snemma. Heilaskaði, augnskaðar og annað mis alvarlegt. Vandamálið hér á landi finnst mér og þar tala ég af reynslu er að það er ekki hlustað. Og þá er ég að tala um ef að foreldrunum, ja eða móðurinni finnst eitthvað vera öðruvísi en það á að vera. Þar tala ég líka af reynslu. Ég á 3 fyrirbura, fædda eftir 30-36 vikna meðgöngu. Eitt sem fæddist fullburða þar sem ég lá í bælinu frá 13 viku og þar til hún fæddist. Og svo á ég litla dúllu á himnum sem fæddist eftir 23 vikna og 5 daga meðgöngu. Hún náði ekki þessum 24 vikum svo ekkert var gert til að reyna að halda henni á lífi. Í marga daga var ég búin að kvarta. Blóð var í þvagi, verkir, legvatnsleki  og læknirinnn sagði mér að DREKKA EKKI MJÓLK og sendi mig heim. Mér leið eins og gamalli taugaveiklaðri kellingu og ég skil ekki af hverju þessir karlkyns kvensjúkdómalæknar hlusta ekki á umkvartanir móðurinnar. Sérstaklega þegar hún er sko ekki að gera þetta í fyrsta skipti og er með svona sögu um meðgöngur, fleiri en eina og fleiri en tvær. Ég kærði að sjálfsögðu til landlæknis en þessir #$%#" læknar standa vörð um hvern annan eins og ég veit ekki hvað. Viðkomandi læknir fékk munnlega áminningu og búið. Ef að þessi mál löguðust þá myndi ég segja að hér væri allt fullkomið hvað varðar meðferð og úrræði fyrir fyrirburafæðingar.


mbl.is Látið barn vaknaði til lífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæl,ég samhryggist þér innilega:('Eg lent í því í janúar að fæða eftir 22v og 5d meðgöngu.Það voru mörg mistök sem gerð voru með mig...ég er að fara að kæra til landlæknis.En gott hjá þér að tala svona um þetta í bloggi.'Eg hef verið að heyra að það sé nokkuð algengt að svona mistök eigi sér stað,því miður.

elsa maria (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:11

2 identicon

Mikið ertu nú dugleg mín litla sem er að verða 5 ára fæddist einmitt fyrir tímann.

Linda Ýr Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:40

3 identicon

Þessir læknar virðast ekki alltaf vita hvað þeir eru að gera

Linda Ýr Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 22:41

4 identicon

Ég samhryggist ykkur báðum. 

 ég á lítin gutta sem fæddist á 25 viku hann er 6 ára í dag og gengur mjög vel með hann en ég var einmitt búin að segja marg ítrekað við læknin að mér fyndist einhvað vera að og var mjög stressuð yfir þessu mér var bara sagt að fara heim og vera ekki með þetta stress og svo skrifaði doksi bara lyfseðil upp á róandi sem ég tók auðvitað aldrei en nokkrum dögum seinna kom hann í heimin aðeins 670 gr.

Eyrún Gísladóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:57

5 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Hefði mátt segja að daginn eftir var ég komin í sjúkraflugvél á leið suður. Þoldi engan veginn ferðina fram og til baka frá Siglufirði til Akureyrar. Saumurinn var tekinn eftir tveggja daga legu þar og litla fæddist. Skil ekki enn í dag af hverju var ekki fylgst betur með mér og skil ekki í sjálfri mér að hafa ekki verið frekari. Lít alltaf á þessa lækna sem eitthvert yfirvald sem á ekki að mótmæla. Líka að læknirinn þekkti mig alveg, hafði komið nálægt öllum hinum meðgöngunum. Nennti bara ekki að vinna vinnuna sína í þetta skiptið og ég leyfði honum að komast upp með það.

Bylgja Hafþórsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:26

6 identicon

Ég samhryggist ykkur báðum.

Því miður er þetta allt of algengt að ekki er hlustað á fólk. Ég á 4 ára gamlan strák sem grét hástöfum og var með hita fyrstu 2 árin. Eftir að vera búin að fara til 100 lækna, fá smá pensilín annað slagið hjá þeim og fá í leiðinni að heyra það að ég væri móðursjúk kom í ljós að barnið var með bullandi sýkingu, með lungnabólgu og allt of stóra og vel sýkta kirtla. Eftir að barnið var hreinsað af öllum viðbjóðnum og kirtlarnir teknir hefur hann ekki orðið lasinn og sefur alla nóttina en áður var hann að ná 4-6 tímum í einu á svefnlyfjum (og mér var sagt að það væri alveg eðlilegt)

Við megum ekki gefast upp við eigum að hlusta á það sem líkaminn okkar er að segja okkur (eða hegðunin í barninu í mínu tilfelli) og heimta rannsóknir og annað. Verum leiðinleg, við eigum fullan rétt á því að fá þessa þjónustu. 

Steinunn (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Takk innilega fyrir kveðjurnar. Ég bara skil ekki þetta virðingarleysi fyrir tilfinningu mæðra gagnvart börnunum sínum, hvort sem er á meðgöngu eða eftir að þau eru fædd. Hver þekkir þau betur, foreldrarnir eða læknarnir. Þetta var svo sárt sérstaklega þar sem litla krílið var búið að þola 2 svæfingar. Var líka með utanlegsfóstur sem var tekið á 9 viku eftir að ég hafði kvalist og lifað á Parkódíni í marga daga. Ekki hlustaði hann þá heldur, var ekki fyrr en annar llæknir var á vakt þegar ég var send enn eitt skiptið með sjúkrabíl til Akureyrar að þetta uppgötvaðist. Samt höfðu læknari-nir á Sigló sett þetta fram sem möguleika og maðurinn minn hafði spurt lækninn en hann bara hló að honum. veit þetta er sjaldgæft en þýðir samt ekki að þeir eigi ekki að hlusta. Ég meina ef þú ferð með  bílinín þinn á verkstæði og bilunin finnst ekki strax þá er ekki hætt að leita. Það blæddi og sást blóð í kviðarholi og verkjaköstin þannig að ég gat ekki gengið en samt sagði hann bara að þetta væru blöðrur að springa og athugaði aldrei með möguleikann á utanlegsfóstri. Sá í sónar í litla krílið í leginu virtist í lagi og það dugði honum. Svo var saumurinn settur á 14 viku og hún þoldi það líka. Velti enn fyrir mér hvernig þetta hefði verið ef ég hefði búið fyrir sunnan. Veit máður á ekki að gera svona en bara það kemur.

Bylgja Hafþórsdóttir, 20.6.2008 kl. 10:47

8 Smámynd: Egill

með því slæma sem kemur með læknavísindum eins og þau nauðsyn að læknar tengist ekki sjúklingum sínum tilfinningaböndum, og líti á allt eins klínískt og þeir geta.

mistök lækna og hjúkrunarfólks.

vísindi sem eru enn í þróun og þar fram eftir götunum.

þá verðum við líka að muna eftir því góða, sem eru tæknin til að halda lífi í fyrirburum sem hefðu fyrir nokkrum áratugum dáið, og þar fram eftir götunum.

ég er þakklátur að lifa á þessum tímum, og sérstaklega í landi sem hefur aðgang að öllum þeim vísindum sem eru í framboði.

samúð þó fyrir það sem þú hefur gengið í gegnum en það að hengja lækna fyrir mannleg mistök er ekki eitthvað sem mun skila miklu.  

Egill, 20.6.2008 kl. 15:25

9 Smámynd: Egill

vil bæta því við að ef viðkomandi læknir hefur sögu á bak við sig sem einkennist að mistökum, líkt þeim sem hann gerði í þínu tilfelli, þá á að gera meira en láta hann fá munnlega áminningu og láta gott við sitja.

Egill, 20.6.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 145521

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband