7 manna fjölskylda í Grindavík missti allt vegna myglusvepps!!!!

 Ég bara gat ekki látið það vera að birta neðangreint hér á blogginu mínu. Ég er svo reið og finn svo til með fjölskyldunni. Ég hef verið í sambandi við Rögnu sem er svo hógvær að hún var ekkert að segja mér frá því að frétt um þeirra mál hefði birst í fjölmiðlum. Rakst á það fyrir slysni í gær og er það ástæðan fyrir að  ég hef ekki tjáð mig um þetta mál fyrr en nú.´

Séra Þórhallur Heimisson talaði um  í annað hvort Fréttablaðinu eða Mogganum um þá meinstóru göt sem væru í velferðarkerfinu hér á Íslandi. Þetta mál er dæmigert fyrir það og ég veit ekki hvað það þurfa margir að lenda í því að missa allt sitt, missa heilsuna og sálarróna vegna myglusvepps þar til stjórnvöld og aðrir fari að opna augun. Ég trúi því ekki að dauðsfall eða dauðsföll þurfi til til að eitthvað verði tekið til bragðs og einhverjar lausnir verði settar fram okkur til handa. Stjórnvöld komast upp með að gera ekki neitt ef enginn segir neitt þrátt fyrir að hafa lögbunda skyldu til að veita hjálp. Hvers eiga blessuð börnin að gjalda, alltaf veik, eiga hvergi heima, að dótið þeirra farið, skóladótið og allt. Hvar er barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna, jafnræðisreglan, lögin um félaglega aðstoð og úrræði. Hvernig geta þau ekki átt við hér. Hef reynt án árangurs að fá skilgreiningu félagsmálaráðuneytisins og félagsmálanefndar sveitarinnar á frasanum "sérstakar félagslegar aðstæður". Hver er skilgreiningin, hverjar eru þessar aðstæður sem þeir kalla svo. Af hverju heyrir svona mál ekki undir þarna.

Nú hef ég reynt 3 undanfarna mánudaga að komast í viðtal hjá Jóhönnu Sigurðardóttur en án árangurs. Sá háttur er hafður á að þú getur hringt á mánudagsmorgni og hún á þá að veita þeim sem náðu í gegn viðtal á miðvikudeginum á eftir. En þessar 3 vikur hefur hún ekki verið til tals en ég ætla að halda áfram þar til ég kemst að og ætlum við að fara saman, ég og Ragna.

En elsku lesið fréttina, takið niður reikningsnúmerið og ef þið eigið eitthvað aflögu á þessum síðustu og verstu tímum þá látið fjölskylduna njóta þess. Endilega komið þessu á framfæri við bloggvini ykkar og biðjið þá um að senda sínum. Margt smátt gerir eitt stórt og ég veit af eigin reynslu hversu gríðarleg hjálp bæði andleg og í verki það er að sjá að fólki stendur ekki á sama. Þið björguðuð mér og það get ég aldrei þakkað nógsamlega. Nú bið ég ykkur að gera það sama fyrir þau.

Ég óska ykkur öllum, bloggvinir góðir og aðrir velunnarar nær og fjær GLEÐILEGRA JÓLA OG GÆFURÍKS NÝS ÁRS og enn og aftur OKKAR INNILEGUSTU ÞAKKIR FYRIR ÞANN STUÐNING SEM ÞIÐ VEITTUÐ OKKUR BÆÐI Í ORÐI OG VERKI.

Love Bylgja

Óðinn Arnberg og Ragna Kristín Ragnarsdóttir eru ung hjón í Grindavík. Þau eiga fimm börn á aldrinum tveggja til sautján ára. Árið 2000 festu þau kaup á húsi í Grindavík sem átti að verða framtíðarheimili þeirra og í því skyni hófu þau gagngerar endurbætur á húsinu og eyddu í það stórfé. En í húsinu leyndist vargur í véum. Nokkru eftir að þau fluttu inn fór að bera á margvíslegum veikindum í fjölskyldunni. Eitt tók við af öðru og veikindasagan virtist engan enda ætla að taka. Í ljós kom að myglusveppur grasseraði í húsinu og urðu þau hjónin á endannum að flýja úr því með börnin fimm. Þau sitja uppi með tjónið því engar tryggingar ná yfir þetta. Húsið er ónýtt, þær milljónir sem fóru í endurbæturnar eru tapaðar sömuleiðis og þau hafa jafnframt tapað megninu af eigum sínum sem þau urðu að skilja eftir í húsinu. Vinir og velunnarar fjölskyldunnar hafa opnað söfnunarreikning til að hjálpa fjölskyldunni að koma undir sig fótunum að nýju. Þá verður haldið styrktarkvöld í Salthúsinu í Grindavík næstkomandi föstudagskvöld þar sem m.a. ýmsir tónlistarmenn stíga á stokk.

Númer söfnunarreikningsins er 1193 – 05 – 001550, kt. 140673 - 5369

Við fjöllum nánar um málið í Víkurfréttum sem koma út á morgun Mynd: Ragna, Óðinn og börnin þeirra fimm flúðu heimili sitt vegna myglusvepps og hafa komið sér fyrir í leiguhúsnæði í Grindavík. Þau eru strax farin að finna mun á heilsufari fjölskyldunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband