29.12.2008 | 10:37
Og ég las og las....!!!
.... og las meira. He he. Hvílíkur lúxus það er að vera búin að koma flestum ungunum úr hreiðrinu og geta sest(lagst) niður, þegar manni dettur í hug, með bók í hönd. Já, ég fékk óskabækurnar í jólagjöf en sökum aldurs og þreytunni sem honum fylgir uhumm, þá bara gat ég ekki lesið neitt af viti fyrr en á þriðja í jólum. Frá hádegi þann dag, hef ég varla gert neitt annað. Fengið samt nokkrar skemmtilegar heimsóknir í millitíðinni sem er nauðsynlegt til að líta nú aðeins upp úr skruddunum. Náði nokkrum blaðsíðum á aðfangadags- og jóladagskvöld. Pínu að kvöldi annars dags jóla en svo kom þriðji, minn tími mun koma, sagði ,,einhver" og sá dagur var minn. Ég flýtti mér að sinna heimilisverkunum, er svo löt að ég nennti ekki að leggjast niður með dýrgripina mína og eiga eftir að þvo þvott og laga til.
Fyrsta bókin sem ég opnaði var ,,Verðir sáttmálans" eftir Tom Egeland og hún var alveg jafn skemmtileg og forvitnileg og ég hafði ímyndað mér hana. Kláraði hana í snatri og reif upp ,,Sólkrossinn" hans Óttars Norðfjörð. Nammi, namm, hún var enn skemmtilegri og fyllti mann kappi. Ég lifi mig svo inn í lesturinn að mig langaði bara að rjúka af stað og kíkja á alla þessa staði sem hann segir frá í bókinni. Var ekki lengi að klára hana og þá tók ,,Sjöundi sonurinn" við, eftir hann Árna. Og það verður að segjast að sjaldan hefur Einar blaðamaður verið skemmtilegri.
En nú var komin mið nótt og tími fyrir svefn. Vaknaði ekki fyrr en kl. 10 í gærmorgun, gleymdi alveg að gá hvað klukkan var þegar ég lagði bókina frá mér með miklum trega. En jafn áfjáð að komast í hana aftur flýtti ég mér í heimilisverkin. Skellti mér í sturtu, göngutúr með hundana og svo.... lesa!!! Kláraði Sjöunda soninn og byrjaði á Ofsa Einars Kárasonar. Gaman að henni en næ samt alveg að leggja hana frá mér. Ívar fékk hana í jólagjöf, er ekta bók fyrir hann sem helst hefði viljað vera uppi á þessum tíma. Nei, djók. Fornmaðurinn minn. Hí hí. Þannig að þetta er búið að vera frábært. Langt síðan ég hef tekið svona rassíu. Liðin sú tíð er maður stútaði 6-8 bókum á dag. Mann er orðinn svo gamall.
Þegar ég er að lesa bækur sem mér finnst ,,alvöru" skemmtilegar, þá fanga þær huga minn algerlega. Hvort sem um er að ræða skáldskap eða fræðibækur, ég les þær af jafn mikilli áfergju og lifi mig jafn mikið inn í þær. Hobbitinn, Hringadróttinssaga, Holy blood, holy grail. Skiptir ekki máli. Fyrir mér er þetta allt veruleiki meðan ég er að lesa. Fyrir mér eru góðar bækur eins og góð mynd, sannarlega þess virði að vera lesnar aftur og aftur og það er næsta víst að Verðirnir og Sólkrossinn munu lenda í ,,afturlesa" hillunni hjá mér þetta árið. Lengi lifi bókin, jibbí.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.