Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ömmustelpan var skírð í dag.!!!

dullur 

Dásamlegur dagur að kveldi kominn, nefnilega dagurinn sem litla sonardóttir mín var borin til skírnar. Athöfnin fór fram í Akranesskirkju og var séra Eðvarð sem skírði. Þetta var allt mjög frjálslegt og yndisleg athöfn. Guðmóðir hennar, Ólöf, hélt litlu dúllu undir skírn og guðfaðir hennar er Brynjar Heimir, föðurbróðir hennar. Svo nú á ég litla ömmustelpu sem heitir, TATATARA....

EMILÍA ÓLÖF ARONSDÓTTIR.

Finnst þetta yndislegt nafn og einhvern veginn svo mikið hún. Síðan var slegið upp veisu í Skrúðgarðinum, yndislegasta kaffihúsi hérna megin Alpafjalla og það var bara æði. Til hamingju með nafnið, elskulegasta stelpan mín og ég hlakka til að fá að passa þig næstu helgi.


Sýniþörf??? Eða hvað var það sem mætti mér í dag???

 pervs

Varð fyrir hálf ankannalegri reynslu í dag er ég var á leið heim frá Akranesi, sem efalaust einhverjir myndu flokka sem perrahátt, sýniþörf eða annað. Svei, mér þá, ég varð hálf klumsa, jafnvel vandræðaleg, veraldarvön kellingin komin hátt á fimmtugsaldur. Ég prísaði mig sæla fyrir að unglingdóttir mín 14 ára hafði farið í bíl með systur sinni í stað þess að fara heim með mér.

En hér kemur ástæðan. Talsvert áður en ég kem að afleggjaranum að Fellsenda sé ég bíl sem lagt er fyrir utan veginn. Ljós sansbrúnan eða einhvern veginn þannig á litinn. Skammt frá stendur maður sem snýr niður að veginum og var bara með allt slátrið úti. Að pissa beint framan í vegfarendur sem leið áttu hjá og var ekkert að sýna neina hæversku með því að annaðhvort míga í skjóli við bílinn eða snúa sér upp að fjallinu. Nei, það mátti sko hver sem er sjá hversu vel hann var búinn þarna niðri. Eina sem hann gerði var að snúa andlitinu þannig að ekki sæist framan í hann. 

Kannski er ég bara svona gamaldags en þetta var eitthvað sem ég hefði alveg viljað sleppa við að sjá. Og þaðan af síður að dóttirin ræki augun í eitthvað svona. Virðingarleysi, kæruleysi, hvað gengur að svona köllum til að geta ekki drullast til að sleppa því að sýnan beyglaðan vininn og sitt hland fyrir saklausum vegfarendum. Pah.

 Kæri, bílstjóri, næst þegar þér verður brátt í brók, vinsamlegast slepptu því að auglýsa það fyrir alþjóð. Snúðu þér frá veginum, farðu á bak við bílinn þinn eða eitthvað. Það eru ekki allir  sem kæra sig um að sjá svona.

Tekið skal fram að ég leit undan um leið og ég áttaði mig á hvað það var sem ég var að horfa á.Blush

 

  










mbl.is Berar sig á msn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugar, djöflar og önnur dásemdarfyrirbæri!!!

Bylgja, Get a life. Eitthvað sem hún dóttir mín sýndi mér á hinni dásamlegu uppsprettu "Túbunni" varð til þess að ég fór að slá inn leitarorðum á borð við: "Ghosts", "Demons", "Stigmata" og einhverju álíka gáfulegu. Og hvílíkt ógrynni af myndefni sem er þarna inni. Og það sem vakti einna helst furðu mína var hverjir voru að setja inn svona efni. Mest áberandi var af því sem á einhvern hátt getur talist trúverðugt kom nefnilega frá kristilegum síðum eins og "saintbirgitte.com" og "thebibleword.com". Verandi sannur hjátrúafullur Íslendingur þá verð ég að viðurkenna að ansi margt þarna inni fékk mann til að vilja skoða meira og meira. Hverjir sáu t.a.m. myndina um Emily Rose. Þarna inni eru ljósmyndir og hljóðupptökur af persónunni sem Emily var byggð á og heitir Anneliese Michell eða eitthvað álíka. Óhuggulegar myndir. Einnig ljósmyndir af Theresu Neumann, sem flestir ættu að kannast við. Þarna inni eru líka myndbönd sem allavega fyrir mér voru ansi trúverðug og báru greinilega merki um hræðslu og fát þeirra sem urðu fyrir þeirri reynslu að ná afturgöngum á myndband.

Og til að klykkja endanlega út með hversu biluð ég er að þá viðurkenni ég hér og nú að ÉG HEF SÉÐ GEIMSKIP. Verst að vitnið mitt, sá sem sá þetta með mér nálægt Dalvík, að ég held árið 1978 er nú látinn og ég  hef oft bölvað sjálfri mér yfir að hafa ekki fengið hann til að staðfesta frásögn mína. Fyrir því lágu vissar ástæður sem óþarfi er að nefna hér, alla vega tók  ég ákvörðun um að tala aldrei við viðkomandi framar og stóð við það. Blessuð sé minning hans. Hef sagt ættingjum frá þessu en held að þeir trúi mér ekki alveg, skyldi engan undra. En GEIMSKIP sá ég og hana nú, jafn greinilega og tölvuskjáinn fyrir framan mig þessa stundina. Geriði bara grín að mér he he. Auglýsi samt hér með eftir einhverjum sem sá þetta sama fagra helgarnótt  fyrir norðan við dunandi dansmúsík frá balli á Dalvík.

Set hér með að gamni 3 myndbönd sem náðu að fanga athygli mína á "Túbunni"

http://www.youtube.com/watch?v=DR24ryIiHpw&feature=related

http://youtube.com/watch?v=zUtAmIakL0Q

http://www.youtube.com/watch?v=R0c2Z4H3C1Q

Góða skemmtun.Devil

 


Týpískur íslenskur hálfvitaháttur....

...að æða þarna uppeftir til að forvitnast. Hafa kannski haft börn sín með. Að verða þannig til þess að aflífa þurfti dýrið sem vafalaust hefur fundist sér ógnað að sjá allan þennan mannfjölda. Og löggan bara að leyfa þeim að skreppa í útsýnistúr eins og þetta væri Bambi. Á ekki til orð.
mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegur fyrirsláttur!!!

Ja há, ekki til deyfilyf og það sem meira er ekki til deyfibyssa í Skagafirði. Á hvaða tíma er þetta lið uppi eiginlega. Ísland er ekki einangrað land eins og þau virðast halda. Hefði verið lítið mál að redda þessu, þurfti bara smá vilja. Hvítabirnir "geta" verið stórhættulegir en mannskepnan, grimmasta skepna veraldar og drepur menn og dýr eftir behag. Enginn veit hversu lengi björninn hefur verið á landinu án þess að vinna nokkrum manni mein og gert ekki mikið mesta lagi drepið sér til matar einstaka dýr. Iff, piff, Þórunn fær stóran mínus í kladdann hjá mér, enn einu enn. Hélt hún væri öðruvísi.
mbl.is Deyfilyf ekki til í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Vildum ekki missa hann...."

.....inn í þokuna. Hvers lags andsk. djö.. afsökun er þetta. Hafið skömm fyrir. Afdala hugsunarháttur. Dæmigerð íslensk afgreiðsla, skjóta skjóta. aaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrgggggggghhhh hvað ég er reið.
mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til Þórunnar!!!!

Þú bara mátt ekki leyfa lögreglunni að skjóta dýrið. Hlýtur að vera hægt að finna sérfróða aðila erlendis til að ráðleggja með björgun á birninum. Reynum nú einu sinni að sýna lífi skepna virðingu. Ekki hefur hann unnið neitt til saka. Hvað með það þó að kosti eitthvað, verðum líka að hugsa um mögulegar afleiðingar þess ef hann er drepinn með köldu blóði. Hvað segja dýraverndunarsamtök þá. Þyrmum lífi hans ef þess er einhver kostur.


mbl.is Lögregla á slóðum ísbjarnarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Detti nú af mér dauðar lýs!!!

 bjorn

Ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég sá þessa frétt. Fer þessa leið alltaf til Siglufjarðar núorðið og gat ekki annað en ímyndað mér hvernig upplitið hefði orðið á mér og mínum ef við hefðum mætt ísbirni. Minn hefði örugglega keyrt út í kant og lagt sig, haldið að hann væri farinn að sjá ofsjónir.

Ætla bara að vona að fyrsta hugsun yfirvalda verði ekki byssan og að aflífa greyið. Vona að þau taki tillit til dýraverndunarsjónarmiða og reyni fyrst að leita annarra leiða. Hafið nú ameríska háttinn á og reynið fyrst að koma honum á haf út eða fórna einhverjum pening og tíma í að koma honum heim. Verðum að hætta þessum fornaldarhugsunarhætti að skjóta blessuð dýrin fyrst og hugsa svo. Sama hvort það eru ísbirnir eða gæludýrin okkar.


mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig skyldi móðurinni líða???

angel 

 Sé fyrir mér örvæntingarfulla unglingsstúlku eiga þetta óvelkomna barn einhvers staðar í felum og finnast hún ekki eiga neinn að leita til. Að henni finnist hún nauðbeygð að grípa til svona örþrifaráða. Hvar liggur ábyrgðin.

E.t.v. er þetta barn einhvers dópista sem er orðinn svo rugluð og veruleikafirrt að barn er eitthvað sem engu máli skiptir, bara hindrun í veginum sem best er að losa sig við. Aumingja barnið og öll þau börn sem fæðast óvelkomin í þennan nöturlega heim.

Hvernig getur þungun farið framhjá ættingjum, vinum og öðrum sem í kringum móðurina eru, skil það bara ekki en það hefur víst gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Jafnvel að þungunin fari framhjá sjálfri konunni þá sjaldgæfara sé. Megi guð varðveita minningu þessa barns og fyrirgefa móðurinni ódæðið.


mbl.is Lík af nýfæddu barni fannst í Horsens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsafréttir af Myglumel 7

husid

Í gær kláraði Eyjó, tengdasonur minn að leggja hitalagnirnar í grunn nýja hússins og naut við það dyggrar aðstoðar Sigrúnar minnar sem strappaði og strappaði. Við Sæunn komum svo í humátt á eftir með klippur og klipptum alla enda í burtu, svo nú er bara að setja þrýsting á kerfið(loft) og panta steypuna. Jibbí, platan er að verða klár. Húsið er loks laust úr tollinum og ég reikna með að Ívar sæki gámana nú í vikunni. Ég ætla aftur á móti að fara og panta klæðninguna utan á húsið og byrja að bera á hana svo eitthvað af henni verði nú tilbúið til ásetningar þegar húsið rís. Gátum fengið hús með utanhússklæðningunni á en okkur fannst við verða að hafa eins klæðningu og er á bílskúrnum. Er vön einungis 3 eða 4 ár síðan við höfðum klætt gamla húsið og þar málaði ég stærstan part af klæðningunni. Vil ekki að hún fari upp nema grunnuð og máluð í tvígang, bæði að innan- og utanverðu. Svo málverkur verður það einhverja næstu daga takk fyrir. Heyrumst kæru bloggvinir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 145520

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband