24.11.2008 | 17:27
Bylgjumolar!!!
Ég var svo lánsöm að alast upp í stórum systkinahóp, við vorum 6 systkinin þá en yngsti bróðir minn fæddist ekki fyrr en ég var sjálf búin að stofna fjölskyldu. Sem tvíburi og elst af okkur þekki ég ekki annað en að eiga systkin og þar sem mamma og pabbi voru ekkert að drolla við hlutina, þá eru einungis rúm 9 ár og milli mín og þess yngsta af þessum hópi. Undri dyggri leiðsögn og verndarhendi frá pabba og mömmu, sem ég er ævinlega þakklát fyrir, uxum við úr grasi í sátt og samlyndi. Það var ekki oft sem við rifumst systkinin, alla vega man ég ekki eftir mörgum skiptum.
Hjalti var prakkarinn í hópnum og sem hafði gríðarlegan áhuga á öllu sem átti hug hans þá stundina. Hjólin okkar voru t.d. skrúfuð í sundur til skoðunar, hann keypti sér skellinöðru og var nokkur ár í skíðastökki ásamt Hafþóri bróður. Hjalti elskaði mat og þá meina ég ELSKAÐI, ég man ekki eftir honum öðruvísi, mikið sem honum fannst gott að borða. Ein jólin komst hann t.d. í jólasteikina sem beið tilbúin til framreiðslu inni í eldhúsi eftir að útvarpsklukkan hringdi inn jólin og annað skipti sem ég man vel eftir var fermingarveisla þar sem hann borðaði þar til hann kastaði upp. Og svo borðaði hann bara meira he he. Hann var svo matsár og sífellt hræddur um að vera étinn út á gaddinn. Við vorum saman í sveitinni hjá Dóru frænku eitt sumar, ég hef verið 14 ára að verða 15 og hann 12-13 ára. Hann vann eins og hestur og hafði gaman af, gat aldrei verið aðgerðarlaus. Upp á 10 ára afmælið sitt hélt hann úti á sjó og togaranum Stálvík og var meira og minna viðloðandi sjóinn árin sín á Sigló. Enn í dag hefur hann mikinn áhuga á bátum og þá gömlum bátum og hefur hann aflað sér mikillar þekkingar á því sviði. Hugur hans stendur til að reyna að varðveita vinnubrögðin og verkfærin sem notuð voru til bátasmíða hér á landi á árum áður. Hann lærði eldsmíði og smíðaði sér verkfæri upp á gamla mátann og hefur endurbyggt og byggt upp þó nokkra báta með gamla laginu. Handverk hans má m.a. sjá á Reykhólum í ,,Vinfasti" sem er þar á safni og sýndur var á Húsavík í sumar. Held að þeir félagar sem að þessu standa hafi jafnvel handsaumað seglin á bátnum og á Húsavík sl. sumar sigldu þeir með farþega og höfðu mikið gaman að. Félag hefur nú verið stofnað um bátinn og bátasmíði og margt spennandi sem er framundan í þeim efnum hjá þeim félögum. Eitthvað virðast þeir fornaldar kallarnir vera inni í nútímanum því að þeir eru KOMNIR MEÐ HEIMASÍÐU.......
batasmidi.is
..... þar má finna myndir og fleira sem að áhugamálinu snýr.
Eins og ég á vanda til þegar ég sest við bloggið mitt þá hef ég leyft huganum að reika og er komin langt frá því sem ég ætlaði að skrifa um í upphafi. Áform mitt var krepputal og hvernig ég lít á hlutina en enda á að mæra bróður inn, he he. En það er bara allt í lagi því nú langar mig að skrifa um þau öll og mun örugglega gera það á næstunni og kannski verður smá krepputal sem fylgir.
LOVE
Jee, þetta er farið að hljóma eins og minningargrein. Ég sem ætlaði að tala um uppeldi.
En þetta er gaman og e.t.v. koma líka smá sögur af systkinum mínum síðar.Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2008 | 18:22
Hótel Glymur fær (matar)ástarkveðjur frá mér!!!
Já, bloggvinir kærir. Í gær var stóri dagurinn, við systkinin, ja öll nema eitt sem býr í Norge, fórum á okkar árlega stefnumót við Hótel Glym í gær. Sum voru m.a.s. svo grand á því að þau gistu þar einnig um nóttina. Maturinn þarna var eins og ávallt algert lostæti og þótt ég vildi þá gæti ég ekki talið upp allt það sem boðið var upp á. Þarna mátti finna reykta tígrisrækju, heitreykta önd, svartfugl, hreindýrasteik, hreindýrabollur, saltfiskbollur, hangikjöts carpaccio og fleira og fleira. Að sjálfsögðu gastu einnig valið klassískari jólamat eins og hangikjöt með uppstúf, svínasteik og fleira en það er ekki tilgangurinn hjá mér í þessum ferðum, heldur að borða alls kyns góðgæti sem maður sér annars aldrei. Súpan var æði, forréttirnir á annan tuginn, aðalréttir úff púff og svo eftiriréttaborðið: ris a la mande, truffle og alls kyns kökur. Elskulegi útfararstjórinn var sem betur fer mættur og lék við hvern sinn fingur. Hann stjórnar herlegheitunum eins og hann hafi aldrei gert neitt annað og það er sko ekki verið að láta mann bíða heillengi á milli rétta. Ó, nei ekkert hangs. Enda kvaddi ég þetta yndislega fólk með orðunum; ,,sjáumst að ári". Pottþétt. Ég var komin heim um kl. 22.30 svo södd og sæl að ég gat varla gengið, verð ekki svöng næstu daga, he he.
Sigrún mín og Kolbrún Kara komu í gærkvöld og eyddu deginum í dag með okkur. Hún Sigrún mín er ótrúleg, er í líffræði í háskólanum, skúrar í Rimaskóla, vinnur í ísbúðinni og þrífur ísvélar nokkur kvöld í viku ásamt því að sinna Kolbrúnu Köru svo vel að leitun er að barni í eins góðu jafnvægi og hún er. Veit að það sem mamma hennar segir stendur hvort sem það er já eða nei.
Eiður bróðir kom frá Sigló og Snævar bróðir og konan hans alla leið frá Norðfirði til að vera með okkur og borða góðan mat. Eiður gistir hér hjá mér og það verða bara notalegheit í kvöld. Jibbí. LETIKVÖLD.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2008 | 19:01
Aðeins byrjuð að nudda mér utan í ....
yfirvöld bæði innan sveitar og utan. Ætla ekki að leyfa þeim að leyfa þeim að stinga myglusveppi og þeim vanda sem honum getur fylgt undir stól eins og svo oft vill verða með mál sem stjórnvöldum finnst óþægilegt eða leiðinlegt að taka á. Finnst oft á tíðum að ég sé að berjast við vindmyllur og jafnvel viðskiptaráðherra sem lofaði öllu fögru, frá honum hefur ekkert heyrst, alþingismaður einn á hér á Vesturlandi sýndi líka áhuga og lét jafnvel aðstoðarmann sinn hafa samband. Síðan eru liðnir mánuðir og ekkert.
Geri mér fulla grein fyrir að nú liggur mikið við og alþingismenn, sveitarstjórnir og aðrir ráðamenn eyða, vonandi öllum sínum, tíma í að reyna að koma okkur út úr þeim vanda sem öll .jóðin á nú við að etja.
Fólk er alla vega hætt að gera grín að gama Súbba, sem ég á algerlega skuldlaust, he he. Svo að ef ég væri ekki að borga af tveim húsum og tæpar 90.000 krónur í húsaleigu á mán., já þá væri ég bara í ágætis málum, BWAHAHA. Mikið væri nú gott að eiga tímavél og geta skroppið aftur í tímann en svoleiðis virkar bara ekki svo um að gera að spila sem mest úr þeim sem maður hefur. Neita að hugsa um hvort ég næ að halda húsinu þangað til ég veit einhverjar fastar tölur sem hægt er að vinna með í fjárhagsáætlun. Er að sjálfsögðu búið að taka mun lengri tíma en ég af kunnáttuleysi mínu hélt. Bið eftir fjármagni og annað. Ég ætti ekkert hús ef ekki væri fyrir velvilja hins góða fólks sem heldur um stjórnartaumana hjá Sparisjóði Siglufjarðar sem vita að við munum gera okkar besta.
Þetta ár hefur verið erfitt og hér í sveit höfum við ekki enn fengið stöðu sveitarómaga, þarf kannsi að fara og standa í biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd og láta taka mynd og senda blessuðum oddvitanum til að hann átti sig á að tekjur eru ansi lítið marktækur mælikvarði en samkvæmt bréfi frá þeim sem birtist hér orðrétt höfum við víst of miklar tekjur til að falla undir reglur þeirra um aðstoð.
AFGREIÐSLA:
Samkvæmt framlögðum gögnum eru tekjur of háar til að styrkur til fjárhagsaðstoðar rúmast innan reglna Hvalfjarðarsveitar.
Jebb, svona er bréfið orðrétt, ekki verið að eyða bleki í einhverjar málalengingar þar. Enginn rökstuðningur eins og lögbundið er. Ekkert. Reyndi að skýra út fyrir þeim hver greiðslubyrðin væri af 20.000.000 yfirdrætti, afborgun af gamla húsinu og leigan og svo fyrir utan aðra framfærslu.og gamlar skattaskýrslur væru nú ekki mjög marktækar þegar upp koma svona aðstæður. Vona svo heitt og innilega að enginn hér í sveit lendi í því að heimili hans eyðileggist, hvort sem er vegna myglusvepps eða eldsvoða. Þá verður mannmargt hjá Oddvitanum því við flytjum bara til hans eða að hann býður okkur bara í mat um jólin, he he. Og ansv..... sveitarstjórab...... um áramótin. Nei, annars Sæunn verður ekki heima þá svo hún má fyrir mér éta það sem úti frýs.
IV. kafli. Almenn ákvæði um rétt til félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga.
12. gr. Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum.
Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.
XII. kafli. Húsnæðismál.
[45. gr.]1) Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.
1)L. 34/1997, 9. gr.
[46. gr.]1) Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.
Sendi þeim þetta því ekki eiga þeir neitt húsnæði fyrir fjölskyldur sem lenda í bráðum og óvæntum vanda sem ég skyldi ætla að falli undir "aðar félagslegar aðstæður" í það minnsta og ber þvi, samkvæmt mínu mati, að leita annarra úrræða eins og........t.d. taka húsnæði á leigu fyrir fjölskyldur í vanda. Al la vega telst okkar vandi ekki vera "bráður vandi". Kannski er hann Vandráður.
En bara smá útrás, hafið það ávallt gott, bloggvinir góðir.
Love Bylgja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2008 | 15:33
Komin heim frá Sigló!!!
Stóra prinsessan mín, Kolbrún Kara, fékk þessa kórónu á leikskólanum sínum og harðneitaði að taka hana af svo ...... Gisti hjá mér eina nótt, yndislegt og svo kom mamma hennar daginn eftir og gisti líka.
Jæja þá er mann kominn heim aftur, þ.e. kom heim á laugardaginn. Var uppgefin í gær, skrapp í afmæli en fyrir utan það þá bara lá ég í leti. Aron, Særún og Emma litla kíktu í heimsókn seinnipartinn og kvöldinu var síðan eytt í að horfa á Narníu 2. Elska svona myndir já og bækur. Las "brísingr" fram undir morgun og kláraði hana svo í dag. Er alveg frábær. Skemmtilegast bókin af þeim þremur sem komnar eru út um Eragon og Saphiru. Hvað ætli verði löng bið eftir fjórðu og síðustu bókinni. Pah. Finnst svo erfitt að bíða. Vil helst kaupa heilar seríur í einu og lesa hverja á eftir annarri. Sá að búið er að þýða eina góða yfir á íslensku, fann hana á netinu fyrir löngu síðan og pantaði hana. Hún heitir "Tunnels" eða GÖNGIN á íslensku. Skemmtileg auðlesanleg bók um neðanjarðarveröld. Hvenær ætli þeir þýði UNLONDON, hún er frábær. Nenni bara aldrei að update-a bókalistann minn, svo þó að það líti út fyrir að ég hafi ekki lesið staf í einhverja mánuði þá bara verður að hafa það. En nóg um myndir og bækur.
Framundan er árleg (fyrir utan í fyrra) ferð okkar systkinanna og maka á jólahlaðborð Hótel Glyms hér í Hvalfirði. Umm jamm alger upplifun og reynt að passa að borða sem minnst af þessum klassíska jólamat, fyrir utan jólagrautinn he he. Maturinn og þjónustan sem við höfum fengið í gegnum árin er hreint út sagt frábær. Alltaf sami þjónninn sem dekstrar við mann á allan hátt og allt svo kósý og notalegt. Bækur út um allt he he.
Nú er mín m.a.s. farin að prjóna aftur eftir margra ára hlé. Byrjaði að sjálfsögðu á sjálfri mér og er að prjóna mér peysu úr ull og mohair. Er stopp í augnablikinu samt þar sem Brúnó át fínu rósaviðar ermaprjónana mína og nýir ekki enn komnir í hús. Man aldrei eftir þeim þegar ég fer á skagann, gamla gleymin.
Fyrir einhverjum vikum síðan bað ég Binna minn að búa til Facebook handa mér en gleymdi því svo aftur, lykilorðinu og öllu saman. Opnaði það í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum þegar ég fór að fá requests á netinu og ætla að reyna að vera eitthvað virk þar inni, svona þegar ég er búin að læra eitthvað á það og sjá hvað hægt er að gera. Mann verður að tolla í Nú-inu sko.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2008 | 12:25
Húsamyndir handa mömmu
Setti inn nokkrar myndir af þvi hvernig húsið lítur út núna þegar það er orðið fokhelt. Mátti líka til með að skella inn með nýjum myndum af Emilíu krúsídúllu sem teknar voru á dögunum.
Love
Sigló, hér kem ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 20:08
Ég og myndavélar bwahaha!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2008 | 18:11
STIRÐIR bloggfingur liðkaðir upp, kominn tími til...
Heil og sæl bloggvinir allir nær og fjær, er ekki kominn tími á smá skoðanatjáningar, þótt fyrr hefði verið jafnvel. Ég get bara ekki lengur samvisku minnar vegna hummað þetta fram af mér lengur. Pí hí. Elska að skrifa. Ekki ein af þessum svokölluðu skúffuskáldum en luma nú samt á smá hér og þar, bara svona fyrir mig. Þannig að ég má bara til með að þakka ykkur, þið sem hvöttuð mig til að halda áfram að blogga, er bara svo gaman.
Þetta blogg verður samt ekki um neitt sérstakt, bara að láta vita af mér og að ég er að verða ég sjálf aftur með hjálp góðra manna. Skellti mer ALEIN (ekki einu sinni hundarnir fengu að koma með) til Siglufjarðar sl. föstudag og dvaldi í góðu yfirlæti hjá Eið bróður, æi, hann er svo æðislegur, dekstraði við mig á allan máta. Eyddi stórum hluta tímans annars í dekri hjá mömmu líka, he he. Bað við kertaljós og þess háttar. Sturtan þar namm namm. Sneri ekki í Hvalfjörðinn aftur fyrr en á mánudeginum og batteríin hlóðust í botn.
Húsið er orðið fokhelt fyrir svolitlu síðan og við FENGUN LÁN hjá Íbúðalánasjóði. Jibbí og á morgun er á dagskrá að fara niðrá Mel og taka nokkrar myndir til að geta sýnt mömmu hvernig slotið lítur út að utan. Skelli þeim hér inn í leiðinni. Nú erum við að bíða eftir tilboði í að klára að innan og að gólfið verði flotað. Held að mér sýnist önnur jól hér á Heimsenda, það verður þá bara að vera svo. Sætta sig við það sem maður fær ekki breytt, er það ekki málið. Þetta kemur allt með kalda vatninu, ég er bara hætt að bíða eftir nýja húsinu og svekkja mig á hversu langan tíma þetta tekur allt saman, að mér finnst. Veit ég flyt einhvern tímann og það dugir. Hundunum líður líka svo vel hér á Fellsenda, orðnir algjörir sveitahundar. En læt þetta duga í bili sem fyrstu bloggfærslu síðan sautján hundruð og súrkál.
LOVE Bylgja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.7.2008 | 13:42
Datt niður í djúpan pytt, enn einu sinni....
... en er smám saman að skríða upp úr honum aftur. Mér var fleygt út í af þvílíku afli að ég hélt að ég myndi ekki hafa það af, allavega þá stundina leið mér eins og mig langaði ekki til að lifa það af. En það er eigingirni, finnst mér, og ekkert annað svo ekki annað að gera en setja í lága drifið og druslast upp úr. Hjartað mitt brotnaði einu sinni enn, og enn einu sinni þurfti ég að ná í súper glúið og líma það saman á ný. Þegar eitthvað svona gerist þá verð ég að vera ein, ekkispyrja mig af hverju. Þannig að ég tók sængina mína og koddann og svo brúnó mnn og við keyrðum um og fundum okkur góðan nætursta og sváfum í Súbbanum, svona meðan ég var að ná áttum. Þeir sem þurfa, vita hvað gerðist og virðingarleysi við viðkomandi aðila að fara eitthvað að tala um það hér. En þetta er semsagt ástæðan fyrir bloggleysi undanfarinna daga.
En annars gengur rífandi vel með húsið, þakskífurnar næstum klárar og einnig lekturnar fyrir utanhúsklæðingu. Hér er því oft ansi fjölmennt í litla sæta eldhúsinu á Fellsenda og hér glymur pólska, enska og íslenska í bland. Þeir eru yfirmáta ánægðir með matinn og grínast með það að aðaltilhlökkunatefni dagsins sé að koma á Fellsenda í hádeginu og borða. Hí hí, ég verð að standa undir nafni. Svo hef ég fært þeim kaffibrauð og eitthvað kalt að drekka í kaffitímanum.
Annars fer líka mikill tími hjá mér í að dekstra við kallinn, held við höfum ekki verið svona mikið og oft saman síðan við kynntumst sem er bara æði. Þvílík vítamínsprauta fyrir sambandið. Nú er hann kominn í göngugifs og á aðeins betra með að staulast um. Svo höfum við verið svo mikið bara tvö heima og höfum sko nýtt okkur það vel. Hí Hí.
Tókum einn af okkar frægu bíltúrin, skoðuðum Hvanneyri, fórum yfir gömlu Borgarfjarðarbrúna, ég keyrði að sjálfsögðu. Beygðum svo eins og við værum að fara til Búðardal, yfir Heydalina, fundum þar fjallaslóða inn í lítið sætt dalverpi og lögðum okkur þar með teppi og næs. Því næst var keyrt sem leið lá í Stykkishólm og þar bauð þessi elska mér í mat á "Fimm fiskum". Hvílkt nammi nammi hef ég sjaldan smakkað. Fengum okkur fiskisúpu í forrétt og humar framreiddan á teini í aðalrétt. OMG, borðaði svo mikið. Meira en minn 100 kílóa maður, he he, kláraði mun meir af súpunni og át svo restina af humrinum hans þegar hann var sprunginn. Tí hí. Hann sagðist ætla að fara með mig út bakdyramegin. En krakkarnir sem voru að vinna þarna voru líka alveg yndisleg, kammó og skemmtileg og þjónustan snör og flott. Skora á alla sem kunna að meta fiskmeta að fara þarna, er heldur alls ekki dýrt.
En heimkoman endaði í algerri vitleysu, einn af þessum atburðum þar sem eitt lítið korn fyllti mælinn og kornið það var dýrt í þetta skiptið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.7.2008 | 21:34
Þakið fór langt í dag!!!
Í dag mætti Rabbi babe með einn mann með sér og Hjalti með gengið sitt, pabba, Aron og Brynju. Hemmi var í fríi. Og afraksturinn þakið lokað, pappinn kominn á og lektur á stóran part. Klárast á morgun ef ég þekki mína menn rétt. Þeir eru ótrúlegir. Nú bara verð ég að galdra aura fyrir myndavél, þetta er ekki hægt.
Binni, Hjalti Kr. og Þórdís eru hér hjá mér, eru í heita pottinum að hafa það næs. Á morgun verða grilluð tvö lambalæri og kannski pínu bjór með. Ætla að vera með Emilíu Ólöfu svo að Aron og Særún geti kíkt á írska daga.
Mín er sko kominn í takt við umheiminn. Binni bjó til handa mér bæði Facebook og MSN. Svo endilega adda mér á MSN, please er kominn með 6 manns. Hí hí. Er bara: bylgjahaf@gmail.com. Semsagt nýja netfangið mitt, nenni ekki þessu simnet dóti lengur, ekkert pláss þar. 50 MB duga skammt.
LOVE BYLGJA
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2008 | 09:23
Hvenær flyt ég-Getraun mánaðarins!!!
He he, hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í gær af húsbyggingunni. Svei mér þá húsið fýkur uppi, þessir drengir eru með rakettu í rahóinu, svei mér þá bara. Hjalti, pabbi, Hemmi, Brynja og Aron minn eru eins og vélmenni svo hratt gengur þetta. Tilkynnti Hjalta í gær að ég ætlaði að flytja inn um helgina. Ne þetta er yndislegt eins og sjá má af meðfylgjandi myndum, held það verði slatti af liði í mat í hádeginu svo eins gott að fara að undirbúa eitthvað gott. Engginn Hótel Hellisands matseðill hér, bara gammeldags kjarngóður heimilismatur. Held að Rabbi sé líka í dag með 1-2 Pólvera með sér svo steiktur fiskur verður það heillin. Elska mína ótæmandi frystik istu já og þann sem sér um að fylla á hana, he he.
Veðrið er meira en dásamlegt, ætla sko að setjast út og þykjast vera að raða pappírum í bókhaldið. Mappan bíður og slatti af pappír svo hvað gæti verið betra en að steikja sig aðeins í leiðinni.
Já sko og meira af getrauninni, sá sem verður næst réttum tíma fær að vera grillmeistari í reisugillinu, he he. og fær kannski 1 bjór að launum líka. Nei, grín. Hvenær haldiði að ég flytji. Vil annars fara að komast í að mála utanhússklæðinguna, er fín í því þó ég viti varla hvað snýr fram og aftur á hömrum og öðru verkfærum. SÍLSAÞJAPPAN SKO!!. Þegar maður á svona marga handlagna bræður að ég tali nú ekki um snillinginn hann föður minn, ja þá til hvers að vera að læra eitthvað þess háttar. Er líka ein af þeim sem á erfitt með skrúfganga, veit aldrei í hvaða átt á að skrúfa, he he, algjör ljóska. HENTU Í MIG HAMRINUM, NEI PENSLINUM!!.
LOVE YOU ALL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar