Og ég las og las....!!!

.... og las meira. He he. Hvílíkur lúxus það er að vera búin að koma flestum ungunum úr hreiðrinu og geta sest(lagst) niður, þegar manni dettur í hug, með bók í hönd. Já, ég fékk óskabækurnar í jólagjöf en sökum aldurs og þreytunni sem honum fylgir uhumm, þá bara gat ég ekki lesið neitt af viti fyrr en á þriðja í jólum. Frá hádegi þann dag, hef ég varla gert neitt annað. Fengið samt nokkrar skemmtilegar heimsóknir í millitíðinni sem er nauðsynlegt til að líta nú aðeins upp úr skruddunum. Náði nokkrum blaðsíðum á aðfangadags- og jóladagskvöld. Pínu að kvöldi annars dags jóla en svo kom þriðji, minn tími mun koma, sagði ,,einhver" og sá  dagur var minn. Ég flýtti mér að sinna heimilisverkunum, er svo löt að ég nennti ekki að leggjast niður með dýrgripina mína og eiga eftir að þvo þvott og laga til.

Fyrsta bókin sem ég opnaði var ,,Verðir sáttmálans" eftir Tom Egeland og hún var alveg jafn skemmtileg og forvitnileg og ég hafði ímyndað mér hana. Kláraði hana í snatri og reif upp ,,Sólkrossinn" hans Óttars Norðfjörð. Nammi, namm, hún var enn skemmtilegri og fyllti mann kappi. Ég lifi mig svo inn í lesturinn að mig langaði bara að rjúka af stað og kíkja á alla þessa staði sem hann segir frá í bókinni. Var ekki lengi að klára hana og þá tók ,,Sjöundi sonurinn" við, eftir hann Árna. Og það verður að segjast að sjaldan hefur Einar blaðamaður verið skemmtilegri.

En nú var komin mið nótt og tími fyrir svefn. Vaknaði ekki fyrr en kl. 10 í gærmorgun, gleymdi alveg að gá hvað klukkan var þegar ég lagði bókina frá mér með miklum trega. En jafn áfjáð að komast í hana aftur flýtti ég mér í heimilisverkin. Skellti mér í sturtu, göngutúr með hundana og svo.... lesa!!! Kláraði Sjöunda soninn og byrjaði á Ofsa Einars Kárasonar. Gaman að henni en næ samt alveg að leggja hana frá mér. Ívar fékk hana í jólagjöf, er ekta bók fyrir hann sem helst hefði viljað vera uppi á þessum tíma. Nei, djók. Fornmaðurinn minn. Hí hí. Þannig að þetta er búið að vera frábært. Langt síðan ég hef tekið svona rassíu. Liðin sú tíð er maður stútaði 6-8 bókum á dag. Wink Mann er orðinn svo gamall.

Þegar ég er að lesa bækur sem mér finnst ,,alvöru" skemmtilegar, þá fanga þær huga minn algerlega. Hvort sem um er að ræða skáldskap eða fræðibækur, ég les þær af jafn mikilli áfergju og lifi mig jafn mikið inn í þær. Hobbitinn, Hringadróttinssaga, Holy blood, holy grail. Skiptir ekki máli. Fyrir mér er þetta allt veruleiki meðan ég er að lesa. Fyrir mér eru góðar bækur eins og góð mynd, sannarlega þess virði að vera lesnar aftur og aftur og það er næsta víst að Verðirnir og Sólkrossinn munu lenda í ,,afturlesa" hillunni hjá mér þetta árið. Lengi lifi bókin, jibbí.


Tímabært að mínu mati!!!

Síðastliðin ár hef ég haft mikinn áhuga á Maríu Magdalenu og fagnað hinni verðskulduðu athygli sem hún er loks að fá. Ég hef lesið þó nokkuð af bókum um hana eða þar sem fjallað er um hana á einhvern hátt. M.a. er ein bók sem höfundurinn, sem er prófessor, sá sig tilneydda til að gefa út sem skáldsögu, af ótta við KIRKJUNA en er samt byggð á 18 ára rannsóknarvinnu hennar og fjölda annarra. Séra Þórhallur Heimisson gaf nýverið út bók um þessa mest umdeildu persónu í lífi Jesú fyrr og síðar og hlakka ég mikið til að lesa hana. Holy Blood, Holy Grail er líka mjög áhugaverð bók og margt sem gaman væri að skoða nánar sem fram kemur í þeirri bók. Bókin Secrets of Mary Magdalena var einnig frábær lesning og skora ég á þá sem áhuga hafa á sögu þessarar merku konu að athuga með hana í Eymundsson. Höfundar hennar, Dan Burstein og Arne de Keijzer velta upp mörgum af þeim spurningum sem vaknað hafa síðastliðin ár varðandi Maríu og hennar raunverulegu tengsl við Jesú. Kirkjan gerði hana að hóru því það hentaði ekki karlrembuhætti þessa tíma að auvirðileg kona hafui gegnt svona mikilvægu hlutverki í lífi þessa manns sem þeir ákváðu að gera ódauðlegan. Þeir skoða það m.a. hvort María hafi sjálf skrifað "Guðspjall" og verið sú sem Jesú vildi að tæki við af sér. Allir þekkja nú orðið Dauðahafsskjölin og það sem sagt er þar um að Jesú hafi metið hana mest lærisveina sinna og oft kysst hana á ......

Það að María hafi flúið til Frakklands og verið barnshafandi kemur ekki bara fram í Da Vinci Code, heldur mörgum öðrum bókum er sú fullyrðing sem mig langar mikið mikið til að skoða  nánar ásamt mörgu fleiru og kannski eyði ég elli árunum í það. W00t

 En bókina hans Þórhalls verð ég að eignast og gef hana bara sjálfri mér, af því ég er svo æðisleg, Joyful, ef hún ratar ekki undir jólatréð í ár.


mbl.is María Magdalena veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

7 manna fjölskylda í Grindavík missti allt vegna myglusvepps!!!!

 Ég bara gat ekki látið það vera að birta neðangreint hér á blogginu mínu. Ég er svo reið og finn svo til með fjölskyldunni. Ég hef verið í sambandi við Rögnu sem er svo hógvær að hún var ekkert að segja mér frá því að frétt um þeirra mál hefði birst í fjölmiðlum. Rakst á það fyrir slysni í gær og er það ástæðan fyrir að  ég hef ekki tjáð mig um þetta mál fyrr en nú.´

Séra Þórhallur Heimisson talaði um  í annað hvort Fréttablaðinu eða Mogganum um þá meinstóru göt sem væru í velferðarkerfinu hér á Íslandi. Þetta mál er dæmigert fyrir það og ég veit ekki hvað það þurfa margir að lenda í því að missa allt sitt, missa heilsuna og sálarróna vegna myglusvepps þar til stjórnvöld og aðrir fari að opna augun. Ég trúi því ekki að dauðsfall eða dauðsföll þurfi til til að eitthvað verði tekið til bragðs og einhverjar lausnir verði settar fram okkur til handa. Stjórnvöld komast upp með að gera ekki neitt ef enginn segir neitt þrátt fyrir að hafa lögbunda skyldu til að veita hjálp. Hvers eiga blessuð börnin að gjalda, alltaf veik, eiga hvergi heima, að dótið þeirra farið, skóladótið og allt. Hvar er barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna, jafnræðisreglan, lögin um félaglega aðstoð og úrræði. Hvernig geta þau ekki átt við hér. Hef reynt án árangurs að fá skilgreiningu félagsmálaráðuneytisins og félagsmálanefndar sveitarinnar á frasanum "sérstakar félagslegar aðstæður". Hver er skilgreiningin, hverjar eru þessar aðstæður sem þeir kalla svo. Af hverju heyrir svona mál ekki undir þarna.

Nú hef ég reynt 3 undanfarna mánudaga að komast í viðtal hjá Jóhönnu Sigurðardóttur en án árangurs. Sá háttur er hafður á að þú getur hringt á mánudagsmorgni og hún á þá að veita þeim sem náðu í gegn viðtal á miðvikudeginum á eftir. En þessar 3 vikur hefur hún ekki verið til tals en ég ætla að halda áfram þar til ég kemst að og ætlum við að fara saman, ég og Ragna.

En elsku lesið fréttina, takið niður reikningsnúmerið og ef þið eigið eitthvað aflögu á þessum síðustu og verstu tímum þá látið fjölskylduna njóta þess. Endilega komið þessu á framfæri við bloggvini ykkar og biðjið þá um að senda sínum. Margt smátt gerir eitt stórt og ég veit af eigin reynslu hversu gríðarleg hjálp bæði andleg og í verki það er að sjá að fólki stendur ekki á sama. Þið björguðuð mér og það get ég aldrei þakkað nógsamlega. Nú bið ég ykkur að gera það sama fyrir þau.

Ég óska ykkur öllum, bloggvinir góðir og aðrir velunnarar nær og fjær GLEÐILEGRA JÓLA OG GÆFURÍKS NÝS ÁRS og enn og aftur OKKAR INNILEGUSTU ÞAKKIR FYRIR ÞANN STUÐNING SEM ÞIÐ VEITTUÐ OKKUR BÆÐI Í ORÐI OG VERKI.

Love Bylgja

Óðinn Arnberg og Ragna Kristín Ragnarsdóttir eru ung hjón í Grindavík. Þau eiga fimm börn á aldrinum tveggja til sautján ára. Árið 2000 festu þau kaup á húsi í Grindavík sem átti að verða framtíðarheimili þeirra og í því skyni hófu þau gagngerar endurbætur á húsinu og eyddu í það stórfé. En í húsinu leyndist vargur í véum. Nokkru eftir að þau fluttu inn fór að bera á margvíslegum veikindum í fjölskyldunni. Eitt tók við af öðru og veikindasagan virtist engan enda ætla að taka. Í ljós kom að myglusveppur grasseraði í húsinu og urðu þau hjónin á endannum að flýja úr því með börnin fimm. Þau sitja uppi með tjónið því engar tryggingar ná yfir þetta. Húsið er ónýtt, þær milljónir sem fóru í endurbæturnar eru tapaðar sömuleiðis og þau hafa jafnframt tapað megninu af eigum sínum sem þau urðu að skilja eftir í húsinu. Vinir og velunnarar fjölskyldunnar hafa opnað söfnunarreikning til að hjálpa fjölskyldunni að koma undir sig fótunum að nýju. Þá verður haldið styrktarkvöld í Salthúsinu í Grindavík næstkomandi föstudagskvöld þar sem m.a. ýmsir tónlistarmenn stíga á stokk.

Númer söfnunarreikningsins er 1193 – 05 – 001550, kt. 140673 - 5369

Við fjöllum nánar um málið í Víkurfréttum sem koma út á morgun Mynd: Ragna, Óðinn og börnin þeirra fimm flúðu heimili sitt vegna myglusvepps og hafa komið sér fyrir í leiguhúsnæði í Grindavík. Þau eru strax farin að finna mun á heilsufari fjölskyldunnar.


Byggðir þú þér hús......

eða keyptir þú þér hús??? Setturðu allt þitt í fasteign sem þú í góðri trú gerðir að heimili þínu og taldir þig vera að fjárfesta til framtíðar. Hús þar sem allir pappírar voru í lagi, eignin byggð undir og á ábyrgð byggingameistara og byggingafulltrúi sveitarfélagsins þíns skrifaði upp á. Meðaljón eins og ég og þú á ekki að þurfa að kunna skil á þeim reglum er varðar byggingu húsa og að hún sé samkvæmt lögboðnum hætti. Til þess eru byggingameistararnir og byggingafúlltrúarnir. En fjandinn fjarri mér, hversu margir þeirra líta aldrei í byggingareglugerðirnar og/eða sjá til þess að þeim sé framfylgt. Hér á landi virðist "vinapólitíkin"enn vera í fullu gildi hvað þetta varðar. Hinir og þessir skrifa nafn sitt á pappírana, menn sem jafnvel hafa aldrei komið á byggingastaðinn. Og það sem er verst, þeir komast upp með það. Eigendur nýbygginganna og viðkomandi eftirlitsaðilar virðast ekkert hugsa út í það að einn daginn verði eignin ef til vill seld öðrum sem sitja þá uppi með fasteign sem jafnvel er meingölluð. Hver eru úrræðin, jú, að fara í mál öllum til ama og leiðinda. Eitt lítið dæmi:

Í 8.kafla laganna um hollustuhætti, grein 169.1 segir: Byggingar og mannvirki skulu hönnuð og byggð þannig að heilsu manna sé ekki stefnt í hættu, m.a. v.hita og raka, hávaða, fráveitu skólps, reyks, fasts eða fljótandi úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi, vatni, gasleka eða geislunar.

Það er mín reynsla að áðurnefndur 8. kafli sé sá kafli sem þessir menn kjósa að hundsa og virðast ekki hafa lesið nema þá rétt fyrir próf. Grunlaust fólk er jafnvel að loka fyrir lögbundar loftræstingar sleppir þeim jafnvel við byggingu húsanna og þannig óafvitandi að stuðla að eyðileggingu húsa sinna og byggingameistari og byggingafulltrúi skrifa upp á athugasemdalaust. Eru það ekki þeir sem eiga að vita betur og sjá til þess að svona mistök séu ekki gerð.

Í 184 gr. segir: Almennt um raka.

184.1      Byggingar skulu þannig hannaðar og byggðar að hlutar þeirra, eða byggingar í heild, verði ekki fyrir skaðlegum áhrifum af völdum úrkomu, slagregns, snjóa, kraps, yfirborðsvatns, grunnvatns, jarðraka, byggingarraka, þéttivatns eða loftraka. Tryggja skal að raki eða afleiðingar hans rýri ekki eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra.

184.2      Lífræn efni, sem geta brotnað niður vegna áhrifa sveppa eða gerla (fúnað eða rotnað), skulu ekki vera í beinni snertingu við jarðveg eða rakadræg efni í undirstöðum.

Ástæðu þess að ég kýs að beina sjónum mínum að þessum kafla sérstaklega vita þeir sem hafa lesið bloggið mitt og í hverju við hjónin lentum og óþarfi að fjölyrða um það hér.

"Tryggja skal að raki eða afleiðingar hans  rýri ekki eðlileg heilbrigðis-og hollustuskilyrði innandyra. Hverjir eru það sem eiga að tryggja það. Grænir húseigendur, þarf maður að lesa byggingareglugerðina áður en maður fjárfestir i húsi, ég meina, hver gerir það. Verðum við ekki að geta treyst því að eftirlitsaðirlar sinni eftirlitsskyldu sinni, vinni vinnuna sína? Nei. Það virðist ekki vera. Alla vega ekki samkvæmt minni reynslu. Jafnvel heilbrigðisfulltrúi sem maður hefði talið að ætti að passa þessi mál virtist ekki hafa hugmynd um að ofangreind atriði væru lögbundin. Myglusveppur eitthvað sem hann virtist ekki hafa hugmynd um að væri til hér í Ísalandinu.

Aðeins meira úr reglugerðinni

185. gr.Frágangur byggingarhluta til varna raka.

185.1      Gólfefni sem eru viðkvæm fyrir raka skulu varin með rakastöðvandi lagi frá áhrifum jarðraka og byggingarraka.

185.2      Neðsta gólf og kjallaraveggir skulu þannig hannaðir og byggðir að vatn og raki geti ekki komist inn í bygginguna.

185.3      Kjallaraveggir og undirstöður neðan jarðvegsyfirborðs skulu varðir að utan gegn raka.

185.4      Ef neðsta gólf verður undir grunnvatnsyfirborði skal á uppdráttum gerð sérstök grein fyrir rakavörnum kjallaraveggja og gólfplötu.

185.5      Hæðaskil eða gólf yfir skriðrými skulu þannig hönnuð og byggð að ekki komi til óþæginda eða skemmda af völdum raka eða kulda í gólfinu.

185.6      Skriðrými skal útbúið með meindýraheldum loftristum á undirstöðum eða kjallaraveggjum. Loftristir skulu vera á 5 metra bili, þó minnst tvær á hverjum vegg. Þær skulu vera a.m.k. 0,015 m2 og neðri brún a.m.k. 0,10 m yfir jörð. Á milliveggi í skriðrými skal setja loftgöt a.m.k. jafnstór. Ef hæðaskil eru úr steinsteypu má fækka loftristum um helming. Þó skulu ætíð vera ristir nálægt hornum hússins.

185.7      Í skriðrýmum skal jafnan komið í veg fyrir jarðraka t.d. með því að steypa þrifalag eða leggja jarðdúk sem festa skal niður.

Þótt þau atriði sem talin eru upp hér eins og ristar, þrifalag og annað skorti algerlega þá kvitta þessir herramenn upp á að samkvæmt þeirra vitund sé viðkomandi hús byggt samkvæmt öllum þeim reglugerðum, lögum og samþykktum sem um ræðir. Og það sem verst er, þeir komast upp með það og það er það sem er algerlega óásættanlegt.

Hér er breytinga þörf. Breyting á vinnulagi þeirra, breyting á eftirlitsferlinu og ábyrgð þeirra sem að eftirlitinu standa. Við megum ekki lengur leyfa þeim að komast upp með þessi vinnubrögð. Okkar er að tryggja að þessir menn vinni vinnuna sína eins og þeir eiga að gera. Þá minnka e.t.v. sá fjöldi gallamála sem nú makar króka lögfræðingastéttarinnar.

 

 


Bernskujól.

Eftirfarandi sögu ákvað ég að birta hérna á blogginu mínu fyrir mömmu og pabba.  Hún er svokölluð söguleg smáskáldsaga. He he. Skrifuð út frá minningum og skáldað inn í eftir þörfum og vafalaust mörgum árum ruglað saman í eitt. En það skiptir ekki máli. Vonandi hafið þið gaman af og fyrirgefið mér skáldaleyfið. Tilfinningar, upplifun og annað sem skiptir máli í þessari sögu er satt og rétt. Góða skemmtun:

 

Bernskujól!

 

Jól, hátíð barnanna . Svo sannarlega voru jólin hátíð í huga hennar og þegar líða tók á desember hófst biðin. Ekki bið eftir pökkum, góðum mat og skreyttu  húsi heldur tilfinningunni. Þessari tilfinningu fríðar, gæsku og góðvildar sem gagntók hana hvert ár. Hið sanna jólaskap að hennar mati. Hún upplifði einnig ótta. Ótta við að jólin færu framhjá. Að pabbi og mamma næðu ekki að vera búin að öllu í tíma. Það var stærsti óttinn. Þessi dagana var hún samt glöð í sinni, undanfarnar nætur hafði hún vaknað við ilmandi bökunarlykt og vissi sem var að elsku mamma vakti allar nætur við bakstur og þrif. Það var hennar tími, ungarnir allir sofandi og vinnufriður og smám saman fylltist frystirinn af smákökum, brúnum tertum og hvítum. Þar voru þær geymdar í öruggu skjóli fyrir sex gráðugum munnum þar til á Þorláksmessu.

 

Hún hélt lengi að mamma svæfi aldrei, borðaði aldrei. Þessi litla granna 26 ára gamla kona með börnin  sex lifði fyrir hópinn sinn og taldi það ekki eftir sér að fórna hvíldinni til að geta glatt þau. Jólafötin voru saumuð á Husqarna vélina sem átti sinn stað upp í lofti. Þar hvíldi hún á borðinu sínu undir súð við gluggann og töfraði með aðstoð mömmu fram dýrðleg jólaföt ár eftir ár. Hún klæddist þeim með stolti fyrir hver litlu jól í skólanum og enginn átti fallegri föt en hún og tvíburasystir hennar, fannst henni.

 

Nú voru einungis fimm dagar til jóla, kominn 19 desember og fátt eftir nema að skreyta. Það gerðu pabbi og mamma ávallt í sameiningu á Þorláksmessunótt og tilfinningin fyrir hana var ólýsanleg. Að vakna að morgni aðfangadags og húsið skreytt í hólf og gólf. Pabbi var nefnilega sjómaður og í siglingunum til Bretlands keypti hann ávallt eitthvert jólaskraut, jólaskraut sem ekki sást á mörgum heimilum þar sem hún þekkti til. Þar notuðu allir bréfskraut sem var það eina sem fékkst í búðum litla kaupstaðarins þar sem hún bjó. En ekki heima hjá þeim, þar teygðu sig eftir loftinu glitrandi, marglitar lengjur og dúllur úr glansefni sem hún vissi ekki frekari skil á. Nú væri þess ekki langt að bíða að lengjurnar og jólaljósin færu á sinn stað og með þá vissu í huga hjúfraði hún sig betur undir sænginni og augun lukust aftur. Litla stúlku dreymdi stóra drauma við undirspil frá stórhríð og stormi sem geysaði úti fyrir.

 

Skyndilega hrökk hún upp. Mamma hennar stóð yfir rúminu þar sem þær systurnar kúrðu saman. –Þið verðið að fara á fætur, það hefur fallið snjóflóð, sagði hún. Snjóflóð rétt fimm dögum fyrir jól, það gat ekki verið satt. En eftir því sem meðvitundin skýrðist þá gerði hún sér grein fyrir því að þetta hlaut að vera rétt. Rafmagnið var farið og eina birtan stafaði frá kerti í hendi mömmu. –Klæðið ykkur fljótt og vel. Þið verðið að fara niðrí bæ til ömmu og afa. Við megum ekki vera hér. Hvernig á ósköpunum áttu hún og systkini hennar að komast þangað. Sex talsins á aldrinum frá 9 mánaða til tíu ára. Pabbi og mamma áttu engan bíl og þar að auki var allt ófært. En augnaráð mömmu opnaði augu hennar fyrir alvöru málsins og að nú væri enginn tími til að spyrja spurninga. Hún klæddi sig í snatri og beið þess sem verða vildi. Augljóst var nú að snjóflóðið var staðreynd og hlerarnir fyrir svefnherbergisgluggunum voru alþaktir snjókögglum sem þrýsti þeim upp að gluggunum. Hlerarnir sem settir voru fyrir gluggana  á hverjum vetri þegar snjóþungt var í fjallinu fyrir ofan húsið. Henni leiddist það óendanlega því að herbergin voru svo dimm allan sólarhringinn. Nú loks áttaði hún sig á mikilvægi þeirra og tilgangi. Án þeirra væri hún nú vafalítið á bólakafi í snjó í sínu eigin rúmi. Hversu hrikalegt var það.

  

Skyndilega fylltist húsið af kappklæddum karlmönnum. Þetta voru björgunarsveitarmenn sem höfðu tekist það verk á hendur að koma henni og hinum börnunum í öruggt skjól heim til ömmu og afa. Það var langt heim til þeirra fyrir litla fætur og áður en hún vissi af var hún komin, kappklædd með trefil fyrir andlitinu á háhest á bláókunnugum manni. Hræðslan sem greip hana þar sem hún húkti og hélt sér dauðahaldi á öxlum hans var, þrátt fyrir allt fljót að gleymast. Henni hafði brugðið skelfilega þegar út var komið og ummerki snjóflóðsins allt í kring. Húsin við hliðina stórskemmd. Húsin þar sem vinir hennar og skólasystkini bjuggu. Hvað ætli hafi orðið um þau. Bíll á hliðinni fyrir neðan veg. Alls staðar fólk sem stóð í hnapp og ræddi án efa snjóflóðið. En tíminn leyfði ekki miklar hugrenningar og áður en hún vissi af var hún komin heilu og höldnu heim til ömmu og afa ásamt öllum systkinunum og þeim komið fyrir á vindsængum í fínu, fallegu stofunni þeirra. Fyrir hana tíu ára fávísa stelpukind var þetta stórkostlegt ævintýri og ekki dró það úr spennunni að vita að nú fengi hún að horfa á sjónvarp. Amma og afi áttu þannig töfragrip sem enn hafði ekki ratað á heimili hennar.

 

Dagarnir liðu hratt í skjóli afa og ömmu og áður en hún vissi af lá hún á ný í rúminu sínu. Þorláksmessukvöld. Jólin kæmu á morgun, þrátt fyrir allt. Um miðja nóttina vaknaði hún við umgang í herberginu sínu. Þarna stóðu mamma og pabbi, hann hálfbograndi yfir rúminu hennar við að festa upp fallega jólaplakatið sem þær systur áttu. Hjarta hennar tók kipp af gleði og hún fann hvernig friður færðist yfir hana. Hún var örugg, örugg heima hjá pabba og mömmu og allt var eins og það átti að vera á þessum tíma þegar jólin voru rétt ógengin í garð. Pabbi tók hana í fangið og hélt á henni inn í eldhús. Hún fékk að vaka með þeim og fá heitt kakó og jólasmákökur. Hvað gat verið betra en það. Syfjuð og sæl eftir kræsingarnar og einkaspjall við pabba og mömmu skreið hún aftur undir sængina sína og sofnaði með bros á vör. Á morgun kæmu svo sannarlega blessuð jólin.

 


Bækur og jólin!!!

Fyrir ólæknandi lestrarhest eins og gömlu mig er þessi árstími fylltur gífurlegri löngun. Löngun í allar þær "VERÐ AÐ LESA" bækur sem koma út á þessum tíma. Freistingarnar eru jafnvel óvenjumargar þetta árið þ.e. slatti af "VERÐ AÐ LESA" bókum í bókatíðindum sem er ólíkt fjárbændum það rit sem er í heiðurssæti á  náttborðinu mínu þessa dagana.

Aldrei þessu vant er ég einungis með tvær bækur í lestri. "The Testament" eftir Eric Van Lustbader, höfund Bourne Legacy sem margir kannast við og en mestan tíma fær 4. bókin í seríunni um hinn gáfaða kurteisa dreka TEMERAIRE en nú er búið að þýða 1. bókina "His Majestys Dragon" og það eru eflaust margir sem koma til með að hafa gaman að henni. Fleiri bækur bíða á náttborðinu eftir að röðin komi að þeim en samt langar mig alltaf í fleiri og fleiri. Ég stefni á að misnota mjög aðgang minn af bókasafnsfræðingnum í fjölskyldunni, elskulegri systur minni og þar með afnot af bókum í eigu Bókasafns Hafnarfjarðar, he he. Í gegnum árin hef ég keypt minna og minna af bókum á íslensku en nota þess í stað Amason óspart til að ná í bækur að verði sem fær mann ekki til að taka andköf og hvílík himnasending það var fyrir mig þegar íslenskir útgefendur fóru loks að gefa bækurnar út í kiljum. Það var hægt að kaupa bækur á viðráðanlegu verði og enn í dag bíð ég eftir að þær bækur sem mér finnst að ég VERÐI að eiga komi út í kilju.

Jólin eru eini tíminn sem ég leyfi mér að langa í harðspjaldabækur og með von í hjarta um að einhver þeirra bóka sem mig langar til að eiga rati undir jólatréð vandlega merkt mér. Þessi jólin eru m.a. eftirtaldar bækur á óskalistanum : Verndargripurinn frá Samarkand eftir Jonathan Stroud. 1. bók í þríleik. Varla þorandi samt að kaupa íslensku útgáfuna þar sem ég hef hvað eftir annað lent í að fá svo ekki seinni bækurnar þegar um seríur er að ræða og ég enda með að panta þær allar á Amason. Það er ekki gaman að sitja uppi með hálflesna seríu. Ég keypti til að mynda "Úlfabróðir", "Börn Lampans" og "Abarat" þar sem ég gafst upp á að bíða eftir íslensku útgáfunni. Einnig get ég ekki séð seríu eftir Anthony Horowitsw í bókatíðindum þetta árið. Á þær á ensku svo það kemur ekki að sök. Já, ég les nefnilega líka unglingabækur ef þær eru á þessum nótum og ég vona að fjöldi unglinga fái "Göngin" í jólapakkann þetta árið. Hún er virkilega skemmtileg, vona að hún sé vel þýdd.

Af bókunum sem nú koma út eru sérstaklega tvær bækur algjört möst þ.e. VERÐ að eiga bækur. En það eru Sólkross, bókin eftir Óttar og bók eftir Tom Egeland, Verðir sáttmálans. Mun að sjálfsögðu lesa margar fleiri. Bíð eftir Yrsu, Árna og Arnaldi í kilju ef ég fæ þær ekki gefins. ´Bókaþjófurinn hefur þegar verið pantaður hjá bókasafnsfræðingnum og bók séra Þórhalls um Maríu Magdalenu. Les allt sem ég kemst í um hana. Steinsmiðurinn, Vetrarsól og fleiri og fleiri fá sinn tíma.

Ég veit fátt yndislegra  en að vita af bunka af ólesnum bókum á náttborðinu mínu eða uppi í hillu. Bókum sem bíða í þögn og þolinmæði eftir að verða lesnar. Sumar les ég tvisvar, aðrar jafnvel oftar. Aðrar bíða mín á bókasafninu og bera þess merki að hafa skemmt, á sinn einstaka hljóða hátt, fjölda manns á undan mér. Því hvað er betra en að gleyma amstri hversdagsins við lestur góðrar bókar. Að ferðast inn í töfraheiminn sem liggur í línunum og dvelja þar þó ekki sé nema örskamma stund í lok dags sem jafnvel hefur borið með sér erfiðleika, þreytu og kvíða.


Myglusveppurinn er að eyðileggja......

líf fjölda fólks, leyfi ég mér að fullyrða, úti í þjóðfélaginu án þess jafnvel að það hafi hugmynd um það ogí  ég er búin að fá upp í kok á aðgerðar- og þekkingarleysi samfélagsins og þeirra sem þar eru við stjórnvölinn hvað þessi mál varðar. Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu vita hvað ég hef verið að reyna að fá einhverja einhvers staðar til að opna augun og taka á málum og óþarfi að fjölyrða um það hér. Við erum ekki bara aftarlega á merinni miðað við önnur Norðurlönd t.d. í sambandi við myglusvepp. Við erum skjögrandi einhvers staðar langt á eftir henni og miðar ekkert áfram. Ástæðan fyrir þessu bloggi mínu nú er símtal sem ég átti við 5 barna móður í Grindavík sem var að lenda í því sama og við nema hálfu verr ef eitthvað er. Ég kæri mig ekki um að fjalla nánar um það hér nema með hennar leyfi en finn mig knúna til að ,,kjafta" frá þar sem hún og hennar fjölskylda eru að lenda í því nákvæmlega sama og við að þau fá heldur enga aðstoð frá sínu sveitarfélagi og/eða stjórnvöldum. Nokkrir velviljaðar einstaklingar og hópar hafa reynt að aðstoða þau eftir því sem efni og aðstæður hafa leyft en það vita að allir að það dugar skammt þó maður sé innilega þakklátur þá framfleytir maður ekki sjö manna fjölskyldu með því einu saman. Börnin eiga rétt á að eiga einhvers staðar heima, eiga rétt á að þurfa ekki að slíta sig upp með rótum í burtu frá vinum, skipta um skóla ofan á að vera sífellt lasin, mamma lasin og ekki veit af hverju. Að fá spurningar frá yfirvöldum eins og ,,hvað viltu að við gerum" og þar fram eftir götunum nær ekki nokkurri átt. Að hvergi séu til nein úrræði og enga aðstoð að fá þegar maður stendur uppi á nærbrókunum og það serm verra er börnin manns líka vegna þess að maður missti ekki allt sitt á réttan hátt er fáránlegt. Það þykir ekki einu sinni fréttnæmt að missa afleiguna af völdum myglusvepps en ef það verða reykskemmdir í ruslageymslu einhvers staðar þá er það blásið upp. Stjórnvöld, fjölmiðlar og þeir sem einhver áhrif geta haft eru algerlega að bregðast og ættu bara að skammast sín. Viðhorfin verða að fara að breytast og fjandinn fjarri mér ef ég ætla að gefast upp aftur. Ég ætla að halda áfram að hamra og hamra þar til ég næ að brjóta þó ekki sé nema lítið gat, á þeirra þykka haus svo það síist inn að myglusveppur er jafn alvarlegur hér á landi og annars staðar sama hversu fast þeir loka augunum gagnvart honum. Hafið skömm fyrir og reynið að opna augun.


Bylgjumolar 2!!!

Jamm hversu djúpt var ég nú komin í molakarinu mínu. Við ólumst sem sagt upp í sátt og samlyndi og oft var barnmargt á Suðurgötu 80 en þar áttum heima stærstan hluta æskuáranna.

Ég man bara örstutt brot frá því aö bjuggum í pínulitlu íbúðinni á neðri hæðinni að Túngötu 43. Einhverju skemmtilegu eins og dótakassanum sem pabbi smíðaði og var hafður niðrí geymslu þar sem við fengum að leika okkar því ekki var pláss annars staðar. Þarna í Túngötunni undum við sæl og glöð þar til við krakkarnir vorum orðin fjögur, hvernig mömmu og pabba tókst að koma okkur fjórum og sér fyrir í einu herbergi. Sé það ekki fyrir mér. Þarna var ekkert baðherbergi, bara klósett í smá skáp. Eldhúsið sýnishorn og seinna meir löngu eftir að við erum farin var sett upp sturta inni í svefnherberginu. Þessi íbúð á alltaf stórt pláss í hjarta mínu því að við tengdumst henni aftur síðar, þegar tvíburasystir mín hóf þar sinn fyrsta búskap og enn síðar eignaðist kær vinkona mín hana og gerði hana yfirmáta huggulega.

En aftur að Suðurgötunni, ég hef verið fimm ára þegar við fluttum í suðurbæinn. Einhvernveginn hafði byggst þannig við þennan syðsta enda bæjarins að það voru ekki mörg hús. Einungis eitt hús stóð neðan götu, Suðurgata 91, sem var stórt og mikið 3ja íbúða hús. Á efstu hæðinni bjuggu þá Benni kennari og hans fjölskylda, krakkarnir þeirra voru all mikið eldri en við og við þekktum þau harla lítið nema þá Sigga sem enn býr í íbúðinni eftir því sem ég best veit. Á miðhæðinni voru Hlöðver skólastjóri og kona hans Katrín skólahjúkrunarkona. Þeirra börn voru uppkomin en barnabörnin dvöldu oft hjá þeim á sumrin og af þeim man ég einungis eftir Gísla og Katrínu. Við lékum mikið við þau og það sem var svo spennandi var að þegar ég man fyrst eftir þeim, þá kunni Gísli að tala sænsku og Katrín dönsku. Ekkert smá spennandi. Á neðstu hæðinni bjuggu svo Klara og Gunni með dóttur sína Bjarkey og þar fæddust svo Helga og Ásgeir. Man svo vel hvað mér fannst skrítið fyrst að Bjarkey ætti engin systkini, vorkenndi henna alveg svakalega að þurfa að sofa ein, he he.

Norðan við okkur stóðu svo Suðurgata 76 og 78 glæsileg hús jsem bæði skemmdust í snjóflóði 1973 að ég held, Stofuveggurinn fór alveg úr á 76 og ég man enn eftir olíutankanum sem barst með flóðinu gegnum húsið og niðrá lóðina. 78 fór ekki eins illa en eftir þetta var bannað að búa í húsunum allt þar til varnargarðurinn var gerður og nú hafa þau bæði verið endurgerð og eru með flottustu húsum bæjarins. Ég man eftir nokkrum fjölskyldum í þeim húsum aðallega krökkunum samt. Þarna voru Nína og Þórir með sín börn. Ég man eftir Sigga Bödda og Braga, minnir að pabbi þeirra hafi heitið Reynir. Minnir að þau hafi búið í 76. Síðast bjuggu i 78 Halli í sparisjóðnum ásamt Helgu, konu sinni og tveim börnum , þeim Ingvari og Brynju sem voru a svipuðu reki og ég. Þau fluttu ekki í burtu og Brynja var bekkjarsystir mín svo minningin um þau er einna skýrust. Sigþór kennari og kona hans Ester voru síðustu íbúar 76, ásamt Ásthildi dóttur sinni sem einnig er jafngömul og ég og Halldóri sem var eitthvað yngri. Einungis eitt hús stóð sunnar en okkar og það var Suðurgata 82. Þar bjuggu fyrst Raggi skipstjóri og Matta Rósa og börnin þeirra tvö þau Óli og Didda. Við systkinin mynduðum sterk tengsl við þau og þegar þau síðar fluttu niðrí bæ, í Blönddalshúsið, þá vorum við orðin það stór að við fórum þangað til að leika við þau. Ómar Möller og Magna koma svo með barnahópinn sinn og búa þar enn þann dag í dag. Hrönn, Óttar, Elva, Freyr(látinn)og Eygló. Þessir krakkar sitja hvað fastast í minninu úr þessum húsum í kringum mig. Mamma og Magna voru miklar vinkonur og samgangurinn á milli mikill á báða vegu. Hvílíkur hópur 11 börn kannski komin saman og endalaust gat Suðurgatan tekið við.

Næsta færsla verður um vinkonurnar he he.

 


KJÓSA??? HVAÐ-HVERJA??? - SÖMU RUMPUTUSKANA???

Silja Bára flutti sköruglega ræðu á borgarafundinum í gær,  ræðu þar sem hún krafðist þess hvað eftir annað að við, fólkið í landinu, fengjum að kjósa. KJÓSA HVAÐ - HVERJA. Við spurningunni sem kom utan úr sal um hvort prófkjör stjórnarflokkanna yrðu opin, svöruðu vissulega bæði Geir og Ingibjörg játandi á þeirri stundu en getum við treyst því frekar en öðru sem þau hafa lofað upp í ermina á sér. Ég segi fyrir mig að ekki hef ég mikinn áhuga á að kjósa núna ef þeir sem nú sitja og halda sem fastast í stjórnartaumana og það fólk sem nú er í stjórnarandstöðu  ætla sér að vera áfram í framboði. Ég treysti því engan veginn að eiginhagsmunapotarar þeir sem  nú sitja við völd hleypi öðrum fram fyrir sig í goggunarröðinni með opnum prófkjörum. SORRY.

Við þurfum á allri þeirri þekkingu og visku að halda sem við getum fengið til að koma okkur út úr vandanum og ég vona af öllu mínu hjarta sem einn af óupplýstum íbúum þessa lands að þeir sem komu okkur í þennan vanda hafi manndóm í sér til að leita til þess fólks sem vit hefur á varðandi lausnir til að koma okkur út úr honum aftur. Svo ég vitni í Silju Báru aftur, þá ólst ég líka upp við það að verða að sjálf að axla ábyrgð á mínum mistökum, ekki láta aðra um að hreinsa upp skítinn eftir mig. Erfitt já en það eina rétta.


mbl.is 58% vilja kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverja ætlið þið að kjósa???

kosid 

Silja Bára flutti sköruglega ræðu á borgarafundinum í gær,  ræðu þar sem hún krafðist þess hvað eftir annað að við, fólkið í landinu, fengjum að kjósa. KJÓSA HVAÐ - HVERJA. Við spurningunni sem kom utan úr sal um hvort prófkjör stjórnarflokkanna yrðu opin, svöruðu vissulega bæði Geir og Ingibjörg játandi á þeirri stundu en getum við treyst því frekar en öðru sem þau hafa lofað upp í ermina á sér. Ég segi fyrir mig að ekki hef ég mikinn áhuga á að kjósa núna ef þeir sem nú sitja og halda sem fastast í stjórnartaumana og það fólk sem nú er í stjórnarandstöðu  ætla sér að vera áfram í framboði. Ég treysti því engan veginn að eiginhagsmunapotarar þeir sem  nú sitja við völd hleypi öðrum fram fyrir sig í goggunarröðinni með opnum prófkjörum. SORRY.

Við þurfum á allri þeirri þekkingu og visku að halda sem við getum fengið til að koma okkur út úr vandanum og ég vona af öllu mínu hjarta sem einn af óupplýstum íbúum þessa lands að þeir sem komu okkur í þennan vanda hafi manndóm í sér til að leita til þess fólks sem vit hefur á varðandi lausnir til að koma okkur út úr honum aftur. Svo ég vitni í Silju Báru aftur, þá ólst ég líka upp við það að verða að sjálf að axla ábyrgð á mínum mistökum, ekki láta aðra um að hreinsa upp skítinn eftir mig. Erfitt já en það eina rétta.


mbl.is Við verðum að fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 145504

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband