Nýtt albúm með myndum af húsinu!!!

Jæja, þá eru komnar inn myndir af slotinu og af hetjunum mínum sem púluðu við að reisa það í dag. Eins og sjá má þá er eiginmaðurinn ekki til stórræðanna þessa dagana en ekkert við því að gera. Fer samt í pirrurnar á honum að vera svona, ekki alveg hann. Hef alveg gleymt að minnast á hvaðan húsið er. Það er sænskt frá fyrirtæki sem heitir Borohus og það er fyrirtækið ÁSVÍK sem flytur þau inn. Aðal koppurinn í búri þar er Viggó Sigurðsson, handboltaþjálfari og hann hefur verið yndislegur við að eiga. Það verður að segjast.

www.asvik.is

Þarna inni er húsið mitt og heitir HALLAND 130


Vitiði hvað???

Nú er mín kjaftstopp, orðlaus, mállaus og allt. Í gær settu Rabbi, Hjalti og Gauti botnreimina fyrir nýja húsið okkar og nú í dag, klukkan ekki orðin 6 eru allir útveggir komnir upp og burðarveggir inni líka. En í dag eru það Hjalti, Gauti og Snorri sem hafa heldur betur látið hendur standa fram úr ermum. Þetta er ótrúlegt. Ég fór og bankaði á dyrnar að húsinu okkar og kíkti inn um gluggana. Hí hí, þetta var æði. Stóð inni í svefnherberginu mínu. Hversu frábært er það. Þeir eru ótrúlegir þessir drengir. Langaði mest til að stökkva á þá, arga og knúsa þá. En þeir voru bara svo uppteknir. he he. Klappaði Snorra aðeins á bakið samt. Hversu yndislegt er það að eiga svona góða að. Langar mest til að grenja er svo glöð. Tengdamamma tók slatta af myndum fyrir okkur. Ferlegt að eiga ekki myndavél núna, og vonandi get ég annað hvort í kvöld eða á morgun sett inn myndir af slotinu. JÍBBÍ JEI.

Aðgerðinni lokið-Nú er minn fótafúinn.

Góðan dag allir sem kíkja hér inn. Gaf mér ekki tíma til að blogga í gær þar sem ég var farin suður með eigin, manninn í aðgerðina. Allur í graut á honum ökklinn, eins og læknirinn orðaði það, allt slitið og skemmt. Enda eini maðurinn sem ég veit til sem hefur misstigið sig liggjandi út af í rúminu. Þannig var löppin á honum orðin, engin furða kannski. En loks hitti hann á lækni sem skoðaði á honum ökklann, tók myndir og sá hvað var að. Og bara strax í aðgerð með hann. Svo nú skrönglast minn um á hækjum, gifsaður upp undir hné. Þeir vita það sem hann þekkja, hvers lags kvöl og pína það er fyrir hann að geta ekkert gert. Vanur að vinna helst allan sólarhringinn, þarf alltaf að vera að. 6 vikur framundan sem verður örugglega eitthvað styttra ef ég þekki minn mann rétt. Fór út strax í gær, laumaði sér niðrá Mel þegar ég dottaði í sófanum. He he. Nú kemur sér enn og aftur vel að hafa rúmið í stofunni. Þar getur hann legið og horft á DVD og haft það notalegt. Hann fær svo göngugifs eftir 2 vikur, verður með það í 4 vikur og svo í spelku eftir það. Er að hugsa um að efna til veðmáls um hversu lengi hann endist heima. Ég giska á 5 daga, ekki meira. Súbbinn er nefnilega sjálfskiptur og hann með vinstri fótinn í gifsi. He he. En það er bara rosalega gott að loksins sjái fyrir endann á fótafúanum, ár er ansi langur tími, nú getur hann kannski bráðlega farið að fara að hlaupa og ganga skammlaust án þess að eiga það sífellt á hættu að skaða sig. Til lánsins var liðurinn sjálfur ekki orðinn mjög skemmdur og hann á alveg að jafna sig. Jibbí.


Vildi að ég gæti sagt það sama. :(

Ég er alveg orðin endanlega sannfærð um að sumir eru óheppnari en aðrir, sama hvað "Secret" og aðrar ofurspekibækur segja. Og við fjölskyldan eru ein af þeim óheppnari. Sumar "óheppnir" stórar aðrar smáar en hafa samt áhrif á daglegt líf. Eitt af því eru vatnsmálin hér á Fellsenda. Hingað hefur aldrei verið lögð hitaveita sem í sjálfu sér er ekkert við að athuga ef hér væri eitthvað kalt vatn til að hita upp í þessum "forláta" hitadunki sem hér er. Blessaður hitadunkurinn hefur verið hér síðan sautjánhundruð og súrkál en þurfti náttúrulega að taka upp á því í kringum jólin að detta niður af veggnum um miðja nótt. Hvílík læti. Nýi þurrkarinn minn allur beyglaður og tímatakkinn fastur síðan þá, allt fór á flot í þvottahúsinu að sjálfsögðu. Af gefnu tilefni nennti ég ekki að tala við tryggingarnar. Hér skammt fyrir ofan bæinn er svo okkar vatnsbúskapur. Hann stendur í fallegri hlíð og er nokkurs konar brunnur sem hefur verið hér frá ómunatíð. Úr honum fáum við svo vatn inn í hús eða allt þar til nú. Helv. brunnurinn tók nefnulega upp á því að þorna sem eftir okkar heppni hefur ekki gerst áður. Ýmislegt hefur maður á sig lagt en að vera vatnslaus er bara ekki hægt. Ekkert kalt vatn þýddi náttúrulega ekkert heitt vatn. Ekki hægt að þvo, vaska upp eða það sem mest var um vert, fara í bað eða sturta niður úr klósettinu. Ekki annað að gera en fara með glás af 2ja lítra flöskum í Melkot og fá vatn þar. Jæja, eitthvað varð að gera og þegar Ívar kom heim um kvöldið eftir að var orðið alveg vatnslaust þá reddaði hann sér ca 70-80 metrum af svörtum plaströrum, lagði þau frá brunninum og upp í læk einn sem er hér fyrir ofan. Og það er vatnið sem ég bý við í dag. Yfirborðsvatn úr sprænu sem stífluð var af eiginmanninum og rörin liggja svo á jörðinni niður að tunnunni og þaðan sitrar svo inn í hana. Við erum búin að vera hér á hálft ár, húsið er búið að standa hér í amk 50 ár, hversu lengi þessi tiltekni brunnur hefur verið í notkun þekki ég ekki en er þetta ekki alveg dæmigerð óheppni. Er farin að velta fyrir mér hvern rækallann  ég hef eiginlega verið í fyrra lífi. Á heldur betur að refsa mér fyrir það í þessu. Svo ég trúi ekki á "Secret" allavega ekki þeim hluta sem segir að maður stuðli að því sjálfur hvort gæfan eða ógæfan elti mann. Iff, piff, prump.

En nú getum við allavega farið á klósett og í sturtu. Sturtan sú arna er viss upplifun út af fyrir sig. Þetta er í raun ekki sturta heldur smá vatnsbuna sem kreistist fram úr sturtuhausnum með miklum erfiðismunum. Stundum jafnvel nær bunan varla fram úr hausnum heldur rennur niður með veggnum, næ ekki einu sinni að sprauta á vegginn við hinn endann á baðkarinu þegar ég er að þrífa. Að nota baðkerið er ekki einu sinni inni í myndinni. Ja, nema þú viljir liggja í 15 cm ryðbrúnu vatni og láta fara vel um þig. Litlu frænkur mínar tvær sem hafa verið hér hjá mér í tvígang, harðneituðu að fara ofan í þegar ég ætlaði að baða þær hér í fyrra skiptið sem þær voru. Sögðu bara OJ. Svo síðast þá náði ég að plata þessa yngri í sturtu en sú eldri sagði sko nei takk. Ég fer bara í bað þegar ég kem heim.

En þetta venst eins og allt annað og ef ég næ að vera flutt áður en byrjar að frysta þá ætla ég ekki að láta þetta pirra mig. Úff, eins gott að ég verði flutt.


mbl.is Vatnsbúskapurinn stendur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eiga mörkin að liggja???

Finnst þessi grein umhugsunarverð. Persónulega finnst mér það ekki sanngjarnt að miða við 42 ára aldurinn í tæknifrjóvgunum. Það er svo margt annað sem skiptir máli í sambandi við frjósemi kvenna. Fer vissulega hlutfallslega minnkandi eftir hækkandi aldri og ég held líka að þarna sé líka verið að horfa til þess að með hækkandi aldri aukast líkurnar á litningagöllum. Og þá vaknar önnur spurning, á það að vera í höndum einkafyrirtækja að ákveða hvort hjón vilji eignast barn sem mögulega er ja, segjum með Downs syndrome. Væri ekki miklu nær að upplýsa viðkomandi um aukna áhættu, frjósemisminnkun og annað og láta það svo vera í þeirra höndum hvort þau séu tilbúin að ganga í gegnum ferlið sem glasafrjóvgunum fylgir. Ég er 43 ára sjálf og myndi persónulega frekar láta athuga hvernig ástandi væri á mér með hormónamælingum og athugun á eggbúi eða eitthvað hvort og hvernig möguleikar mínir á að vera þunguð með glasafrjóvgun séu og taka ákvörððun sjálf í framhaldi af því. En einhvers staðar verða mörkin að liggja en 42 ár eru heldur ungt finnst mér, 45 er miklu nær. Ef þú ert barnlaus, þráir barn þá ertu tilbúin til að ganga í gegnum meðferð, þrátt fyrir aukna hættu á litningagöllum, þrátt fyrir að líkur á þungun í prósentum talið séu harla litlar. þá geturðu nefnilega sagt að þú hafir reynt allt og það held ég að sé gríðarlega mikilvægt. Af ofangreindum ástæðum þá hreinlega veit ég ekki hvort ég á að fagna þeim lagabreytingum sem minnst er á í greininni eða ekki. Finnst þau að vissu leyti færa valdið yfir þessu til þess aðila sem sér einn um tæknifrjóvganir hér á landi. Getur alltaf farið erlendis og það eitt finnst mér sýna fram á að þetta séu óþarflega strangt hér á landi og megi alveg breyta.


mbl.is Einkavæðing mismunar eldri konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsið er komið á Hagamel. JEI!!

DevilÉg er svo glöð að ég er að springa. Ívar sótti síðasta gáminn í dag sem var 40 fet og fullur af dóti. Þar inni voru innréttingar, heimilistækin og fleira sem var svo gaman að skoða. Hinir 2 eru í raun bara gámafleti eða hvað þetta er kallað með fullt fullt af einangrun og alls kyns einingum og öðru sem ég kann ekki að nefna. Inni á 40 feta gámnum áttu teikningarnar að vera en við finnum þær hvergi nokkurs staðar. Hjalti hringdí í Viggó og hann ætlar að grennslast fyrir um hvar þær séu eða hvort þær hafi hreinlega gleymst. Frown Vona að hægt verði að byrja sem fyrst að reisa. Ef ég næ að flytja inn í október þá er það nefnilega innan við ár síðan ég þurfti að fara á Fellsenda en meira en ár ef það næst. Tæpt-rúmt. Skiptir máli fyrir sálartetrið mitt. Ekki spyrja mig afhverju.

Ívar er loks kominn með netfang svo ég slepp við að fá þessar bílamyndir og dót inní tölvupóstinn minn. Nú getur hann sent þetta dót sjálfur úr sínum pósti, brallarinn sá arna. Alltaf til gull einhvers staðar, annað hvort til að losna við eða útvega sér. En E-mail-ið hans er:  ivarg72@gmail.com. Hana þá hafið þið það, banna að senda mér bílamyndir, he he. Nota þetta. Tounge Ég er nefnilega með simnet og þar hefur maður einungis 50 mb þannig að pósturinn minn er fljótur að fyllast og ég geri ekki annað en að henda út úr honum. Pah. Hundleiðinlegt. Kannski bý ég mér bara líka til gmail eins og hann. Þar er miklu meira pláss.

Undur og stórmerki gerðust einnig í dag. ÉG RYKSUGAÐI BÍLINN MINN. Aumingja gamla Súbbinn sem aldrei er þrifinn. Ætlaði að þrífa hann allan en var í miðju kafi þegar ég þurfti að fara að sendast fram og til baka frá Fellsenda niðrá Hagamel, annað hvort að sækja eða afhenda eitthvað, og sólin er farin af planinu þannig að ég ætla bara að klára síðar. Á morgun, ef það verður sól. Þetta gerist ekki oft... að ég sé í stuði til að þrífa bíl. Hata það. Finnst að kallinn ætti að sjá um það, fyrst ég sé um heimilið. Veit, ég er kvenremba hí hí. Þegar hann lærir á þvottavélina, þá skal ég þrífa bílinn. En eigið góðan dag eða rest af góðum. LOVE

 


Allir í mat á Hótel Hellissand!!!

matur 

Eins og þeim sem lesa bloggið mitt reglulega er orðið ljóst kom maðurinn minn heim í gærkvöld eftir 2ja vikna úthald fyrir Hlaðbæ-Colas. Þeir malbikuðu frá því eldsnemma á morgnana og eins lengi og hægt var. Menn sem vinna svona mikið þurfa MAT, góðan mat og í góðri trú var samið við hótelið á Hellisandi um að það sæi bæði bílstjórunum og starfsmönnum malbikunarstöðvarinnar fyrir mat og kaffi. Hóst hóst. Veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta en maturinn-kaffið var, við getum sagt ólýsanlegt. Þið ráðið hvernig þið túlkið það en hér koma nokkur dæmi svo að hver geti dæmt fyrir sig: Einn daginn fengu þeir hitaðar Ora fiskibollur úr dós og braglausa kartöflumús með. Kallagreyin bruddu molasykur með til að gera músina sæta. Eitt skipti fengu þeir lax, sem í sjálfu sér var ágætt en meðlætið: sojasósa og hrísgrjón. Namm, namm eða þannig. Og kaffibrauðið það var "stórfenglegt". Einn daginn var boðið upp á brauð með SKINKU, OSTI OG KOKTEILSÓSU. Annan daginn var það kaffikannan og BANANAR Í POKA. Svo um kvöldið þegar þeir  komu út í stöð til að fá nú eitthvað að borða, ja, þá beið þeirra eitthvað sem ég veit ekki alveg hvað var en eftir lýsingunni að dæma var þetta INNBÖKUÐ LIFRARPYLSA. LoL Múhaha eða eitthvað. Allavega var þetta risastór deigklessa sem þegar skorin var í sneiðar innihélt lifrarpylsu. Aumingja mennirnar reyndu en þetta bara gátu þeir ekki borðað. Erum farin að velta fyrir okkur hvort hugsast geti að á hótelinu á Hellissandi sé í gangi umfangsmikil rannsókn á hvað geimverurnar sem einhvern tíma munu lenda á Snæfellsjökli borði og hvort þeir hafi verið svo óheppnir að vera tilraunadýr. Það er eina rökrétta skýringin á stórfurðulegri eldamennsku kokksins þarna og vonandi verð ég aldrei svo óheppin að þurfa að fara þarna inn til að borða.


Að meta einfaldleika hversdagsins!!!

Jamm og jájá. Þá er lífið aftur að falla í sínar gömlu skorður hér á "Heimsenda". Krakkarnir mínir, Skotta og Tása fóru heim í gær. Ívar kom heim í gærkvöld eftir 2ja vikna veru á Grundarfirði og þar í kring við akstur á malbiki. Sandra Karen og Kamilla Rún voru að fara eftir að hafa verið hjá frænku í sveitinni síðan á fimmtudag. Foreldrarnir skelltu sér til Glasgow til að fara á tónleika með Jon Bon eða Bon Jon eða eitthvað Jovi. He he. Hlustaði ekki mikið á þess háttar músík á mínum yngri árum frekar en í dag. Dótturinni finnst mamman hafa glataðan tónlistarsmekk. Alltaf að láta mig hlusta á eitthvert "gegt" lag á YouTube, birr, fæ bara hroll. Gæti aftur á móti sungið fjöldann allan af gömlu íslensku dægurlagatextunum og jafnvel þeim nýrri líka. Veljum íslenskt. Tounge Brimkló, Lúdó og Stefán, Dúmbó og Steini, Upplyfting, Geirmundur, Bjöggi, Pálmi, Vilhjálmur, Siglufjarðarlögin. Jamm, það líkar minni. Og svo Elvis, hann er yndið mitt. Sven Ingvars elskaði ég þegar ég var stelpa. Gatt eytt heilu dögunum á stofugólfinu heima hjá ömmu og afa og spilað plöturnar þeirra. Sven Ingvars, Ómar Ragnars. með Botníuvísur og allt það og svo margt margt annað. Top of the Pops plöturnar átti ég samt nokkrar. átti plötu með Miriam Makeba og á henni spilaði ég alltaf sama lagið aftur og aftur. Nennirinn. Dolly Parton var til líka og svo sienna Queen og Megas. Mamma elskaði þá.

 En nú er ég heldur betur komin út fyrir efnið. Úbs. Ætlaði að blogga um hversdagsleika tilverunnar og að kunna að meta hann. Því þrátt fyrir gríðarlega skemmtilega helgi þá var hún líka erfið og nú er ég hér bara ein með tölvunni minni, ja, fyrir utan hundana og það er hvílíkt næs ef ég má sletta.

Er annars nýkomin neðan af Myglumel þar sem ég hitti Katrínu fréttamann hjá Stöð 2 ásamt sama myndarlega myndatökumanni og kom hér síðast. Hún hafði hringt í mig í morgun og langaði að fá að heyra hvernig gengi. Og ég var sko alveg til í það. Því meiri umræða um þennan "#$%##" myglusvepp því betra. En þarna spjölluðum við aðeins um það sem framundan er í húsamálum, núverandi stöðu hjá okkur og heilsufar mitt. Hjalti bróðir var mér til halds og trausts og þau tóku viðtal við hann líka. Held að þetta komi í fréttunum í kvöld, gleymdi alveg að spyrja að því. Ívar var í Hvalfirðinum. Hann er að ná í fyrsta gáminn, jíbbí jibbí. Tveir eftir. Vorum að vonast eftir honum á meðan viðtalinu stóð en þetta gekk svo hægt og hann þurfti að fara fyrir fjörð þar sem gámurinn er svo hár. En núna er hann rétt ókominn niðrá Mel og ég ætla að renna og hitta hann þar. Er svo farin suður að ná í Sæju Pæju. Svo heyrumst síðar.


Lítill bloggtími!!!

Sunnudagur helgin búin að vera viðburðarík. Stelpurnar og ég hugsuðum okkur gott til glóðarinnar ehád. á föstudaginn, pökkuðum nesti og hugðum á fjallgöngu. Hundarnar 3 fengu að sjálfsögðu að koma með og það var ekkert smá stuð á þeim. Svo mikið stuð að þegar við settumst niður eftir 15 mínútna labb til að fá okkur að drekka þá ráku stelpurnar augun í að það fossblæddi úr hægra auganu á Brúnó. Við nánari skoðun kom í ljós að einhvern veginn hafði honum tekist að stinga sig á gaddavír eða einhverju og ekki annað að gera en að stökkva heim aftur. Enn og aftur hafði fjallgangan okkar mistekist. Síðast þegar þær voru þá fundum við vængbrotinn máv og flýttum okkur heim til að ná í Ívar. Ekki meiri fjallganga þann daginn. Og núna Brúnó. Ég vildi ekki leggja það á dömurnar að þvælast til dýralæknisins með okkur þannig að Særún kom með Litlu dúllu til að passa fyrir mig. Við vorum svo komin heim um 5 leytið eftir að hafa komist að hjá dýralækninum í Mosó. Brúnó var það samvinnuþýður að við urðum að setja múl á hann til að hún gæti svæft hann. Neðra augnlokið var saumað en þar var skurðurinn sem betur fer, ekki í auganu sjálfu eins og við héldum fyrst. Það slapp sem betur fer, svo nú eru það bara verkja-og sýklalyf handa Brúnó babe. Binni kom svo með Aroni heim þegar hann var búinn að vinna og þau eru öll búin að vera hér um helgina hjá mér. Sem er ekkert smá frábært. Emilía virðist eitthvað vera að lagast í maganum eftir að hún fór að fá bara sojamjólk og ekki eins svakalega erfitt að fá hana til að sofa. Fyrstu nóttina hugsaði ég mér gott til glóðarinnar að fá að dekstra aðeins við hana. En eftir tveggja tíma göngu um gólf, þá gafst ég upp og Særún tók við. Um hálfsjö var ekkert í stöðunni annað en bíltúr og tveir urðu þeir að vera hringinn í kringum Akrafjallið áður en hún sofnaði loks. Þetta er svakalegt hvað henni líður illa í maganum greyinu. Nóttin í nótt var svo aðeins skárri og hún er núna sofandi úti í vagni. Við grilluðum í gærkvöld og að sjálfsögðu tæmdist af kútnum þegar önnur hliðin var steikt og ekki annað að gera en bruna á Skagann og ná í nýjan kút. Umm en gott var fyrsta grill sumarsins. Grillið var nefnilega í bílskúrnum niðrá Myglumel og ekki sótt fyrr en í gær. Réði ekki við það ein að koma því upp í bílinn. Þannig að í það heila er helgin búin að vera erfið, svefnlítil en yndisleg. Binni kemur svo sjaldan og að Aron og Særún skyldu vera líka var bara æði. Það var sofið bara alls staðar. Binni og Sæunn inni í stofu. Stelpurnar uppí hjá mér. Aron og Særún í herberginu Sæunnar og Litla prinsessan í herbergini hans afa, ja, svona þegar hún svaf. Þröng á þingi he he. Náðum í tásu litlu, kettlinginn Arons og Særúnar í fyrrakvöld svo hún þyrfti ekki að vera ein heima þannig að hér eru þessa stundina 3 hundar, 2 kettir, naggrís og froskar ásamt okkur. Lengi hægt að troða á Fellsenda. Á svona góðum dögum er yndislegt að búa hérna og ef ekki væri fyrir vatnsleysið og gríðarlega vörubílaumferðina hérna framhjá þá gæti ég sko alveg hugsað mér að búa bara hér. Umhverfið er stórkostlegt. Allt svo friðsælt og fallegt. Ef ekki væri alltaf allt á bólakafi í ryki, uppi í munninum á manni og alls staðar út af vörubílunum þá væri þetta frábært. Gafst upp á föstudaginn eftir að hafa eytt fyrri part föstudagsins í að þrífa hátt og lágt og um fimmleytið var allt orðið brúnt af ryki, hringdi í Ívar og fékk hann til að hringja í Vegagerðina. Þeir mega eiga það að kl. 18.30 voru þeir komnir að vökva en það bara dugar svo stutt í svona blíðviðri. Svo ég er að vona að þeir salti fljótlega. En ætla að láta þetta duga í bili. Farin út í sólbað. Cool

 


Nýjar fréttir af Myglumel 7!!!

 

Jibbí, i gærkvökld var platan steypt í nýja húsinu. Þannig að ég er loks farin að sjá fram á að eignast mitt eigið heimili aftur. Búslóðin sem oikkur var gefin bíður í geymslu eftir okkur þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Húsið sjálft bíður á hafnarbakkanum og vonandi getum við sótt það í næstu viku. Ívar er búinn að vera í burtu í 2 vikur og aðgerðin á löppinni framundan eða þann 27 júní þannig að við höfum ekki mikinn tíma. Kemur sér vel að eiga gámalyftuna þannig að við getum sótt gámana sjálf. Sparnaður þar. En múrarinn sem steypti plötuna, ég verð að segja það að hann er æði. Brjálað að gera hjá honum en þegar hann vissi hvaða fyrir hvaða hús Hjalti bróðir var að tala um þá bara dreif hann í að hringja í Loftorku og náði að kreista út úr þeim steypu í gærkvöld og búmm, plata. Takk takk kæri Gösli. Gamla húsið var á forsíðu Skessuhornsins í gær sá ég, hringdu í mig í síðustu viku til að vita hvernig málin stæðu. Verð víst að fara og kaupa blaðið, eiginmaðurinn vill fá að sjá.

 Annars gengur allt sinn vanagang, Sandra Karen og Kamilla Rún eru sáttar við að vera hjá frænku og ætla bara heim á mánudaginn. Sváfum allar saman í minni holu í nótt og "#$%$#" haninn byrjaði að gala kl. 4.00 og vakti okkur allar. Gekk hálf illa að ná dömunum niður aftur en það hafðist. Verð að viðurkenna að mig sveið í augun þegar við dröttuðumst á lappir kl. 8.30. Gamla brýnið þarf sinn fegurðarblund. Einhvern veginn varð blessaður haninn til þess að ég fór að hugsa um orðið ,,hanabjálki", maður heyrir það einhvern veginn aldrei í dag að hús séu með hanabjálka. Crazy að láta eitthvað svona fáránlegt halda fyrir sér vöku. HANABJÁLKI.

Skotta litla fer heim í dag, á eftir að sakna hennar. Hún er svo yndisleg, svo blíð og góð og þarf svo að koma við mann. Treður sér alltaf alveg upp við mig og svo talar hún við mann.

En kæru bloggvinir. Ætla að fara að dekstra við dömurnar. Heyrumst og takk fyrir að nenna að lesa bloggið mitt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband