19.6.2008 | 17:56
Hvernig er staðan á Íslandi???
Fyrirburar fá þegar þeir koma í heiminn alla þá læknismeðferð sem völ er á svo framarlega sem krílið er orðið 24 vikna. Og Íslendingar geta státað af fyrirtaks árangri í meðferð fyrirbura. Mikil hætta er á ýmsum kvillum hjá þessum litlu greyjum ef þau fæðast of snemma. Heilaskaði, augnskaðar og annað mis alvarlegt. Vandamálið hér á landi finnst mér og þar tala ég af reynslu er að það er ekki hlustað. Og þá er ég að tala um ef að foreldrunum, ja eða móðurinni finnst eitthvað vera öðruvísi en það á að vera. Þar tala ég líka af reynslu. Ég á 3 fyrirbura, fædda eftir 30-36 vikna meðgöngu. Eitt sem fæddist fullburða þar sem ég lá í bælinu frá 13 viku og þar til hún fæddist. Og svo á ég litla dúllu á himnum sem fæddist eftir 23 vikna og 5 daga meðgöngu. Hún náði ekki þessum 24 vikum svo ekkert var gert til að reyna að halda henni á lífi. Í marga daga var ég búin að kvarta. Blóð var í þvagi, verkir, legvatnsleki og læknirinnn sagði mér að DREKKA EKKI MJÓLK og sendi mig heim. Mér leið eins og gamalli taugaveiklaðri kellingu og ég skil ekki af hverju þessir karlkyns kvensjúkdómalæknar hlusta ekki á umkvartanir móðurinnar. Sérstaklega þegar hún er sko ekki að gera þetta í fyrsta skipti og er með svona sögu um meðgöngur, fleiri en eina og fleiri en tvær. Ég kærði að sjálfsögðu til landlæknis en þessir #$%#" læknar standa vörð um hvern annan eins og ég veit ekki hvað. Viðkomandi læknir fékk munnlega áminningu og búið. Ef að þessi mál löguðust þá myndi ég segja að hér væri allt fullkomið hvað varðar meðferð og úrræði fyrir fyrirburafæðingar.
Látið barn vaknaði til lífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.6.2008 | 10:03
Hertoginn af Gautlandi og Rúmfatalagersævintýri hans!!!!
Ég bara má til með að stela þessari sögu af blogginu hans Gauta frænda. Drengurinn er alveg mígandi milljón og bara alger nauðsyn fyrir sem flesta að lesa frásögn hans af því þegar hann REYNDI að vinna í Rúmfatalagernum. HE HE. Góða skemmtun.
Gjörið svo vel ..
Mánudagur 10.október.
Síðast þegar að ég vaknaði kl. 07:25 þá var ég 13 ára á leið á Sæplast-fótboltamót á Dalvík. Það er svo langt síðan að það gerðist að minningarnar eru svart-hvítar í huga mér. En þar sem fyrsti vinnudagurinn var að skella á , ákvað ég að vakna tímanlega til að gera mig sætan og hafa nægan tíma til að keyra upp í Smáratorg, en ég átti að mæta kl. 09:00 til vinnu.
Ég lagði af stað , með hnút í maganum klukkan 08.22 og var kominn upp í Kóp kl. 08:34, var ekki nema 12 mín á leiðinni og hafði því nægan tíma til að lesa Sirkus blaðið sem ég stal af Little Cesars Pizza frá því daginn áður. Þegar að klukkan var að detta í 09:00 rölti ég inn og hitti væntanlegt samstarfsfólk mitt.
Ég var strax settur í krefjandi verkefni. Ég var settur í FATADEILDINA við að taka fleiri þúsund sokkapör úr hillunum og raða þeim í "ker" . Þetta tók mig ekki nema svona c.a 10 tíma. Þegar að þessu draumahlutverki var lokið fékk ég þann heiður að raða nokkur hundruð kertum upp í hillu ásamt 2 öðrum í yfirvinnu og var vinnudagurinn búinn kl. 20:00.
Eftir vinnu var ég andlega dauður af leiðindum og kom ég engu í verk um kvöldið nema að liggja upp í sófa og horfa á S1 þar til að klukkan varð 23:00 og þá var kominn háttatími á Sólheimum.
Þriðjudagur 11.október.
Eins og daginn áður fór ég á fætur áður en Guð vaknaði og gerði mín morgunverk og brunaði svo út til að komast í bakarí áður en ég fór að vinna. Þegar að ég kom inn í BMW-inn og gerði mig líklega til að starta þá skeði bara ekki neitt , ekki rassgat - jújú.. helvítis druslan var rafmagnslaus og þar sem ég hafði engan tíma, startkapla né aukabíl varð ég að hringja í Taxa og kom sér þá vel "pöbbaleitin" frá því á föstudaginn , því að ég gat sungið númerið 5-88-55-22 og pantað bíl og kostaði það mig ekki nema 1300 kr að fara í vinnuna.
Til að bæta gráu ofan á svart , þá var fyrsta verkefni dagsins að brjóta saman buxur með e-h stelpu og það ekkert 10 eða 20 !! neinei.. 500 stk á mann !!! Þarna var ég við það að ganga út.. Þurfti að anda ansi djúpt til að tryllast ekki !!
Eftir að hafa fundið Heiðar Snyrti í mér fór ég í það að klára að tæma fatadeildina að mestu , því að jólavaran átti að koma í það pláss. Spáið í því !? Jólavaran ! og október er ekki hálfnaður !! En jæja.. Um kvöldið var svo yfirvinna til 21:30 og byrjuðum við að setja upp jólavöruna !
Þegar að ég kom heim var ég svo þunglyndur að ég fór snemma að sofa.
Miðvikudagur 12.október.
Aftur vaknaði ég fyrir 08:00. Þrír í dagar í röð . Persónulegt met slegið, ekki slæmur árangur. Venjuleg morgunverk voru sett í gang og svo brunað út í bíl í þeirri von um að hann myndi starta sér hjálparlaust. Auðvitað rættist það ekki , þannig að ég hringdi í e-h verkstæði og var mér tilkynnt það að það myndi kosta mig um 5000 kr að fá mann á svæðið svona snemma til að kíkka á bílinn og gefa mér start.
En þar sem ég er 1/9 gyðingur þá týmdi ég því ekki og þakkaði bara pent fyrir mig og lagði á . Núna voru góð ráð dýr. Datt mér þá í hug að hringja í FÍB og fá þá til að gefa mér start en fékk þá þau svör að ég yrði að vera félagsmaður til að fá start . Spurði ég þá hvað það kostaði og fékk þau svör að það kostaði 4140 krónur á ári. Þar sem að það var nokkrum 100 kr ódýrara og þá framvegis frítt start ef ég þyrfti, ákvað ég að gerast félagsmaður og var maður mættur til mín eftir nokkrar mín og gáfum við drossíunni stuð og hrökk hún þá í gang og hefur malað síðan eins og geldur högni.
Þegar að ég mætti til vinnu var haldið áfram við að raða upp jólaskrauti. Dagurinn var svo lengi að líða að ég hélt að mér myndi vaxa skegg á meðan . Á meðan ég raðaði upp jólasveinum , hugsaði ég stanslaust um það að ganga út. Ég var gjörsamlega að gefast upp á þessari negravinnu.
Klukkan 17:30 fór ég heim , sagðist þurfa að fara heim vegna vatnleka Lagði mig svo í smástund og vaknaði ákveðinn í því að segja upp um leið og ég mætti til vinnu daginn eftir.
Fimmtudagur 13.október.
Klukkan 09:00 þegar að ég mætti ákvað ég að segja upp. En þar sem enginn af bossunum var mættur ákvað ég að bíða með það . Hélt áfram við að raða upp þessu helvítis jólaskrauti fram að hádegi og þá var ég sprunginn . Þá labbaði ég að Ívari aðstoðarverslunarstjóra og sagði upp, tók jakkann minn og gaf þeim eftir launin sem ég átti inni eftir þessa 3,5 daga og labbaði út með bros á vör og von í hjarta.
Hugsið ykkur ! það var ekki einu sinni helt upp á kaffi þarna , eða jú fyrir lagerinn en hann var sér. Ég skil það kannski , vegna þess að þetta eru bara börn sem vinna þarna og þau vita eflaust ekki hvað kaffi er. Þetta er svipað og hafa öskubakka á leikskólum.
ggs
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2008 | 08:26
Karlkvölin!!!
Ef mig misminnir ekki þá er þetta hans önnur tilraun við að sigla hringinn í kringum okkar ísakalda stormasama eyland. Gæti verið bölvað bull þó. En manngreyið. Sé hann fyrir mér hímandi aleinan í tjaldræfli á tjaldstæðinu í Stykkishólmi í algerri örvæntingu. Og ekki kominn nema á Snæfellsnesið eftit 10 daga ferðalag. En allt er þegar þrennt er og fjórða fullkomið, þannig að hver veit??? Kannski kemur hann síðar og reynir við íslensk náttúru- og ógnaröfl á ný. Ekki getur hann verið minni en konunni sem tókst þetta víst. Kannski ætti hann að fara í hina áttina frá Reykjavík. Þá alla vega kæmist hann kannski eitthvað lengra áður en hann lætur í minni pokann fyrir íslensku brimi og öldugangi. Kannski við ættum að fara að auglýsa háskaferðir fyrir adrenalínfíklana. Sjókajakferðir á Íslandi. ÞORIRÐU??? Innifalið: Akstur á íslenskum malarvegum. TATATATA. ,,Þú veist aldrei hvenær malbikið endar" Eða eins og túristagreyið sagði sem missti stjórn á bíl sínum vegna þess að hann þekkti ekki íslenskt vegakerfi og skyndilega var ekkert malbik. Hvað gat hann sagt: Jú, "THE ROAD JUST ENDED!!!"
Kajakræðari hættur við hringferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 18:03
Eitthvað mikið að???
Ég táraðist við að lesa þessa frétt. Aumingjans börnin og hvað þá systkini þeirra sem vissu af börnunum inni í herberginu og hafa eflaust haldið að svona ætti þetta bara að vera. Hvar voru ættingjarnir eða kunningjarnir. Fannst þeim ekkert grunsamlegt að sjá aldrei tvíburana. Hvernig með ungbarnaeftirlit og annað. Trúi því ekki að ekki sé virkt eftirlit með ungabörnum í nýtísku landinu Ástralíu. Fannst þessari blessuðu konu, nágranna þeirra, engin ástæða til að athuga hvort og eitthvað væri í gangi þegar blessað barnið bað um að fá að búa hjá henni. Segir sig sjálft að 10 ára gamalt barn gerir ekki svoleiðis að ástæðulausu. Er algerlega óþolandi hvað fólk er orðið sjálfhverft og upptekið af sjálfu sér að það megi ekki vera að því að líta til með náunganum þegar þörf er á. Guð blessi minningu tvíburanna.
Sveltu börn sín til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2008 | 10:56
Hundsvekkt tík!!!
Ekki lengur ríkasta tíkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 10:42
Myndir frá skírninni.
Jæja, þá er ég loks búin að setja inn myndir úr skírninni. Stal þeim af síðunni hennar Emilíu á Barnaland, vonandi fyrirgefst mér það. Varð aðeins að grobba mig. Eru í nýju albúmi sem heitir bara "Skírnin".
LOVE
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 09:06
Velkomnir leikskólar!!!!
Leikskólabörn gæða sér á snúðum og kókómjólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2008 | 08:54
Miðvikudagur og lífið gengur sinn gang!!!
Góðan dag, bloggvinir kærir. Í dag er dagurinn eftir 17. júní og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og ætlaði nú bara að lúra frameftir í morgun. En það eru víst takmörk fyrir því hversu mikið maður getur sofið. Varð, held ég, eitthvað spennufall hjá mér í gær eftir að Aron og Særún voru búin að sækja litlu Emilíu Ólöfu svo að kl.20 var ég dottin í rúminu hér inni í stofu. Rumskaði við símann kl. 22.30 en eiginmaðurinn var að hringja til að heyra í konunni sinni. Er orðinn ansi langur tími sem hann er búinn að vera í burtu og Sæunn er alltaf í borginni að vinna svo við erum bara hér tvö, ég og pabbi gamli, he he. Nei, hann er rétt 65 ára, kornungur maðurinn. Á hverjum morgni hellir þessi elska upp á kaffi handa mér, svo ég drattist nú á lappir og ég veit ekkert betra en að geta gengið að splunkunýjum uppáhellingi að morgni dags.
Svo eru það blessaðir hundarnir, það er meira en að segja það að ætla að reyna að lúra með 3 hunda. Skotta lá á bakinu á mér, Moli sleikti á mér tærnar og Brúnó krafsaði í rúmið og bað um að verða tekinn upp í líka. Auðvitað lét ég það eftir honum og hann vildi nú fá sitt dekur. Þegar hann vill klapp þá nefnilega krafsar hann í mann með framloppunni og þá á maður að klóra honum. Og maður má ekkert hætta sko fyrr en honum þóknast. Síðan datt Skottu í hug að fara í flugueltingaleik við eitt flugugrey sem sveimaði hér yfir okkur og þá gafst ég upp, náði í tölvuna og settist við að skrifa þetta blogg. Allir hundarnir búnir að fara út að pissa og eru steinsofnaðir aftur pah. Ætla að fara að ryksuga og gera fínt áður en Kamilla og Sandra koma á morgun. Ekki veitir af. Eins gott að þeim sem hingað koma sé ekki illa við hundahár, já og kattarhár. Þetta er alls staðar. Pirrar mig stundum að moka hér upp hárunum dag eftir dag en það líður hjá, bara ná í ryksuguna eða moppuna.
En, ég er komin með nýjan nágranna eða þannig. Hún er hávær og segir ekki ÚÚ'Ú eins og í bíómyndunum heldur gargar hún og það gekk svo langt að eina nóttina stökk ég hreinlega út og rak hana í burtu. Þarna sat þessi fallega ugla á ljósastaurnum hér fyrir nóttina og "söng" mig í vöknun. Hún er sífellt að flækjast hér í grenndinni og mér dýrasjúklingnum finnst það yndislegt, allavega þegar ég er vakandi.
Annar froskurinn er hættur að éta, eiga það víst til, svo í gærmorgun náði mín í ánamaðk út í garð, bútaði hann niður í 3 parta og fékk hann til að borða þá. Eitthvert ráð sem Sæunn fann á netinu. Örugglega orðnir hundleiðir á lirfum greyið froskarnir. Hinn er að springa úr spiki og er sæll og glaður. En blessaðar lirfurnar breytast í bjöllur svo mín er með Machintoshdollu inni á baði sem inniheldur lirfur og bjöllur. Ekki mjög geðslegt finnst sumum , he he. Já, þetta er hálfgerður dýragarður hér hjá mér og nú er blómatími naggríssins. Ferskt gras, fíflablöð og hundasúrur á hverjum degi. Hann elskar hundasúrur. Svo þegar það er nógu gott veður þá fær hann að vera úti í grasinu. Hef bara grindina af búrinu yfir svo hann fari sér ekki að voða. Hann er nú að verða dálítið gamall blessaður en ég vona að hann tóri í 2-3 ár í viðbót. Maðurinn minn er guðs lifandi feginn yfir að ekki séu til krókódílar á Íslandi, segir hann. Að ég væri þá örugglega með einn á milli okkar í bælinu. He, he. En svona er ég bara og ætla mér ekkert að breyta því. Núna er ég t.d. með bakstuðning sem heitir Skotta. Hversu mikil forréttindi eru það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 21:29
Og nú er það smá blogg um fjölskylduna!!!
Bloggar | Breytt 17.6.2008 kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 10:36
Dagur villtrar stafsetningar!!!
Eins og ég var ákveðin í að láta fljótfærnis- og metnaðarleysis villur á vef hins háttvirta Morgunblaðs hætta að fara í taugarnar á mér þá bara..... Þetta er nú einum of. ,,dagurin" - ,,þáttöku" - ,,og verndum hennar". Nennti ekki að lesa lengra. Þarf ekki aðeins meira en íslenskukennslu fyrir útlendinga, sýnist ekki veita af að senda suma blaðamenn á eins og einn kúrs.
Dagur hinna villtu blóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar