21.5.2008 | 08:47
Heimasætan stungin af í þrjá daga
Jæja, þá er ég orðin (næstum ein) í kotinu og verð það fram að helgi. Húsbóndinn er farinn kl. 6 á morgnana og komin heim svona á milli kl. 21 og 24 svo ekki sér maður mikið af honum. Framundan hjá heimasætunni er skólaferðalag í Skagafjörðinn þar sem verður farið í River Rafting og annað sem tilheyrir. Yndislegt hvernig allt fer á ferðina þegar vorar. Þetta er þriðja ferðalagið hennar á 2 vikum. Fyrst var það fermingarveisla norður á Sigló, síðan kíkt á pabba gamla á Akureyri liðna helgi og svo núna skólaferðalagið. Um að gera að þvælast meðan tími gefst til, hún byrjar nefnilega að vinna í ísbúðinni í Álfheimum um leið og skólinn er búinn og því lítið sumarfrí framundan. Fyrsta sumarið af mörgum framundan hjá henni þar sem verður unnið, étið og sofið. Veðrið er svo yndislegt, ég tölti með henni niður afleggjarann til móts við rútuna, með sængurfatapokann og annan farangur og sat við póstkassann og naut góða veðursins.
Mér varð hugsað til þess hversu yndislegt það er nú að búa hérna við lækjarnið og fuglasöng og ekkert stress. Alltaf fundist rómantískt að geta vaknað við hanagal en í reynd er það ekki mjög skemmtilegt. Alla vega ekki kl. 5.30 hvern einasta morgun. Svolítið erfitt á gamals aldri að snúa sér á hina hliðina og sofna aftur við hanagalið en þetta er samt allt í lagi. Hanagreyið mætti nú samt alveg hafa fallegri hljóð, kannski ráð að senda hann í söngkennslu. Hænurnar heillast samt af þessu. Verst að ég er ekki hæna. Pabbi gamli er farinn að fara heim á laugardagskvöldum þegar hann fer í helgarfrí heim til sín á Sigló í stað þess að fara á sunnudagsmorgnum eins og hann hefur alltaf gert bara til að sleppa við að vakna við hanagalið einn morgun, he he.
Hundarnir eru loks búnir að venjast hænunum og eftir að girt var í kringum þær, þá eru þær ekkert spennandi lengur. Það er frábært að geta leyft þeim að skrattast hérna úti eins og þeim sýnist. Verða viðbrigði fyrir þá að fara niðrá Hagamel aftur og vera bundnir eða lokaðir inni. Eru að verða alvöru sveitahundar sem hlaupa geltandi niðrá veg ef það sést bíll. Er ekki mikil umferð hérna framhjá, aðallega vörubílar en einn og einn fólksbíll villist hér inn á veginn: Mörk-Fannahlíð-Fellsendi. Ég varð að hringja í vegagerðina í vetur og biðja þá um að setja skiltið upp sem þeir höfðu tekið niður í fyrrasumar því ég keyrði alltaf framhjá afleggjaranum í myrkri á leiðinni frá Reykjavík. Vonlaust að sjá hann með góðum fyrirvara og ekki neglir maður niður á þjóðvegi 1 með bíla á eftir sér og á móti. En skjáumst síðar, ætla að fara og gera eitthvað.
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að vakna við hanagal er alveg voðalega rómantískt í bíómyndunum en ég er klárlega sammála þér að það þarf að senda hanann í söngkennslu. Þetta er langt frá því að vera gal því þetta er garg :)
Var vör við "sveitahund" um daginn þegar ég tók "útsýnisrúnt" í sveitina. Held samt að litla greyið hafi fattað að hann ætti ekkert að gelta á mig :)
Endilega látiði fara vel um ykkur í sveitinni. Það þarf bara að fara að laga tjörnina/stífluna til að það heyrist betur í læknum :)
Eva Lind Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.