Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Myglusveppurinn er að eyðileggja......

líf fjölda fólks, leyfi ég mér að fullyrða, úti í þjóðfélaginu án þess jafnvel að það hafi hugmynd um það ogí  ég er búin að fá upp í kok á aðgerðar- og þekkingarleysi samfélagsins og þeirra sem þar eru við stjórnvölinn hvað þessi mál varðar. Þeir sem hafa fylgst með blogginu mínu vita hvað ég hef verið að reyna að fá einhverja einhvers staðar til að opna augun og taka á málum og óþarfi að fjölyrða um það hér. Við erum ekki bara aftarlega á merinni miðað við önnur Norðurlönd t.d. í sambandi við myglusvepp. Við erum skjögrandi einhvers staðar langt á eftir henni og miðar ekkert áfram. Ástæðan fyrir þessu bloggi mínu nú er símtal sem ég átti við 5 barna móður í Grindavík sem var að lenda í því sama og við nema hálfu verr ef eitthvað er. Ég kæri mig ekki um að fjalla nánar um það hér nema með hennar leyfi en finn mig knúna til að ,,kjafta" frá þar sem hún og hennar fjölskylda eru að lenda í því nákvæmlega sama og við að þau fá heldur enga aðstoð frá sínu sveitarfélagi og/eða stjórnvöldum. Nokkrir velviljaðar einstaklingar og hópar hafa reynt að aðstoða þau eftir því sem efni og aðstæður hafa leyft en það vita að allir að það dugar skammt þó maður sé innilega þakklátur þá framfleytir maður ekki sjö manna fjölskyldu með því einu saman. Börnin eiga rétt á að eiga einhvers staðar heima, eiga rétt á að þurfa ekki að slíta sig upp með rótum í burtu frá vinum, skipta um skóla ofan á að vera sífellt lasin, mamma lasin og ekki veit af hverju. Að fá spurningar frá yfirvöldum eins og ,,hvað viltu að við gerum" og þar fram eftir götunum nær ekki nokkurri átt. Að hvergi séu til nein úrræði og enga aðstoð að fá þegar maður stendur uppi á nærbrókunum og það serm verra er börnin manns líka vegna þess að maður missti ekki allt sitt á réttan hátt er fáránlegt. Það þykir ekki einu sinni fréttnæmt að missa afleiguna af völdum myglusvepps en ef það verða reykskemmdir í ruslageymslu einhvers staðar þá er það blásið upp. Stjórnvöld, fjölmiðlar og þeir sem einhver áhrif geta haft eru algerlega að bregðast og ættu bara að skammast sín. Viðhorfin verða að fara að breytast og fjandinn fjarri mér ef ég ætla að gefast upp aftur. Ég ætla að halda áfram að hamra og hamra þar til ég næ að brjóta þó ekki sé nema lítið gat, á þeirra þykka haus svo það síist inn að myglusveppur er jafn alvarlegur hér á landi og annars staðar sama hversu fast þeir loka augunum gagnvart honum. Hafið skömm fyrir og reynið að opna augun.


Bylgjumolar 2!!!

Jamm hversu djúpt var ég nú komin í molakarinu mínu. Við ólumst sem sagt upp í sátt og samlyndi og oft var barnmargt á Suðurgötu 80 en þar áttum heima stærstan hluta æskuáranna.

Ég man bara örstutt brot frá því aö bjuggum í pínulitlu íbúðinni á neðri hæðinni að Túngötu 43. Einhverju skemmtilegu eins og dótakassanum sem pabbi smíðaði og var hafður niðrí geymslu þar sem við fengum að leika okkar því ekki var pláss annars staðar. Þarna í Túngötunni undum við sæl og glöð þar til við krakkarnir vorum orðin fjögur, hvernig mömmu og pabba tókst að koma okkur fjórum og sér fyrir í einu herbergi. Sé það ekki fyrir mér. Þarna var ekkert baðherbergi, bara klósett í smá skáp. Eldhúsið sýnishorn og seinna meir löngu eftir að við erum farin var sett upp sturta inni í svefnherberginu. Þessi íbúð á alltaf stórt pláss í hjarta mínu því að við tengdumst henni aftur síðar, þegar tvíburasystir mín hóf þar sinn fyrsta búskap og enn síðar eignaðist kær vinkona mín hana og gerði hana yfirmáta huggulega.

En aftur að Suðurgötunni, ég hef verið fimm ára þegar við fluttum í suðurbæinn. Einhvernveginn hafði byggst þannig við þennan syðsta enda bæjarins að það voru ekki mörg hús. Einungis eitt hús stóð neðan götu, Suðurgata 91, sem var stórt og mikið 3ja íbúða hús. Á efstu hæðinni bjuggu þá Benni kennari og hans fjölskylda, krakkarnir þeirra voru all mikið eldri en við og við þekktum þau harla lítið nema þá Sigga sem enn býr í íbúðinni eftir því sem ég best veit. Á miðhæðinni voru Hlöðver skólastjóri og kona hans Katrín skólahjúkrunarkona. Þeirra börn voru uppkomin en barnabörnin dvöldu oft hjá þeim á sumrin og af þeim man ég einungis eftir Gísla og Katrínu. Við lékum mikið við þau og það sem var svo spennandi var að þegar ég man fyrst eftir þeim, þá kunni Gísli að tala sænsku og Katrín dönsku. Ekkert smá spennandi. Á neðstu hæðinni bjuggu svo Klara og Gunni með dóttur sína Bjarkey og þar fæddust svo Helga og Ásgeir. Man svo vel hvað mér fannst skrítið fyrst að Bjarkey ætti engin systkini, vorkenndi henna alveg svakalega að þurfa að sofa ein, he he.

Norðan við okkur stóðu svo Suðurgata 76 og 78 glæsileg hús jsem bæði skemmdust í snjóflóði 1973 að ég held, Stofuveggurinn fór alveg úr á 76 og ég man enn eftir olíutankanum sem barst með flóðinu gegnum húsið og niðrá lóðina. 78 fór ekki eins illa en eftir þetta var bannað að búa í húsunum allt þar til varnargarðurinn var gerður og nú hafa þau bæði verið endurgerð og eru með flottustu húsum bæjarins. Ég man eftir nokkrum fjölskyldum í þeim húsum aðallega krökkunum samt. Þarna voru Nína og Þórir með sín börn. Ég man eftir Sigga Bödda og Braga, minnir að pabbi þeirra hafi heitið Reynir. Minnir að þau hafi búið í 76. Síðast bjuggu i 78 Halli í sparisjóðnum ásamt Helgu, konu sinni og tveim börnum , þeim Ingvari og Brynju sem voru a svipuðu reki og ég. Þau fluttu ekki í burtu og Brynja var bekkjarsystir mín svo minningin um þau er einna skýrust. Sigþór kennari og kona hans Ester voru síðustu íbúar 76, ásamt Ásthildi dóttur sinni sem einnig er jafngömul og ég og Halldóri sem var eitthvað yngri. Einungis eitt hús stóð sunnar en okkar og það var Suðurgata 82. Þar bjuggu fyrst Raggi skipstjóri og Matta Rósa og börnin þeirra tvö þau Óli og Didda. Við systkinin mynduðum sterk tengsl við þau og þegar þau síðar fluttu niðrí bæ, í Blönddalshúsið, þá vorum við orðin það stór að við fórum þangað til að leika við þau. Ómar Möller og Magna koma svo með barnahópinn sinn og búa þar enn þann dag í dag. Hrönn, Óttar, Elva, Freyr(látinn)og Eygló. Þessir krakkar sitja hvað fastast í minninu úr þessum húsum í kringum mig. Mamma og Magna voru miklar vinkonur og samgangurinn á milli mikill á báða vegu. Hvílíkur hópur 11 börn kannski komin saman og endalaust gat Suðurgatan tekið við.

Næsta færsla verður um vinkonurnar he he.

 


KJÓSA??? HVAÐ-HVERJA??? - SÖMU RUMPUTUSKANA???

Silja Bára flutti sköruglega ræðu á borgarafundinum í gær,  ræðu þar sem hún krafðist þess hvað eftir annað að við, fólkið í landinu, fengjum að kjósa. KJÓSA HVAÐ - HVERJA. Við spurningunni sem kom utan úr sal um hvort prófkjör stjórnarflokkanna yrðu opin, svöruðu vissulega bæði Geir og Ingibjörg játandi á þeirri stundu en getum við treyst því frekar en öðru sem þau hafa lofað upp í ermina á sér. Ég segi fyrir mig að ekki hef ég mikinn áhuga á að kjósa núna ef þeir sem nú sitja og halda sem fastast í stjórnartaumana og það fólk sem nú er í stjórnarandstöðu  ætla sér að vera áfram í framboði. Ég treysti því engan veginn að eiginhagsmunapotarar þeir sem  nú sitja við völd hleypi öðrum fram fyrir sig í goggunarröðinni með opnum prófkjörum. SORRY.

Við þurfum á allri þeirri þekkingu og visku að halda sem við getum fengið til að koma okkur út úr vandanum og ég vona af öllu mínu hjarta sem einn af óupplýstum íbúum þessa lands að þeir sem komu okkur í þennan vanda hafi manndóm í sér til að leita til þess fólks sem vit hefur á varðandi lausnir til að koma okkur út úr honum aftur. Svo ég vitni í Silju Báru aftur, þá ólst ég líka upp við það að verða að sjálf að axla ábyrgð á mínum mistökum, ekki láta aðra um að hreinsa upp skítinn eftir mig. Erfitt já en það eina rétta.


mbl.is 58% vilja kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverja ætlið þið að kjósa???

kosid 

Silja Bára flutti sköruglega ræðu á borgarafundinum í gær,  ræðu þar sem hún krafðist þess hvað eftir annað að við, fólkið í landinu, fengjum að kjósa. KJÓSA HVAÐ - HVERJA. Við spurningunni sem kom utan úr sal um hvort prófkjör stjórnarflokkanna yrðu opin, svöruðu vissulega bæði Geir og Ingibjörg játandi á þeirri stundu en getum við treyst því frekar en öðru sem þau hafa lofað upp í ermina á sér. Ég segi fyrir mig að ekki hef ég mikinn áhuga á að kjósa núna ef þeir sem nú sitja og halda sem fastast í stjórnartaumana og það fólk sem nú er í stjórnarandstöðu  ætla sér að vera áfram í framboði. Ég treysti því engan veginn að eiginhagsmunapotarar þeir sem  nú sitja við völd hleypi öðrum fram fyrir sig í goggunarröðinni með opnum prófkjörum. SORRY.

Við þurfum á allri þeirri þekkingu og visku að halda sem við getum fengið til að koma okkur út úr vandanum og ég vona af öllu mínu hjarta sem einn af óupplýstum íbúum þessa lands að þeir sem komu okkur í þennan vanda hafi manndóm í sér til að leita til þess fólks sem vit hefur á varðandi lausnir til að koma okkur út úr honum aftur. Svo ég vitni í Silju Báru aftur, þá ólst ég líka upp við það að verða að sjálf að axla ábyrgð á mínum mistökum, ekki láta aðra um að hreinsa upp skítinn eftir mig. Erfitt já en það eina rétta.


mbl.is Við verðum að fá að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylgjumolar!!!

Þarna er minn á Vinfasti. 

Ég var svo lánsöm að alast upp í stórum systkinahóp, við vorum 6 systkinin þá en yngsti bróðir minn fæddist ekki fyrr en ég var sjálf búin að stofna fjölskyldu. Sem tvíburi og elst af okkur þekki ég ekki annað en að eiga systkin og þar sem mamma og pabbi voru ekkert að drolla við hlutina, þá eru einungis rúm 9 ár og milli mín og þess yngsta af þessum hópi.  Undri dyggri leiðsögn og verndarhendi frá pabba og mömmu, sem ég er ævinlega þakklát fyrir, uxum við úr grasi í sátt og samlyndi. Það var ekki oft sem við rifumst systkinin, alla vega man ég ekki eftir mörgum skiptum.

Hjalti var prakkarinn í hópnum og sem hafði gríðarlegan áhuga á öllu sem átti hug hans þá stundina. Hjólin okkar voru t.d. skrúfuð í sundur til skoðunar, hann keypti sér skellinöðru og var nokkur ár í skíðastökki ásamt Hafþóri bróður. Hjalti elskaði mat og þá meina ég ELSKAÐI, ég man ekki eftir honum öðruvísi, mikið sem honum fannst gott að borða. Ein jólin komst hann t.d. í jólasteikina sem beið tilbúin til framreiðslu inni í eldhúsi eftir að útvarpsklukkan hringdi inn jólin og annað skipti sem ég man vel eftir var fermingarveisla þar sem hann borðaði þar til hann kastaði upp. Og svo borðaði hann bara meira he he. Hann var svo matsár og sífellt hræddur um að vera étinn út á gaddinn. Við vorum saman í sveitinni hjá Dóru frænku eitt sumar, ég hef verið 14 ára að verða 15 og hann 12-13 ára. Hann vann eins og hestur og hafði gaman af, gat aldrei verið aðgerðarlaus. Upp á 10 ára afmælið sitt hélt hann úti á sjó og togaranum Stálvík og var meira og minna viðloðandi sjóinn árin sín á Sigló. Enn í dag hefur hann mikinn áhuga á bátum og þá gömlum bátum og hefur hann aflað sér mikillar þekkingar á því sviði. Hugur hans stendur til að reyna að varðveita vinnubrögðin og verkfærin sem notuð voru til bátasmíða hér á landi á árum áður. Hann lærði eldsmíði og smíðaði sér verkfæri upp á gamla mátann og hefur endurbyggt og byggt upp þó nokkra báta með gamla laginu. Handverk hans má m.a. sjá á Reykhólum í ,,Vinfasti" sem er þar á safni og sýndur var á Húsavík í sumar. Held að þeir félagar sem að þessu standa hafi jafnvel handsaumað seglin á bátnum og á Húsavík sl. sumar sigldu þeir með farþega og höfðu mikið gaman að. Félag hefur nú verið stofnað um bátinn og bátasmíði og margt spennandi sem er framundan í þeim efnum hjá þeim félögum. Eitthvað virðast þeir fornaldar kallarnir vera inni í nútímanum því að þeir eru KOMNIR MEÐ HEIMASÍÐU.......

batasmidi.is

..... þar má finna myndir og fleira sem að áhugamálinu snýr.

Eins og ég á vanda til þegar ég sest við bloggið mitt þá hef ég leyft huganum að reika og er komin langt frá því sem ég ætlaði að skrifa um í upphafi. Áform mitt var krepputal og hvernig ég lít á hlutina en enda á að mæra bróður inn, he he. En það er bara allt í lagi því nú langar mig að skrifa um þau öll og mun örugglega gera það á næstunni og kannski verður smá krepputal sem fylgir.

LOVE

Jee, þetta er farið að hljóma eins og minningargrein. Ég sem ætlaði að tala um uppeldi.

En þetta er gaman og e.t.v. koma líka smá sögur af systkinum mínum síðar.

Hótel Glymur fær (matar)ástarkveðjur frá mér!!!

Já, bloggvinir kærir. Í gær var stóri dagurinn, við systkinin, ja öll nema eitt sem býr í Norge, fórum á okkar árlega stefnumót við Hótel Glym í gær. Sum voru m.a.s. svo grand á því að þau gistu þar einnig um nóttina. Maturinn þarna var eins og ávallt algert lostæti og þótt ég vildi þá gæti ég ekki talið upp allt það sem boðið var upp á. Þarna mátti finna reykta tígrisrækju, heitreykta önd, svartfugl, hreindýrasteik, hreindýrabollur, saltfiskbollur, hangikjöts carpaccio og fleira og fleira. Að sjálfsögðu gastu einnig valið klassískari jólamat eins og hangikjöt með uppstúf, svínasteik og fleira en það er ekki tilgangurinn hjá mér í þessum ferðum, heldur að borða alls kyns góðgæti sem maður sér annars aldrei. Súpan var æði, forréttirnir á annan tuginn, aðalréttir úff púff og svo eftiriréttaborðið:  ris a la mande, truffle og alls kyns kökur. Elskulegi útfararstjórinn var sem betur fer mættur og lék við hvern sinn fingur. Hann stjórnar herlegheitunum eins og hann hafi aldrei gert neitt annað og það er sko ekki verið að láta mann bíða heillengi á milli rétta. Ó, nei ekkert hangs. Enda kvaddi ég þetta yndislega fólk með orðunum; ,,sjáumst að ári". Pottþétt. Ég var komin heim um kl. 22.30 svo södd og sæl að ég gat varla gengið, verð ekki svöng næstu daga, he he.

Sigrún mín og Kolbrún Kara komu í gærkvöld og eyddu deginum í dag með okkur. Hún Sigrún mín er ótrúleg, er í líffræði í háskólanum, skúrar í Rimaskóla, vinnur í ísbúðinni og þrífur ísvélar nokkur kvöld í viku ásamt því að sinna Kolbrúnu Köru svo vel að leitun er að barni í eins góðu jafnvægi og hún er. Veit að það sem mamma hennar segir stendur hvort sem það er já eða nei.

Eiður bróðir kom frá Sigló og Snævar bróðir og konan hans alla leið frá Norðfirði til að vera með okkur og borða góðan mat. Eiður gistir hér hjá mér og það verða bara notalegheit í kvöld. Jibbí. LETIKVÖLD.

 

 


Aðeins byrjuð að nudda mér utan í ....

yfirvöld bæði innan sveitar og utan. Ætla ekki að leyfa þeim að leyfa þeim að stinga myglusveppi og þeim vanda sem honum getur fylgt undir stól eins og svo oft vill verða með mál sem stjórnvöldum finnst óþægilegt eða leiðinlegt að taka á. Finnst oft á tíðum að ég sé að berjast við vindmyllur og jafnvel viðskiptaráðherra sem lofaði öllu fögru, frá honum hefur ekkert heyrst, alþingismaður einn á hér á Vesturlandi sýndi líka áhuga og lét jafnvel aðstoðarmann sinn hafa samband. Síðan eru liðnir mánuðir og ekkert.

Geri mér fulla grein fyrir að nú liggur mikið við og alþingismenn, sveitarstjórnir og aðrir ráðamenn eyða, vonandi öllum sínum, tíma í að reyna að koma okkur út úr þeim vanda sem öll .jóðin á nú við að etja.

Fólk er alla vega hætt að gera grín að gama Súbba, sem ég á algerlega skuldlaust, he he. Svo að ef ég væri ekki að borga af tveim húsum og tæpar 90.000  krónur í húsaleigu á mán., já þá væri ég bara í ágætis málum, BWAHAHA. Mikið væri nú gott að eiga tímavél og geta skroppið  aftur í tímann en svoleiðis virkar bara ekki svo um að gera að spila sem mest úr þeim sem maður hefur. Neita að hugsa um hvort ég næ að halda húsinu þangað til ég veit einhverjar fastar tölur sem hægt er að vinna með í fjárhagsáætlun. Er að sjálfsögðu búið að taka mun lengri tíma en ég af kunnáttuleysi mínu hélt. Bið eftir fjármagni og annað. Ég ætti ekkert hús ef ekki væri fyrir velvilja hins góða fólks sem heldur um stjórnartaumana hjá Sparisjóði Siglufjarðar sem vita að við munum gera okkar besta.

Þetta ár hefur verið erfitt og hér í sveit höfum við ekki enn fengið stöðu sveitarómaga, þarf kannsi að fara og standa í biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd og láta taka mynd og senda blessuðum oddvitanum til að hann átti sig á að tekjur eru ansi lítið marktækur mælikvarði en samkvæmt bréfi frá þeim sem birtist hér orðrétt höfum við víst of miklar tekjur til að falla undir reglur þeirra um aðstoð.

AFGREIÐSLA:

Samkvæmt framlögðum gögnum eru tekjur of háar til að styrkur til fjárhagsaðstoðar rúmast innan reglna Hvalfjarðarsveitar.

 Jebb, svona er bréfið orðrétt, ekki verið að eyða bleki í einhverjar málalengingar þar. Enginn rökstuðningur eins og lögbundið er. Ekkert. Reyndi að skýra út fyrir þeim hver greiðslubyrðin væri af 20.000.000 yfirdrætti, afborgun af gamla húsinu og leigan og svo fyrir utan aðra framfærslu.og gamlar skattaskýrslur væru nú ekki mjög marktækar þegar upp koma svona aðstæður. Vona svo heitt og innilega að enginn hér í sveit lendi í því að heimili hans eyðileggist, hvort sem er vegna myglusvepps eða eldsvoða. Þá verður mannmargt hjá Oddvitanum því við flytjum bara til hans eða að hann býður okkur bara í mat um jólin, he he. Og ansv..... sveitarstjórab...... um áramótin. Nei, annars Sæunn verður ekki heima þá svo hún má fyrir mér éta það sem úti frýs.

IV. kafli. Almenn ákvæði um rétt til félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga.
 12. gr. Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum þjónustu og aðstoð samkvæmt lögum þessum og jafnframt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum.
 Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.


XII. kafli. Húsnæðismál.
 [45. gr.]1) Sveitarstjórnir skulu, eftir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og einstaklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.
   1)L. 34/1997, 9. gr.
 [46. gr.]1) Félagsmálanefndir skulu sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.

Sendi þeim þetta því ekki eiga þeir neitt húsnæði fyrir fjölskyldur sem lenda í bráðum og óvæntum vanda sem ég skyldi ætla að falli undir "aðar félagslegar aðstæður" í það minnsta og ber þvi, samkvæmt mínu mati, að leita annarra úrræða eins og........t.d. taka húsnæði á leigu fyrir fjölskyldur í vanda. Al la vega telst okkar vandi ekki vera "bráður vandi". Kannski er hann Vandráður.

En bara smá útrás, hafið það ávallt gott, bloggvinir góðir.

 

Love Bylgja

 

 


Komin heim frá Sigló!!!

ýmislegt 014 Stóra prinsessan mín, Kolbrún Kara, fékk þessa kórónu á leikskólanum sínum og harðneitaði að taka hana af svo ...... Gisti hjá mér eina nótt, yndislegt og svo kom mamma hennar daginn eftir og gisti líka.  

Jæja þá er mann kominn heim aftur, þ.e. kom heim á laugardaginn. Var uppgefin í gær, skrapp í afmæli en fyrir utan það þá bara lá ég í leti. Aron, Særún og Emma litla kíktu í heimsókn seinnipartinn og kvöldinu var síðan eytt í að horfa á Narníu 2. Elska svona myndir já og bækur. Las "brísingr" fram undir morgun og kláraði hana svo í dag. Er alveg frábær. Skemmtilegast bókin af þeim þremur sem komnar eru út um Eragon og Saphiru. Hvað ætli verði löng bið eftir fjórðu og síðustu bókinni. Pah. Finnst svo erfitt að bíða. Vil helst kaupa heilar seríur í einu og lesa hverja á eftir annarri. Sá að búið er að þýða eina góða yfir á íslensku, fann hana á netinu fyrir löngu síðan og pantaði hana. Hún heitir "Tunnels" eða GÖNGIN á íslensku. Skemmtileg auðlesanleg bók um neðanjarðarveröld. Hvenær ætli þeir þýði UNLONDON, hún er frábær. Nenni bara aldrei að update-a bókalistann minn, svo þó að það líti út fyrir að ég hafi ekki lesið staf í einhverja mánuði þá bara verður að hafa það. En nóg um myndir og bækur.

Framundan er árleg (fyrir utan í fyrra) ferð okkar systkinanna og maka á jólahlaðborð Hótel Glyms hér í Hvalfirði. Umm jamm alger upplifun og reynt að passa að borða sem minnst af þessum klassíska jólamat, fyrir utan jólagrautinn he he. Maturinn og þjónustan sem við höfum fengið í gegnum árin er hreint út sagt frábær. Alltaf sami þjónninn sem dekstrar við mann á allan hátt og allt svo kósý og notalegt. Bækur út um allt he he.

Nú er mín m.a.s. farin að prjóna aftur eftir margra ára hlé. Byrjaði að sjálfsögðu á sjálfri mér og er að prjóna mér peysu úr ull og mohair. Er stopp í augnablikinu samt þar sem Brúnó át fínu rósaviðar ermaprjónana mína og nýir ekki enn komnir í hús. Man aldrei eftir þeim þegar ég fer á skagann, gamla gleymin.

Fyrir einhverjum vikum síðan bað ég Binna minn að búa til Facebook handa mér en gleymdi því svo aftur, lykilorðinu og öllu saman. Opnaði það í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum þegar ég fór að fá requests á netinu og ætla að reyna að vera eitthvað virk þar inni, svona þegar ég er búin að læra eitthvað á það og sjá hvað hægt er að gera. Mann verður að tolla í Nú-inu sko.

 

 


Húsamyndir handa mömmu

Setti inn nokkrar myndir af þvi hvernig húsið lítur út núna þegar það er orðið fokhelt. Mátti líka til með að skella inn með nýjum myndum af Emilíu krúsídúllu sem teknar voru á dögunum.

Love

Sigló, hér kem ég.


Ég og myndavélar bwahaha!!!

Engar myndir birtast hér á þessari blessuðu síðu í dag. Að sjálfsögðu voru batteríin búin, átti að vita það en var að sjálfsögðu búin að steingleyma því þannig að tilraun 2 á morgun fyrir norðurferð. Sýni þá múttu bara myndirnar í myndavélinni, ef ég þá man eftir að kippa henni með. Gamla gleymin. Dagarnir verða skemmtilegri og skemmtilegri, af því ég er svo skemmtileg hehehe. Nei. Gamla góða orkan er komin til að vera held ég. YFIRLÝSING ALDARINNAR!!!! Frá og með 24 okt. sl. hætti ég að láta gamla brýnið mig mæta afgangi. Ég ætla að finna þessa Bylgju aftur sem ég var alveg sátt við. Svo nú er það hégómi eins og líkamsrækt, endurnýjun á fataskáp eða innihaldi hans og annað nauðsynlegt. Nenni ekki lengur að vera svona hundónægð með sjálfa mig, er mannskemmandi. KREPPA HVAÐ!!! Er hvort sem er á HAUSNUM, sér ekki á svörtu, hí hí. Mín er líka búin að læra að tala aftur og notfærir sér það óspart. Hætt að segja já og amen. Ekki það að ég sé gasprandi út um borg og bæ. Neibb, það er ekki ég. En ef einhver er að tjá sig þá er ég hætt að þegja og safna í leiðindasarpinn. Passa að tæma hann reglulega líkt og þarf að gera við aðrar ruslatunnur. En blogga líklega ekki um helgina. Heyri í ykkur eftir það. Love you all!!!!

Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband