Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
10.4.2008 | 17:57
Dæmigerð skítredding sem kemur alltof seint
Það þurfti þekktan einstakling til , sjálfur Björgvin Halldórsson steig fram þar sem dóttir hans var ein þeirra sem slösuðust á Reykjanesbrautinni. Alveg dæmigert fyrir hugsunarhátt vegagerðarbossanna. Ekkert gert fyrr en einhver mikils metinn í þjóðfélaginu lætur í sér heyra. Nákvæmlega sama sagan og þegar þingmaður vænn og grænn keyrði út af á Vatnsskarðinu. Þá var hætt við að afnema NMT símakerfið um stundarsakir. Af hverju í andsk. þarf þetta sífellt að vera svona. Af hverju þurfti svona marga til að stórslasa sig áður en gripið var til viðeigandi ráðstafana. Hvar er virðing þessara manna fyrir mannslífum og fela sig svo á bak við einhverja verktaka er bara barnalegt. Ekki eru það þeir sem stjórna, ja nema þegar vegagerðarmönnum hentar eins og í þessu tilviki. Sá tími sem þeir hafa gefið sér til að taka ákvörðun um framhald Reykjanessbrautarinnar er orðinn alltof langur og hreinlega tími sem ekki var ráðrúm til að taka sér eins og dæmin augljóslega sanna. Spýtið í lófana og látið verkin tala, það er það eina sem komið getur til bjargar og forðað fleirum frá að stórslasa sig þarna. Hættið þessu bölv. hálfkáki, reynið að sýna fólki þá virðingu sem það á skilið og lagið þennan flöskuháls strax.
Úrbætur á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 15:43
Ný leið fundin til að plokka af vörubílstjórum
Enn einu sinni eru þeir sem ekkert vit hafa á vörubílum og akstri þeirra að láta ljós sitt skína. Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir sitja skrimtandi hringinn í kringum fundarborðið sitt sjálfsánægðir og hreyknir yfir að vera búnir að finna enn eina leiðina til að gera vörubílstjórum erfiðara fyrir og ná af þeim meiri peningum. Hvernig væri að þessir menn stigu nú einu sinni upp í vörubíl svo þeir fái einhverja hugmynd um um hvað þeir eru að tala. Hvað ætla þessir nýríku bubbar að gera þegar þeir eru búnir að setja alla sjálfstæða bílstjóra á hausinn og enginn er til að keyra í grunninn á nýja fína húsinu þeirra sem helst þarf að endurnýja á 10 ára fresti. Hvaða önnur stétt í landinu er skikkuð á endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti, námskeið sem eru e.t.v. kennd af mönnum sem hafa mun minni starfsreynslu en bílstjórarnir sjálfir. Hvað halda þessir menn að þeir séu að ætla sér að kippa framfærslunni af fjölda fjölskyldna með einu pennastriki ef menn mæta ekki á þessi gagnslausu námskeið. Reynslan er besti kennarinn í þessum bransa sem öðrum og þessir háu herrar ættu að sjá sóma sinn í því að reyna að breyta viðhorfum sínum til atvinnugreinarinnar. Það er níðst á vörubílstjórum eins og einhverjum minnihlutahópi líkt og gert var við gyðinga og litaða hér áður. Það gleymist alltaf að þetta eru bara venjulegir menn sem eru að vinna vinnuna sína en ekki einhver óþjóðalýður sem alveg má missa sín og best er að losna alveg við. Alla vega þekki ég hvergi til annarrar atvinnugreinar þar sem hver aðilinn á fætur öðrum sætir lagi við að troða inn reglugerðum, sektum og refsingum til þess eins að reyna að losna við þá af yfirborði jarðar.
Óku flautandi og blikkandi á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2008 | 09:24
Að gera hlutina af alúð er vinna sem gefur til baka!
Klukkan er níu þennan fimmtudagsmorgun og hér í Siglufirði kyngir niður snjónum eins og svo oft áður. En það er tiltölulega hlýtt og stillt svo það gerir bara ekkert til. Siglufjörður er og verður snjóþungur og margan skaflinn hefur maður klofað í gegnum árin til að komast leiðar sinnar og kippir sér ekki mikið upp við smá hríðarhraglanda.
En tilefni þessara skrifa minna er ekki snjókoman þennan mæta morgun heldur mamma mín og heimilið sem hún hefur búið sér og sínum hér í bænum. Ég hef farið víða en hvergi hef ég fundið fyrir annarri eins hlýju og væntumþykju á bak við þá hluti sem fylla húsið hennar. Hús og hýbýli hefðu lítinn áhuga, held ég, þar sem hér er ekkert verið að kaupa fræg merki eða hönnun. Nei, hér eru flestir hlutirnir komnir til ára sinna eða keyptir í RL búðinni og síðan fer mamma um þá höndum og gerir þá að sínum. Allt hér innandyra ber vott um listræna hæfileika hennar, málverkin á veggjunum eru eftir hana, myndir og smáhlutir unnir úr þæfðri ull og annað eftir því. Jafnvel þvottahúsið er listaverk út af fyrir sig þar sem veggirnir eru málaðir og stenslaðir eins og henni einni er lagið. Þvottaklemmurnar kúra í 40 ára gamla pokanum sínum, málaðar blómamyndum og öðru fallegu munstri sem lýsir kannski vel allri þeirri natni sem hún leggur í sín störf. Leirmunir og styttur dreifa sér á smekklegan hátt um húsið, einnig eftir hana og gamli bókaskápurinn með 200 og 300 ára gömlum bókum er í öndvegi í sjónvarpsholinu. Já, mamma mín er listamaður fram í fingurgóma og það virðist vera alveg sama hvað hún tekur sér fyrir hendur það verður allt alveg meiriháttar flott. Hún var ekkert að eyða í nýja eldhúsinnréttingu heldur gerði bara þessa gömlu að sinni og flottari innréttingar sér maður ekki oft. Ömmustelpurnar fengu að mála glerlistaverk á eldhúsgluggann og þannig merkja sér hluta af húsinu hennar ömmu. Eitt stykki raðhús er úti í garði handa fuglunum sem maðurinn hennar smíðaði og gefur þeim samviskusamlega að borða á hverjum morgni. Hvergi finn ég eins mikla hugarró og þegar ég kem í húsið þeirra mömmu og Jóns, þar sem allt virðist renna svo fyrirhafnarlaust og mamma situr með heklið sitt eða prjónana því ekki getur hún verið aðgerðarlaus. Ég vildi að ég hefði fengið þessa hæfileika hennar en verð víst að sætta mig við að svo er ekki og fer bara hingað til að njóta þessa einstaka andrúmslofts.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.4.2008 | 23:49
Vegagerðin og sá fornaldarhugsunarháttur sem þar virðist ráða.
Oft áður hef ég tjáð mig um Vegagerðina hér inni og orðið all skýrt að ég hef ekki mikið álit í karlinum sem þar stendur í brúnni og held í þá veiku von að Kristján Möller detti ekki ofan í hítina með þeim og bara leyfi þeim að stjórna framvindu og þróun samgangna á okkar Ísakalda landi. Eftir að hafa lesið um enn eitt slysið á Reykjanesbrautinni þá bara er mér nóg boðið. Það er ekki endalaust hægt að kenna um ofsaakstri eða öðrum glæfraskap. Það verður að fara að skoða málin frá réttu sjónarhorni og aðstæður þarna eru ekki nokrum manni bjóðandi hvort sem þeir kjósa að fara varlega eða ekki. Þetta á ekki að þurfa að vera svona og hvað mánuð eftir mánuð. Nauðsyn brýtur lög og virðingarleysið sem mér finnst þeir sýna samborgurum sínum með þessu háttalagi er fyrir neðan allar hellur. Við höfum öll rétt á og ég geri hreinlega þá kröfu til samgönguyfirvalda að þetta verði lagað og það strax. Umferðarstofa hefur barist með kjafti og klóm en fyrir daufum eyrum, Mikilmennsubrjálæðið í þessum háu herrum er svo gríðarlegt að þeim finnst þeir ekki þurfa að hlusta á neinn. Við stjórnum ha ha, við erum sko bossarnir. Fornaldarhugsunarhátturinn hjá þeim minnir mig bara á þegar bændurnir mótmæltu komu símans á sínum tíma. Fannst hann sko alger óþarfi. Er þetta staðreyndin með Vegamálayfirvöld, finnst þeim alger óþarfi að byggja upp og bjóða upp á mannsæmandi vegi um landið. Finnst þeim þetta kannski bara frekja í okkur sem höfum skrölt malarslóða í tugi ára og gerum enn. Ísland og Íslendingar hafa alla burði til að verða þjóð hátækni og hér er fullt af góðu fólki sem ber framtíð landsins okkar fyrir brjósti og hefur skýra framtíðarsýn því til handa. En það gengur ekki hér hjá okkur frekar en öðrum að byrja á þakinu. Við verðum fyrst að byggja sterka, trausta undirstöðu undir það land sem við viljum að Ísland verði og það þýðir góðir vegir, tryggar samgöngur, og aðstöðu til að hægt sé keyra miðað við aðstæður. Sumir kjósa að keyra hratt, og þá verður að vera til akrein fyrir þá, aðrir keyra löturhægt og skapa þannig stórhættu í umferðinn, með hvatningu til framúraksturs, þannig að það gefur augaleið að það gengur ekkert upp að hafa sömu akrein fyrir báða. Svo eru það að sjálfsögðu öll þungaumerðin, hvernig er hægt að bjóða fólki upp á að eiga á hættu að fá yfir sig heilu vörubílsfarmana. Að sjálfsögðu eiga að vera til sér akreinar fyrir þá og aðrar vinnuvélar svo þeir þurfi ekki að vera ergja annað fólk í umferðinni. Hvernig er svo með reglugerðina hjá EES, þar sem segir að vegagerðin eigi að skila vegunun hálkufríum fyrir ákveðinn tíma á morgnan. Þeir gera að sjálfsögðu ekkert með það, munur að geta pikkað svona úr þessum reglugerðum eftir behag. Svo rýna þeir í þessar sömu reglugerðir til að finna fleiri og fleiri leiðir til að geta sektað atvinnubílstjóra. Allt kostar þetta peninga en ég vilfrekar að skattpeningum okkar sé eytt í þetta en að reyna að koma öllum þeim óheppnu einstaklingum sem slösuðust eða létust vegna ófullnægjndi vega og fyrirbyggja þannig þann ósanngjarna fórnunarkostnað. Verðum að hætta að kasta krónunni og spara aurinn. Fáum fleiri einkaaðila í lið með okkur, einkaaðila sem hafa margra ára reynslu og hægt er að treysta og leyfum vegagerðinni ekki lengur að komast upp með að taka fyrirfram dauðadæmdum tilboðum og setja þannig fjölda undirverktaka á hausinn óbeint með því að velja vanhæfan mannskap í að vinna verkin fyrir sig, bara til að spara nokkrar krónur. Sparnaður sá er orðinn alltof dýr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 18:54
Jú, endilega bíða þar til fleiri eru fallnir!
Fleiri slys og óhöpp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 12:44
Konur Íslands Í dag er.... ....alþjóðlegur dagur
brjálæðislega glæsilegra og geysilega gáfaðra kvenna þar sem boðorðið er:Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi:
-Fjárans fjör sem þetta er!-
Varð að stela þessu af bloggsíðu kærrar vinkonu. Gargandi snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2008 | 09:36
Að þjást af fortíðarþráhyggju???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 08:47
Siglufjörður, hér kem ég!!!
Ef maður gefur sér ekki tíma til að hlaða batteríin endar það bara á einn veg þannig að.....
.... ég er farin til Siglufjarðar í afslöppun hjá mömmu. Er komin hátt á fimmtugsaldur en samt er alltaf best að skríða til hennar þegar orkan er búin. Svo í gær hringdi ég og fékk frí fyrir fermingarbarnið mitt í skólanum út þessa viku, redaði pössun fyrir hundana , og nú skal haldið norður á bóginn. Ætla að vera fram á föstudag og ekki gera neitt nema það sem mér finnst skemmtilegt. Göngutúrar framundan, heimsækja vini og ættingja og bara chilla. Síðustu vikur hafa verið viðburðaríkar svo ekki sé meira sagt og ég er hlaupin. Fermingin gekk frábærlega og er ég nú sú eina af systkinunum sem er búin að ferma öll börnin. Hí hí. Allir voru boðnir og búnir til að hjálpa til og ein bróðurdóttirin sá til þess að allt gekk eins og smurt í veislunni. Algjör hetja, vann á við fjóra. En er búin að setja inn nokkrar myndir sem ég fékk sendar frá tengdamömmu. Eins og mín er von og vísa þá finn ég ekki myndavélina, nú þegar ég ætlaði að demba inn slatta af myndum. En það kemur bara síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2008 | 08:44
Neanderdalsmaður í eldhúsinu mínu !!!
Jæja, kæru bloggvinir þá er stóri dagurinn á morgun. Ferming örverpisins og ég hlakka mikið til að sjá hana tekna í fullorðinna manna tölu, eins og sagt var í gamla daga. Litla barnið mitt er orðið 14 ára og sjálf átti ég 30 ára fermingarafmæli í dögunum. ÞRJÁTÍU ÁR, nei, það getur ekki verið, er ég orðin svona gömul. En þegar við mæðgur vöknuðum í gærmorgun þá tók nýtt andlit á móti okkur í eldhúsinu og ég má tíl með að sýna ykkur hver það var. NEANDERDALSPÖNNUMAÐURINN MIKLI!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2008 | 08:35
Myglusveppur ER hættulegur, sérstaklega börnum.
Börnin veikjast vegna myglusvepps | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar