Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
15.4.2008 | 09:37
Lýsi eftir svari frá Björgvin viðskiptaráðherra út af mygluhúsinu mínu
Það hefur ýmislegt gerst í okkar málum varðandi húsið undanfarna daga og einnig hefur verið ansi freistandi að láta eins og þetta hafi ekki gerst og loka augunum en það hefst nú lítið upp úr því. Allavega ef ég ætla að vera Bylgja "veltiþúfa". Margur er knár þó hann sé smár en ég er einn og hálfur tommustokkur að lengd eins og maðurinn minn orðar það. En samt eru góðar fréttir og leiðinlegar fréttir sem að vísu koma ekki á óvart. Góðu fréttirnar fyrst: Nú þegar allt er tekið saman þá hefur fólk gefið okkur hvorki meira né minna en kr. 1.320.000,- og það er sko ekkert smáræði. Peningarnar hafa þegar komið sér vel. Keyptum rúmið fyrir jólin og borguðum sökkuleiningarnar fyrir nýja húsið út í hönd. Verður sennilega steypt í þær á morgun og við eigum fyrir því líka. Jibbí. Einnig hefur góður vinur okkar tekið upp á því hjá sjálfum sér að hella sér í okkar mál af þvílíkum fítonskrafti að leitun er að öðru eins. Símtölin og allur tíminn sem hann hefur eytt í okkar mál er náttúrulega algerlega ómetanlegur og ég er honum alveg afskaplega þakklát. Hundleiðinlegt að vera að berjast í þessu einn. Annar nágranni okkar er málari og er enn eitt lýsandi dæmi um góðvild náungans. Hann ætlar, hvorki meira né minna, að GEFA okkur málninguna innan í húsið. Ég er bara orðlaus og maðurinn minn veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga. Svo þetta er allt á beinu brautinni.
Leiðinlegu fréttirnar eru þær að aðstoðarmaður Jöhönnu Sigurðardóttur var sá eini af þeim fjórum ráðherrum sem ég hef skrifað um mín mál sem sá ástæðu til að svara mér. Í svari sínu sagði hann að vísu að þetta tilheyrði ekki þeirra málaflokki en bað um leyfi mitt til að vísa þessu til Björgvins viðskiptaráðherra sem hann svo gerði strax. En nú eru liðnar nokkrar vikur síðan og enn hef ég ekkert heyrt frá Björgvini blessuðum eða aðstoðarmanni hans. Þessir blessuðu ráðherra virðast engan áhuga hafa á að kynna sér myglusvepp og mögulegar afleiðingar hans hvort sem er á félagslega sviðinu, tryggingasviði eða öðru. Hentar þeim betur að láta eins og hann sé ekki til á Íslandinu góða. Hélt samt að þeir þyrftu að svara öllum erindum sem þeim berast á einn eða annan hátt að annað væri brot á stjórnsýslulögum en svona er ég vitlaus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.4.2008 | 19:39
Harði Geir á nýfundnum Labradorbakka!!
Samið um samstarf við Nýfundnaland og Labrador | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 13:30
Greyið hann Ögmundur!!!
Mikið óskaplega kenni ég í brjósti um fólk eins og Ögmund Jónasson sem lendir í þeirri aðstöðu að eiga ekkert val. Að geta ekki valið um hvort maður ferðast á Saga Class eða almennu farrými hlýtur að vera alger áþján. Aumingja maðurinn þarf ábyggilega á áfallahjálp að halda þegar heim er komið.
Að geta látið svona nokkuð út úr sér án þess að roðna eða blikna hlýtur að krefjast einstakra hæfileika. Auðvitað hefur maðurinn val eins og í flestu öðru í lífinu. Hann gæti t.d. valið að fara fram á að láta bóka fyrir sig á almennu farrými svo hann losni nú við heitu handklæðin, kampavínið og önnur álíka pyntingartæki ræfillinn. Eða hann gæti einfaldlega boðið öðrum farþega, gamalli konu eða einhverjum upp á að skipta við sig um sæti svo það fari nú sæmilega um viðkomandi á ferðalaginu. Ég hef ekki mikla trú á að flugáhöfnin setti sig mikið upp á móti því. Guð hjálpi honum ef hann einn daginn stendur frammi fyrir því að þurfa að taka stærri ákvörðun en þetta, ákvörðun sem gæti skilið á milli lífs og dauða. Hann lætur kannski ritarann sinn taka ákvörðunina fyrir sig og segir svo að hann hafi ekki haft neitt val.
Í sömu grein lætur hann vaða á súðum um Björgólf og aðgerðir hans í þágu almennings. Ekki getur hann unnt neinum að sýna sjálfstætt framtak og að láta sér þannig annt um náungann. Nei, hann vill sjálfur fá vald yfir peningunum sem Björgólfur hefur eignast með vinnu og eljusemi og ráðstafa þeim að eigin vild. Peningum sem Björgólfi er bæði i ljúft og skylt að úthluta vegna þess að hann býr yfir metnaði fyrir landið sitt og framþróun þess. Hann hefur það sem íslensk yfirvöld hafa ekki, skýra framtíðarsýn á í hvernig landi hann vill búa og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið. En það finnst Ögmundi ekki boðlegt, hann vill hjakka í sama gamla farinu sem er löngu orðið augljóst að virkar engan veginn og finnst að ríkið eigi að vera með puttana í öllu. Af hverju flytur hann ekki bara til Rússlands eða Kína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2008 | 09:55
Hugsunarvilla í innflytjendamálum???
Jæja, nú geri ég sjálfsagt einhverja reiða en svona gerir bloggið mann, gersamlega ómögulegt að halda skoðunum sínum bara fyrir sjálfan sig. Og eitt er það mál sem ég hef velt svolítið fyrir mér og það er hvaða leið stjórnvöld og aðrir viðeigandi aðilar hafa valið að fara í innflytjendamálum. Þá er ég að tala um þjónustuna sem innflytjendum er boðið upp á og er að mörgu leyti góðra gjalda verð. Erum við samt ekki að ganga aðeins of langt í að auðvelda innflytjendum að aðlaga sig hér í landinu okkar. Ég hef alltaf haldið að þegar útlendingar taka ákvörðun um að flytja til nýrra landa þá sé það þeirra að aðlaga sig að viðkomandi samfélagi en EKKI að samfélagið þurfi að aðlaga sig að þeim eins og mér finnst vera orðin krafa um á svo mörgum sviðum hérlendis. Aldrei myndi Íslendingar sem flytja til annarra landa láta hvarfla að sér að fara fram á að þeirra nýja bæjarfélag, hvort sem það er Hanstholm í Danmörku eða Istanbul setji allt fram á íslensku um það sem þeir þurfa að vita. Þeir bara leggja sig fram um að læra tungumálið, að aðlaga SIG að nýja landinu. Erum við ekki bara að draga á langinn að innflytjendur aðlagi sig íslensku samfélagi með því að hlaupa svona undir rassinum á þeim. Bjóða upp á að þeir verði alltaf útlendingar í okkar landi. Sér þjóðflokkur sem alltaf verður litinn öðrum augum. Hvað ætlum við að ganga langt í þessum efnum. Ætlum við að byggja moskur og gera Íslendinga að Múslimum eða grískum rétttrúnaðarmönnum svo að blessuðum útlendingunum líði nú betur í landinu og finnist þeir vera heima hjá sér. Þeir eru ekki heima hjá sér og það er þeirra eigið val. Ef þeir vilja ekki eða geta ekki aðlagast okkar samfélagi, nú þá verða þeir bara að fara heim aftur. Þeir komu hingað að eigin vali og örugglega ekki með það að markmiði að breyta Íslandi og gera það að sínu. Þeir komu og skuldbundu sig þannig til að gerast Íslendingar og ef þeir hafa ekki metnað í sér til að læra íslensku og að læra á íslenskt samfélag nú þá er enginn sem bannar þeim að fara.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.4.2008 | 09:29
Ömmuhelgin búin :(
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 18:25
Útópía um draumalandið Ísland.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2008 | 13:44
Sunnudagslærið komið ofan í maga!
Ég hef löngum talið mig vera nútímakonu en samt eru vissar hefðir sem ég get ekki verið án. Hefðir sem minna mig á æsku mína og það sem ólst upp við á Siglufirði. Mamma var sjómannskona þannig að hún var mikið ein með okkur sex elstu systkinin en aldrei varð maður var við að hún teldi það neitt eftir sér. Ein af hefðunum sem ég stal frá henni er sunnudagslærið, með sósu, brúnuðum, Ora baunum og öðru góðgæti. Ég veit fátt yndislegra en að fá liðið mitt hingað í mat um hádegið. Svo bara afslöppun það sem eftir er dagsins. Bíltúr ef til vill en annars bara að njóta þess að vera heima í friði og ró. Einhvern tíma skrifaði ég um uppvaxtarárin mín á Sigló og hverslags paradís sem manni fannst staðurinn vera. Ævintýrin voru endalaus og margt var brallað sem ungar mæður myndu fórna höndum yfir í dag. Við vorum úti frá morgni til kvölds og eina leiðin fyrir mömmu til að ná okkur inn í mat var að fara út í eldhúsglugga með bjölluna sína og hringja inn matinn af öllum lífs og sálarkröftum.
Við bjuggum á snjóflóðasvæði og vetur eftir vetur voru stórir tréhlerar settir fyrir svefnherbergisgluggana okkar þannig að herbergin voru myrkvuð stóran hluta vetrar. Ég man eftir tveimur snjóflóðum með bæði féllu sama dag, þann 19. des. með árs millibili. Og hvílíkt ævintýri þetta var fyri 7ára krakka vitleysinga. Við fengum sko að fara á háhest. Já, björgunarsveitirnar tóku okkur á axlirnar og báru okkur niður í bæ og heim til ömmu. Þar fengum við að sofa á vindsængum í stofunni sem var ekkert smá spennandi því að amma átti sko sjónvarp. Hvað gat verið betra en það. Töluverð leið var fyrir okkur í skólann en leiðirnar sem hægt var að fara voru óþrjótandi. Við þræddum gömlum síldarbryggjurnar, útbjuggum okkur afdrep í gömlu síldarbrökkunum sem enn stóðu þá og þvældumst um í gömlu síldarverksmiðjunum, Rauðku og Gránu. Snjór var alltaf nægur fannst manni í minningunni og að stökkva niður af húsþökum var sko mikið sport. Eftir að snjóflóðið féll á Leikskála, leikskóla bæjarins og bar hann næstum út í sjó, þá var gríðarlega spennandi að fara þangað í fjársjóðsleit. Eitt af því sem situr í minningunni um það sem fannst var ZAMARIN. Framan á bréfinu var glas með freyðandi vökva í og við sungum hástöfum: "Við fundum drykk, við fundum drykk". Þetta var frábær tími og vinirnir fjölmargir og maður gat endalaust fundið upp á einhverju nýju að bralla. Þá var ekki talið eftir sér að labba hálftíma leið í skólann, heim aftur í hádeginu og aftur í skólann klukkan eitt. Mamma og pabbi eignuðust Datsun þegar ég var tólf ára og var það fyrsti bíllinn í okkar eigu og ekki saknaði ég þess. Það er einna helst þegar veður voru virkilega slæm að maður snapaði sér far í skólann, með annað hvort gamla skólastjóranum eða kennara sem báðir bjuggu á móti okkur og aldrei var það neitt vandamál. En svo fór í í burtu 16 ára til að hefja nám við Verslunarskóla Íslands og kom ekki aftur og þá einungis í skamman tíma þegar ég eignaðist frumburðinn árið 1985. Fljótlega fluttum við til Ólafsfjarðar og ég kom ekki aftur á Sigló neim sem gestur fyrr en árið 1995 sem var gríðarlegur snjóavetur. En þetta var nú bara smá nostalgía um bæinn minn eftir að hafa dvalið þar í síðustu viku. Love Bylgja
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.4.2008 | 10:53
Of seint í rassinn gripið!!!
Engin tvöföldun í bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 17:36
Mamma og flókamyndirnar hennar
Mátti til með að setja hér inn mynd sem sýnir brotabrot af því sem mamma er að gera nú þegar ég er komin heim frá Sigló. Brunaði suður til að geta fengið að hafa barnabarnið yfir helgina, hana Kolbrúnu Köru. Það voru tveir glaðir hundar sem tóku á móti mér við heimkomuna og skömmu síðar bættist sá þriðji við, einnig kominn í helgarpössun. Elskar að koma í sveitina og skrattast úti eins og hún vill. Kötturinn lætur sér fátt um finnast eins og við er að búast, rétt opnaði annað augað. Mikið er nú yndislegt að eiga dýr engin hætta á að maður verði einmana með svo góða félaga. En góða helgi kæru bloggvinir og allir hinir. Er farin að dekra við ömmubarnið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 09:21
Blogg um myglusvepp á Keilissvæðinu
Af minni alkunnu snilld þá tekst mér nú engan veginn að biðja hann Eyþór um að vera bloggvinur minn en ég rakst á bloggið hans þar sem hann fjallar á skipulegan hátt um myglusveppinn þarna og hvað er verið að gera til úrbóta í þeim málum. Gleður mig mikið að einhverjir taki þessi mál loks alvarlega enafgreiði þetta ekki bara sem mýtu eða taugaveiklunarhjal. Ímynda mér að blessaðar íbúðirnar hafi nú ekki haft gott af því að standa auðar og ókyntar á okkar kalda landi. Ef þar frostsprakk svo líka ja, þá er nú aldeilis búið að búa til kjöraðstæður fyrir sveppinn að vaxa í þegar hiti er kominn aftur á íbúðirnar, svo fyrir mitt leyti þá tek ég þessum útskýringum að um galla í einangrun hafi verið að ræða með dálitum fyrirvara. En hér er slóðin á Bloggið hans Eyþórs. Endilega kíkið á þetta og sýnum honum stuðning í þessari baráttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar