Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Bjargvættur bankar upp á..............

Í gærkvöld fékk ég heimsókn sem ef til vill væri ekki í frásögur færandi nema að gesturinn var kona sem ég þekki varla neitt. Yndisleg kona sem upp á sitt einsdæmi stofnaði handa  okkur reikning í Búnaðarbankanum og er búin að keyra um alla Hvalfjarðarsveitina, sem nær yfir geysistórt svæði, og safna undirskriftum held ég bara næstum allra í sveitinni. Allir eru boðnir og búnir til að aðstoða okkur og gaman þætti imér að vita hversu mikið af tíma sínum hún hefur gefið okkur og allt bensínið. En sem sagt í gær bankaði hún upp á til að færa okkur afraksturinn og svei mér, ég ætlaði ekki að þora að standa upp og opna og ég var svo stjörf að ég bauð henni ekki einu sinni inn. Þarna stóð ég í anddyrinu og hún líka og svo bara byrjuðu tárin að renna, ég sem var svo ákveðin í að láta það ekki gerast. Fékk ekki alveg jafn slæmt grátkast og þegar kvenfélagskonurnar bönkuðu upp á fyrir jólin og færðu okkur 500.000 kr. sem ég vissi alls ekki neitt um og átti enga von á en gat samt ekki ráðið við þetta. Reyndi að fela það með því að taka utan um hana og skildi þannig slatta af tárum eftir á kápunni hennar, sorry. Þetta er bara svo yfirþyrmandi tilfinning sem maður upplifir við að finna svona sterkan náungakærleik og fá hann beint í æð. Heilar fimm A4 blaðsíður, þéttskrifaðar nöfnum fólks sem er reiðubúið til að styrkja okkur fjárhagslega, kom hún með og dóttirin lét ekki laust né fast fyrr en hún fékk að reikna saman heildarupphæðina á blöðunum. Eiginmaðurinn kom heim skömmu síðar en þá hafði ég komist aðeins til sjálfs míns og við sátum inni í eldhúsi að spjalla. Og minn maður verður nú ekki oft orðlaus en þarna vissi hann bara ekkert hvernig hann átti að vera þegar hann sá hver komin var. Elsku S, veit ekki hvort hún vill láta nefna sig á nafn, þú ert frábær og ég þakka þér enn og aftur. Og elskulegu sveitungar, orð fá ekki lýst þakklæti okkar en samt Takk, takk, takk. Það er yndislegt að búa í Hvalfjarðarsveit og ef ég get einhvern tíma á einhvern hátt endurgoldið ykkur hjálpina þá geri ég það.

Söfnunarreikningurinn kominn inn á síðuna mína.

Þar sem ég hef fengið talsverðar ákúrur fyrir að birta ekki númer söfnunarreikningsins sem góðhjartað fólk kom af stað fyrir okkur þá hef ég nú birt nauðsynlegar upplýsingar sem "efstu mynd" í myndaglugganum á síðunni minni. Hárrétt hjá þeim sem hafa sett ofan í við mig að annað sé bara virðingarleysi fyrir þá sem vilja okkur vel. Svo enn einu sinni kyngi ég mínu sjálfsbjargarviðleitnisstolti og sem sagt það er komið. Nú þegar hafa safnast 200.000 kr inn á títtnefndan reikning og er það yndislegt að sjá.


Úrskurðarnefnd segir líka NEI við MYGLUSVEPP

Jæja, þá er okkar mál búið að fara allan hringinn hjá tryggingunum. Fengum risaumslag merkt fjármálaeftirlitinu í gær, umslag sem innihélt það sem við vissulega bjuggumst við. NEITUN. Svo þar höfum við  það, tryggingafélagið okkar er á engan hátt bótaskylt. Fasteignatryggingin til einskis, innbústryggingin til einskis. Skyldutryggingin nær ekki yfir svona tjón heldur, hefði átt að kveikja í helv. kofanum. Hvar er jafnræðisreglan í svona tilfellum, sömu aðstæður eiga að fá sömu málsmeðferð, segir í henni. Greinilega ekki í mínu tilfelli. Á enga peninga til að spandera í málsókn svo ég er lens, segi pass. Ætla bara að fara að einbeita mér að fermingarundirbúningi og ferma dótturina með stæl um næstu helgi. Er hvort sem er farin á hausinn og alveg eins gott að gera það með glans. Svo bloggvinir góðir og aðrir, veit ekki hvað ég kem til með að gefa mér mikinn tíma til að blogga þessa vikuna en ég er samt ekki farin. Nú er bara að fara og hringja og panta viðtöl hjá ráðamönnum og skella sér í þessi mál af enn meiri krafti.

« Fyrri síða

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband