Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
20.5.2008 | 11:18
Afmælisdagur Birtu minnar framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 11:03
Doddi litli datt í dý, meiddi sig í FÓTNUM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.5.2008 | 10:53
Elsku Jón Andrjes er fimmtugur í dag!!!
Til hamingju með daginn elsku Jón. Held við Sæunn höfum aldrei sagt þér hversu vænt okkur þykir um þig. Takk fyrir að vera til. Sjáumst hress í sumar og hafðu það gott á afmælisdaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 10:37
"SJÓFLÓÐAVARNIR"????
Snjóflóðavarnir koma í veg fyrir íbúafækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2008 | 10:35
Nýja húsið komið til landsins!!!
Nýja húsið okkar er komið til landsins fyrir nokkru síðan og seljandinn er farinn að pressa á okkur að sækja það í tollinn og greiða þann hluta kaupverðsins sem eftir er. Erum að bíða eftir að heyra frá Sparisjóðsstjóranum okkur sem við treystum á að láni okkur þessar 5 milljónir sem okkur vantar til að geta leyst út húsið. Grunnurinn er kominn vel á veg, komið að því að einangra hann, setja þessar járnagrindur og hitalögnina og þá verður hægt að steypa plötuna. Svo vantar okkur einhverjar millur til að geta reist húsið og klárað það að innan en tek á því þegar þar að kemur. Nú er bara að einbeita sér að því að fá húsið heim í Hvalfjarðarsveit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 10:19
Það var mikið að einhver opnaði augun...
fyrir því hvernig hlutirnir eru hérna hjá okkur. Hversu mikið það bitnar á börnunum að þurfa að vera ofurseld geðþóttaákvörðunum annars foreldrisins sem jafnvel er ekki hæft til að taka þá ákvörðun sem er börnunum fyrir bestu. Reiði, afbrýðisemi og biturð er látin ráða för og börnin sitja eftir. Eru jafnvel notuð sem tæki til að knýja forræðislausa foreldrið til hlýðni og undirgefni. Þekki allt of mörg dæmi þar sem, jafnvel þótt sameiginleg forsjá sé fyrir hendi, að þá eru börnin notuð, jú, þú situr ekki og stendur eins og ég segi og færð ekki börnin þessa helgina. Enn sárara þykir mér samt þegar börnin eru meðvitað dregin inn í deilur foreldranna og þurfa að hlusta á endalaust skítkast í garð þess foreldris sem fjarverandi er. "Pabbi þinn er aumingi". "Pabba þínum þykir ekkert vænt um þig". "Þettaðer allt pabba þínum að kenna, hann vill ekki eiga ykkur lengur". Hvers eiga aumingja börnin að gjalda sem þurfa að hlusta á svona vanvirðingu. Að neyða þau til að taka afstöðu með eða á móti öðru hvoru foreldrinu finnst mér vera það lágkúrulegasta af öllu. Skilnaðir eru orðnir jafn sjálfsagðir í dag og giftingarnar og stór hluti barna býr hjá bara öðru foreldrinu og jafnvel nýjum maka þess. Og það er bara allt í lagi svo lengi sem þajð er gert á auðveldan hátt fyrir barnið. Að hitt foreldrið noti það sem átyllu til að fá börnin upp á móti og komi fram eins og foreldri þess sé það eina í heiminum sem hefur skilið og stofnað nýja fjölskyldu er ófyrirgefanlegt barnanna vegna. Held það ætti líka að fara að fylgjast betur með réttindum barnanna sjálfra og hlusta meira á hvað þau vilja. Þau eru líka einstaklingar sem eiga skilið alla okkar virðingu og að komið sé fram við þau af réttlæti og alúð.
Hvað greiði er t.d. börnum gerður þar sem hlutirnir eru á þann veg að þeir vilja ekki sjálf fara til eða vera hjá hinu foreldrinu. Að það sé grátur og gnístran tanna í hvert einasta sinn sem sá tími er kominn sem það er t.d. pabbahelgi. Held að hlutirnar væru mun einfaldari og börnin sáttari ef þau hefðu eitthvað um það að segja hvort þau fara eða ekki eða færu bara þegar þau væru tilbúin til þess. Ég var svo heppin að feður minna barna settu börnin sín í forgang og þau komu til þeirra þegar þau langaði og allir eru góðir vinir og börnin mín voru sátt og ekki þessi pressa á þeim. Spyrjum börnin fyrst hvað þau vilja, ekki foreldrana.
Fjallað um foreldrajafnrétti í nýrri skýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.5.2008 | 10:53
Að búa í einu ríkasta sveitarfélagi landsins er.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2008 | 13:08
Ömmubarn nr.2 komið í heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2008 | 12:03
Ég og nagladekkin mín góðu
Fjórir hafa keyrt út af vegna hálku á Norðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 11:20
Ef þig vantar ást!!!
Þegar vindarnir blása þér í mót
og þungbúin ský hylja sýn
Regnið þig lemur sem lítið grjót
líttu þá inn til mín.
Ég á ekki mikið, engan veraldarauð
eða aðra hluti sem sjást
Bara velvild og hlýju, vatn og brauð
vafið um óendanlega ást.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar