Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Afmælisdagur Birtu minnar framundan.

Þann 25. maí n.k. hefði Birta mín orðið 7 ára. Vá, hvað við hefðum haft skemmtilegan afmælisdag ef hún væri hér hjá okkur. Ég ætla að kveikja á kerti og setja eina hvíta rós í vasa. Tvíburasysturdóttir mín var hér hjá mér í fjóra daga þar sem Hrönn systir er með lungnabólgu og það er svo yndislegt að horfa á hana og sjá þannig hvernig Birta mín væri ef hún væri á lífi. Við vorum óléttar á sama tíma og í þetta skiptið gekk það hjá henni en ekki hjá mér. Hefur líka verið öfugt. Þ.e. gekk hjá mér árið 1986 en ekki henni.  Fórum sama dag í aðgerðina og allt þá. En svona er víst lífið. Ég á fullt af gimsteinum og einn þeirra, Kolbrún Kara yndislega ömmustelpan mín verður tveggja ára núna 24. maí. Það verður sko fjör í afmælisveislunni og dekrað við dömuna litlu. Hún er svo sérstakur karakter að það er leitun að öðru eins. Róleg, yfirveguð, hlýðin og svo sátt við lífið og tilveruna. Að vera með hana er ævintýri. Það þarf svo lítið til að gleðja hana og leyfa henni að skoppa  hérna úti á Fellsenda er henni ævintýri.

Doddi litli datt í dý, meiddi sig í FÓTNUM

Honum var alltaf upp frá því, dáldið illt í FÓTNUM. Nei, bannað að gera grín að fótaveikum mönnum, he he. Sambýlismaður minn til níu ára, vá, hvað tíminn er fljótur að líða., missteig sig. Ekki í frásögur færandi en síðan eru liðin mörg ár og síðan, já, alltaf öðru hvoru síðan þá, hefur minn verið að misstíga sig. Sami fótur, sami staður. Nú orðið er fóturinn á honum orðinn þannig að hann "misstígur sig" liggjandi uppi í rúmi. Á sléttu gólfi mistígur hann sig og ávallt bólgnar fótuinn upp, fær oft ljóta marbletti og getur eins og gefur að skilja ekki komið með mér í göngutúra, þó hann hefði gott af því blessaður. Honum er sagt að hreyfa sig en hvernig á hann að fara að því mér er spurn. Bara það að stíga á kúplinguna í vörubílnum alla daga er orðið meiri háttar mál. Jú, hann hefur marg oft farið til læknis og ég m.a.s. með honum í einhver skipti til að reyna að fá einhverja lausn mála en fram að þessu hefur það lítið gengið. Hann hefur t.d. aldrei verið myndaður eða rannsakaður almennilega. Bæklunarlæknirinn sem hann fór till skoðaði ekki einu sinni á honum fótinn, sagði bara að hann yrði að þjálfa hann. Humm, hvernig, það fylgdi ekki sögunni. Annar sagði að ef hann væri fótboltamaður þá myndi hann e.t.v. gera eitthvað og við fórum jafnvel niðrá slysó eftir eitt stigið enn með fótinn bólginn og marinn en nei, vertu í teygjusokk var svarið. En í dag loks hitti minn mann á almennilegan lækni og þá kemur í ljós að það er eitthvað mikið að. Annað hvort hefur fóturinn brotnað, liðurinn éitthvað illa bæklaður alla vega fannst honum þetta mjög sérstakt og hefur fengið annan sérfræðing með sér í málið til að skoða þetta og í fyrsta skipti síðan misstigi vesenið byrjaði á að mynda fótinn og til að sjá hvað er að. Það verður gert n.k. föstudag og ég bíð í ofvæni eftir niðurstöðunni og hvílíkur léttir þetta hlýtur að vera fyrir minn mann að fá loks einhver svör við því hvað er að.

Elsku Jón Andrjes er fimmtugur í dag!!!

happy-birthday

Til hamingju með daginn elsku Jón. Held við Sæunn höfum aldrei sagt þér hversu vænt okkur þykir um þig. Takk fyrir að vera til. Sjáumst hress í sumar og hafðu það gott á afmælisdaginn. Heart


"SJÓFLÓÐAVARNIR"????

Held að Ísfirðingar hafi nóg með snjóflóðin þótt ekki sé farið að gefa þeim sjóflóð. HE HE.
mbl.is Snjóflóðavarnir koma í veg fyrir íbúafækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja húsið komið til landsins!!!

Nýja húsið okkar er komið til landsins fyrir nokkru síðan og seljandinn er farinn að pressa á okkur að sækja það í tollinn og greiða þann hluta kaupverðsins sem eftir er. Erum að bíða eftir að heyra frá Sparisjóðsstjóranum okkur sem við treystum á að láni okkur þessar 5 milljónir sem okkur vantar til að geta leyst út húsið. Grunnurinn er kominn vel á veg, komið að  því að einangra hann, setja þessar járnagrindur og hitalögnina og þá verður hægt að steypa plötuna. Svo vantar okkur einhverjar millur til að geta reist húsið og klárað það að innan en tek á því þegar þar að kemur. Nú er bara að einbeita sér að því að fá húsið heim í Hvalfjarðarsveit.


Það var mikið að einhver opnaði augun...

fyrir því hvernig hlutirnir eru hérna hjá okkur. Hversu mikið það bitnar á börnunum að þurfa að vera ofurseld geðþóttaákvörðunum annars foreldrisins sem jafnvel er ekki hæft til að taka þá ákvörðun sem er börnunum fyrir bestu. Reiði, afbrýðisemi og biturð er látin ráða för og börnin sitja eftir. Eru jafnvel notuð sem tæki til að knýja forræðislausa foreldrið til hlýðni og undirgefni. Þekki allt of mörg dæmi þar sem, jafnvel þótt sameiginleg forsjá sé fyrir hendi, að þá eru börnin notuð, jú, þú situr ekki og stendur eins og ég segi og færð ekki börnin þessa helgina. Enn sárara þykir mér samt þegar börnin eru meðvitað dregin inn í deilur foreldranna og þurfa að hlusta á endalaust skítkast í garð þess foreldris sem fjarverandi er. "Pabbi þinn er aumingi". "Pabba þínum þykir ekkert vænt um þig". "Þettaðer allt pabba þínum að kenna, hann vill ekki eiga ykkur lengur". Hvers eiga aumingja börnin að gjalda sem þurfa að hlusta á svona vanvirðingu. Að neyða þau til að taka afstöðu með eða á móti öðru hvoru foreldrinu finnst mér vera það lágkúrulegasta af öllu. Skilnaðir eru orðnir jafn sjálfsagðir í dag og giftingarnar og stór hluti barna býr hjá bara öðru foreldrinu og jafnvel nýjum maka þess. Og það er bara allt í lagi svo lengi sem þajð er gert á auðveldan hátt fyrir barnið. Að hitt foreldrið noti það sem átyllu til að fá börnin upp á móti og komi fram eins og foreldri þess sé það eina í heiminum sem hefur skilið og stofnað nýja fjölskyldu er ófyrirgefanlegt barnanna vegna. Held það ætti líka að fara að fylgjast betur með réttindum barnanna sjálfra og hlusta meira á hvað þau vilja. Þau eru líka einstaklingar sem eiga skilið alla okkar virðingu og að komið sé fram við þau af réttlæti og alúð.

Hvað greiði er t.d. börnum gerður þar sem hlutirnir eru á þann veg að þeir vilja ekki sjálf fara til eða vera hjá hinu foreldrinu. Að það sé grátur og gnístran tanna í hvert einasta sinn sem sá tími er kominn sem það er t.d. pabbahelgi. Held að hlutirnar væru mun einfaldari og börnin sáttari ef þau hefðu eitthvað um það að segja hvort þau fara eða ekki eða færu bara þegar þau væru tilbúin til þess. Ég var svo heppin að feður minna barna settu börnin sín í forgang og þau komu til þeirra þegar þau langaði og allir eru góðir vinir og börnin mín voru sátt og ekki þessi pressa á þeim. Spyrjum börnin fyrst hvað þau vilja, ekki foreldrana.

 


mbl.is Fjallað um foreldrajafnrétti í nýrri skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að búa í einu ríkasta sveitarfélagi landsins er.....

.... fyrir mig þar sem ég er ekki frá Burma eða Pakistan eða öðru álíka landi glatað. Ég er venjuleg manneskja með venjulegar tekjur, ekki neyslufrík með fjölda neyslulána út af bíl eða hjólhýsi eða álíka. Ég er venjuleg manneskja komin á fimmtugsaldur sem var farin að geta haft það sæmilegt. Var búin að taka húsið mitt í gegn að utan, byggja stóran, fallegan sólpall og var að byrja að endurnýja húsið mitt að innan. Nýtt parket, nýjar flísar og búin að kaupa eldhúsinnréttingu, allt án þess að taka eitt einasta lán. En þá kom kjaftshöggið sem flestir þekkja. Og í dag bý ég í húsi sem annar á með húsgögn sem annar á. Á bara fötin mín, leirtaui og fáeina skrautmuni. Ég hef aldrei þurft að leita mér fjárhagsaðstoðar ekki einu sinni þegar ég var ein með börnin mín fjögur og hef alddrei þurft að vera byrði á neinum. Samkvæmt beiðni frá Oddvita sveitarfélagsins míns, sem er maður sem hefur viljað allt fyrir okkur gera, þá sendi ég formlegt bréf til sveitarstjórnar þar sem ég bað um hjálp við að koma fótunum undir mig aftur. Í gær átti ég svo fund með nýjum sveitarstjóra sveitarfélagsins og í stuttu máli sagt, þá reyndist sá fundur kornið sem fyllti mælinn hjá mér. Ég hreinlega brotnaði saman og grét í fleiri klukkutíma. Sektarkenndin yfirbugaði mig algerlega. Einhverra hluta vegna þá urðu viðbrögð hennar til þess að kalla fram hjá mér allt það sem við höfum þurft að ganga í gegnum og ég kenni mér um. Barnleysi okkar hjóna var nógu stór biti til að lifa með en að ég skyldi þurfa að veikjast út af þessum djö.... myglusvepp og þannig verða til þess að við misstum allt sem við áttum, já þá bara gerðist eitthvað. Að fá svo í andlitið frá þessum blessaða sveitarstjóra að engrar hjálpar væri að vænta frá þeim vegna..... TAKIÐ EFTIR .... þess að við værum með of háar tekjur. Við föllum ekki inn í ramma reglna þeirra um fjárhagsaðstoð. Svo þegar hún bætti við í ofanálag að hún væri með reikning fyrir húsaleigu frá eiganda Fellsenda og við skyldum gera okkur grein fyrir því að það væru hvergi til neinar samþykktir fyrir því að sveitarfélagið myndi greiða fyrir okkur leiguna. Ég gat ekki meir, stóð upp og labbaði út. Í öllum fjölmiðlum glymur að Íslendingar verði að hjálpa hinum og hjálpa þessum. Ingibjörg Sólrún, Rauði krossinn, nefndu það. Það er nóg til þegar á að bjarga heiminum en ef þú ert Íslendingur og þarft á hjálp að halda, þá fellur það ekki innan rammans.  Hvað er að. Ef ég ætti til þessi 400.000 sem hefur safnast upp í leigu þá færi ég og henti því í andlitið á henni. Aldrei skal ég tala við þessa konu meir með sínar reglur og reglugerðir. Fyrir nokkrum árum var peningum hér dreift á íbúa í massavís. Fríar malbikaðar heimreiðar, frítt í göngin, úttektir í Húsasmiðjunni og hvað eina. Hvernig fellur það inn í þennan blessaða ramma hennar. Lítilsvirðingin sem hún sýndi okkur var algjör, framkoman eins og við værum eitthvað óráðsíulið sem ætlaðist til að þeir púkkuðu undir rassinn á okkar. Ég reyndi að segja henni að ég vissi fullvel að við féllum ekki inn í þennan ramma þeirra, að þetta mál væri sérstakt, einstakt og ég hefði vonast til að það yrði afgreitt samkvæmt því en nei. Félagsmálanefndin sem fékk bréfið mitt til afgreiðslu hefur ekki svo mikið sem sagt mér að við fáum enga aðstoð og reikninginn fyrir húsaleigunni höfðum við ekki hugmynd um. Enginn virtist sjá ástæðu til að láta okkjur vita af honum. Er skapi næst að gera eins og formaður félagsmálanefndar stakk upp á: Hvort við gætum ekki bara flutt aftur til Siglufjarðar, já, bara flytja okkur hreppaflutningum eins og  gert var við hreppsómagana í gamla daga. En hér verð ég þeim til ama og leiðinda.

Ömmubarn nr.2 komið í heiminn.

lillan2Þann 2. maí síðastliðinn eignaðist ég ömmubarn nr. tvö. Litla stúlku sem er fallegri en orð fá lýst. Fæðingin gekk eins og í sögu og eins og tengdadóttir mín elskuleg hefði aldrei gert annað. Vildi ekki gera mikið úr hlutunum af sínu alkunna lítillæti. Svo nú klæjar ömmu gömlu í puttana og vildi helst alltaf vera á staðnum og skipta sér af. En það má nú ekki, he he. Eru fullfær um þetta, sonur minn og tengdadóttir. En ég hreinlega dýrka börn og á fullt af frændum og frænkum sem ég get stolið þegar ég vil og svo ömmustelpurnar tvær. Get ekki beðið eftir að fá að passa litlu dúlluna í fyrsta skipti. Til hamingju elsku börnin mín, Aron og Særún, elska ykkur.

Ég og nagladekkin mín góðu

Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því af hverju ég keyri enn um á nagladekkjum. Ég þarf að fara til  Siglufjarðar í fermingarveislu á morgun og þar duga sko engir blankskór, hvorki undir bílinn né mig. Þegar þú hefur alist upp í einni mestu snjóakistu landsins þá veit maður að það dugar ekkert annað en nagladekk sama hversu mikið þessir fræðingar prísa heilsársdekkin. Allt í lagi að vera á þeim á höfuðborgarsvæðinu þar sem blásið er upp í fjölmiðlum ef snjókorn sést á götu og allir eru að flýta sér svo mikið að enginn má vera að því að hjálpa náunganum ef hann verður fyrir því að festa sig í heimkeyrslunni sinni. Eftir ferðalagið framundan mega nagladekkin fara en ekki mínútu fyrr. Ég vil frekar slíta veginum og búa til svifryk heldur en að renna á blankdekkjum framan á annan bíl og etv. stórslasa sjálfa mig og aðra. Það kostar sitt.
mbl.is Fjórir hafa keyrt út af vegna hálku á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þig vantar ást!!!

Þegar vindarnir blása þér í mót

og þungbúin ský hylja sýn

Regnið þig lemur sem lítið grjót

líttu þá inn til mín.

Ég á ekki mikið, engan veraldarauð

eða aðra hluti sem sjást

Bara velvild og hlýju, vatn og brauð

vafið um  óendanlega ást.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Bylgja Hafþórsdóttir

Höfundur

Bylgja Hafþórsdóttir
Bylgja Hafþórsdóttir

Er bara ég sjálf. Eineggja tvíburi og stolt af því. Á einnig 5 yndislega yngri bræður.

Nýjustu myndir

  • thorri
  • thootab2
  • thorrab
  • onnur
  • egoghronn
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bækur

Bókalisti

Er alæta á bækur nema ástarsögur

  • David Eddings: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium
    Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
    ****
  • Tobias S.Buckell: Crystal Rain
    Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
    ****
  • James Rollins: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn
    Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
  • Anthony Horowitz: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise
    Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
    *****
  • Michael Baigent-Richard Leigh-Henry Lincoln: Holy Blood-Holy Grail
    Elska svona bækur
    *****
  • Angie Sage: Magyk og Flyte
    Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
    ****
  • Robert Jordan: Wheel of Time
    Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
    ****
  • Sam Bourne: The Righteous Men
    Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
    ****
  • Dan Burstein og Arne De Keijzer: The secrets of Maria Magdalena
    Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
    *****
  • Scott Lynch: The Lies of Locke Lamora
    Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
  • Naomi Novik: His Majestys Dragon
    Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
    *****
  • Roderick Gordon & Brian Williams: TUNNELS
    Einnig bók um heim sem ekki er til.
    ****
  • Steve Berry: The Templar Legacy
    Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
    ****
  • China Miewille: UNLUNDON
    Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
    ****
  • Neil Gaiman: Neverwhere
    Allir að lesa þessa bók.
    *****
  • Neil Gaiman: Stardust
    Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
    ****

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband