Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
26.5.2008 | 10:45
Annasöm og yndisleg helgi að baki.
Það er allt í einu kominn mánudagur, vindurinn gnauðar hér á glugganum og mig langar norður á Sigló í góða veðrið. Föstudagurinn fór í Reykjavíkurferð og Kringluna, nema hvað, kem þangað svona fimm sinnum á ári. En nú var tilefnið nógu mikilvægt til að réttlæta ferð þangað, nefnilega afmælisdagur litlu Kolbrúnar Köru. Daman er orðin tveggja ára. Vá. Og við þrímæðgurnar, ég, Sigrún og KK fórum og misstum okkur í Next. Úrvalið af fallegum barnafötum þar er ævintýralegt og ekki spillir verðið fyrir. Afmælisdagurinn sjálfur var laugardagurinn en af ákveðnum ástæðum var veislan haldin í gær, sunnudag. Hvað er tilhlýðilegra en að halda barnaafmæli á degi barna. Laugar(Evróvision)-deginum var eytt með nýja ömmubarninu. Hún er 3ja vikna þessi elska og þær mæðgur kíktu í heimsókn til ömmu gömlu í sveitina. Þarna kúrði litla dúllan í rúminu sem ég er með inni í stofu og amma bara varð að fara og kúra aðeins hjá henni þar sem hún svaf værum svefni. Pabbinn kom svo þegar hann var búinn niðrí grunni þar sem hann var að setja járnamottur og einangrun fyrir mömmu gömlu og rétt fyrir sjö var pizza sótt á Skagann og hún mauluð yfir Evróvisjón. Eiginmaðurinn kom óvænt heim þannig að plönin riðluðust aðeins en það var bara skemmtilegra að hann væri líka. Annars vorum við Sæunn búnar að ákveða að við yrðum á Skaganum hjá ömmustelpu en hún var bara hér í staðinn. Gott mál, og Ívar náði loks að sjá dömuna í fyrsta skipti. Á sunnudagsmorgninum bakaði amma svo afmælishring handa tveggja ára prinsessunni og brunaði með hann suður til að reyna að myndast við að hjálpa til við undirbúning veislunnar. Ekki það að hún Sigrún mín, þyrfti svo mikið á hjálp að halda. Hún er algjör töfrakerling og svo elskar hún að gera eitthvað svona fyrir KK þannig að þetta var eins og fermingarveisla. Dagurinn var svo yndislegur og allt svo afslappað í veislunni að við Sæunn nenntum ekki heim fyrr en bara klukkan að verða níu eða eitthvað.
Ég hlustaði á hana Lenu mína messa í útvarpinu, einn besti prestur sem ég hef fyrirhitt og trúir svo innilega að þetta er sko engin rútína hjá henni heldur upplifun. Hin árlega "alnæmis"messa var svo líka í gær í fríkirkjunni og þetta er annað árið í röð sem ég hef ekki komist. Gefur mér mikið að fara þangað, allt svo létt og skemmtilegt en samt hátíðlegt. Tónlistaratriðin hafa verið ógleymanleg og svo er Hjörtur Magni bara skemmtilegur prestur.
En nú tekur hverdagurinn við, verð að vinna smá fyrir Art sérsmíði þar sem ég á að heita launafulltrúi og bókari og svo koma þrír frá þeim í mat í hádeginu. Hvað á ég að elda, darn, nenni ekki á Skagann þar sem ég verð þá að fara aftur eftir hádegi. Æi, finn eitthvað í kistunni. Fiskréttur verður það heillin. Namm, namm. Og ekki má gleyma að hringja í lögfræðinginn eins og ég ætlaði að gera á föstudaginn en náttúrulega gleymdist í borgarferðinni. Vonandi er eitthvað að gerast í okkar málum. Langar líka að senda Björgvini viðskiptaráðherra tölvupóst til að benda honum á hvað við erum aftarlega á merinni tryggingalega séð varðandi myglusvepp og athuga hvort hann hefur eitthvað fylgst með Árbæjardæminu. En góðar stundir bloggvinir kærir og takk fyrir að vera til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.5.2008 | 15:00
Það skyldi þó aldrei vera myglusveppur!!!!
Ég get ekki annað en glaðst yfir þessari frétt ef ég á að vera alveg hreinskilin. Fróðlegt þætti mér að vita hvernig sjúkdómseinkenni viðkomandi starfsmanna eru. Ég finn svo innilega til með þeim og fagna því að stjórnendur heilsugæslustöðvarinnar taki veikindi þeirra það alvarlega að þeir vinni markvisst að því að komast að hvað það er sem veldur. Ég ætla bara að vona að vinnueftirlitið standi sig í stykkinu og taki þetta alvarlega. Vonandi standa þeir sig betur en heilbrigðisfulltrúinn sem ég leitaði til á sínum tíma þar sem hann átti að vera fulltrúi Hollustuverndar. En svo er annað mál hvort eitthvað komi út úr rannsóknunum á starfsfólkinu, það eru nefnilega einungis um 50% líkur á að myglusveppur komi fram á t.d. blóðprufum eftir því sem ég kemst næst. Nú er bara að vona að eitthvert tryggingafélagið sjái sóma sinn í að fara að bjóða upp á tryggingar gagnvart þessum vágesti líkt og í nágrannalöndum okkar, Noregi og Svíþjóð.
Rannsakað hvort húsnæði heilsugæslu sé heilsuspillandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 11:48
Er gjörsamlega áttavillt!!!
Vinstristefna að tala niður atvinnulífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.5.2008 | 10:12
Hvað ÞARF maður að eiga af húsgögnum???
Ég á það sem þarf, rúm handa okkur til að sofa í og var sko alveg tilbúin til að flytja í nýja húsið þegar það verður tilbúið með þau, þvottavélina og þurrkarann, ísskápinn og frystikistuna. Á eldavél, viftu og bakarofn í bílskúrnum sem ég hafði keypt smám saman til að setja í nýja eldhúsið, sem enn er í EGG og átti að fara í gamla húsið. Þannig að ég er ekkert í slæmum málum. Í gærkvöld fékk ég svo símtal þar sem mér var boðið að eiga sjónvarpsskáp og fleira sem frænka mín þarf að losna við þar sem hún er að flytja til Danmerkur, svo þetta er allt að koma. Eldhúsborð og stóla þyrfti ég kannski en get verið án ásamt sófasetti, iss piss, sitjum bara á gólfinu til að byrja með. Rómantískt. Verð nú samt að játa að það er hundfúlt að vera aftur farinn að þurfa að velta fyrir sér hverri krónu og vera skítblönk eins og í gamla daga þegar ég var ein með krakkana. Helv. bensínið, er dýrt að keyra 30 km til að nálgast nauðsynjar svo nú skammta ég mér Akranesferðir. Tvær á viku, ekki meira. Ekki lengur verið að keyra eftir pizzu og videóspólum, ó nei. Tími því ekki. Ágætt núna að kunna ekki á utanlandsferðir, sakna þeirra ekki á meðan.
Eigandi Fellsenda reyndi enn á ný að ræða við nýja sveitarstjórann í sambandi við húsaleiguna en hún stendur föst á sínu. Munnlega samkomulagið við fyrri sveitarstjóra telur hún sig ekki þurfa að standa við svo þau ætla ekki að borga. Nú segi ég eins og leikkonan sem fékk myglusvepp í húsið sitt: Hundfúlt að þurfa að borga bæði húsaleigu og af húsi en leiguna ætla ég að borga einhvern veginn. Skuldahalinn vex hratt þessa dagana, ég sem skuldaði ekki neitt nema lánið á húsinu gamla en þýðir lítið að vera að velta sér upp úr því. Þetta kemur allt með kalda vatninu eins og maðurinn sagði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.5.2008 | 17:40
Nei, nú gubba ég!!!!
Sprengjur óalgengar á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 12:30
Spurning dagsins hjá Reykjavík síðdegis er????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 10:39
Æi, takið ERR-ið í burtu!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 08:58
Hrefnukjöt á minn disk??? Ja veistu....
Fyrsta hrefnan veidd á Faxafló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.5.2008 | 08:47
Heimasætan stungin af í þrjá daga
Jæja, þá er ég orðin (næstum ein) í kotinu og verð það fram að helgi. Húsbóndinn er farinn kl. 6 á morgnana og komin heim svona á milli kl. 21 og 24 svo ekki sér maður mikið af honum. Framundan hjá heimasætunni er skólaferðalag í Skagafjörðinn þar sem verður farið í River Rafting og annað sem tilheyrir. Yndislegt hvernig allt fer á ferðina þegar vorar. Þetta er þriðja ferðalagið hennar á 2 vikum. Fyrst var það fermingarveisla norður á Sigló, síðan kíkt á pabba gamla á Akureyri liðna helgi og svo núna skólaferðalagið. Um að gera að þvælast meðan tími gefst til, hún byrjar nefnilega að vinna í ísbúðinni í Álfheimum um leið og skólinn er búinn og því lítið sumarfrí framundan. Fyrsta sumarið af mörgum framundan hjá henni þar sem verður unnið, étið og sofið. Veðrið er svo yndislegt, ég tölti með henni niður afleggjarann til móts við rútuna, með sængurfatapokann og annan farangur og sat við póstkassann og naut góða veðursins.
Mér varð hugsað til þess hversu yndislegt það er nú að búa hérna við lækjarnið og fuglasöng og ekkert stress. Alltaf fundist rómantískt að geta vaknað við hanagal en í reynd er það ekki mjög skemmtilegt. Alla vega ekki kl. 5.30 hvern einasta morgun. Svolítið erfitt á gamals aldri að snúa sér á hina hliðina og sofna aftur við hanagalið en þetta er samt allt í lagi. Hanagreyið mætti nú samt alveg hafa fallegri hljóð, kannski ráð að senda hann í söngkennslu. Hænurnar heillast samt af þessu. Verst að ég er ekki hæna. Pabbi gamli er farinn að fara heim á laugardagskvöldum þegar hann fer í helgarfrí heim til sín á Sigló í stað þess að fara á sunnudagsmorgnum eins og hann hefur alltaf gert bara til að sleppa við að vakna við hanagalið einn morgun, he he.
Hundarnir eru loks búnir að venjast hænunum og eftir að girt var í kringum þær, þá eru þær ekkert spennandi lengur. Það er frábært að geta leyft þeim að skrattast hérna úti eins og þeim sýnist. Verða viðbrigði fyrir þá að fara niðrá Hagamel aftur og vera bundnir eða lokaðir inni. Eru að verða alvöru sveitahundar sem hlaupa geltandi niðrá veg ef það sést bíll. Er ekki mikil umferð hérna framhjá, aðallega vörubílar en einn og einn fólksbíll villist hér inn á veginn: Mörk-Fannahlíð-Fellsendi. Ég varð að hringja í vegagerðina í vetur og biðja þá um að setja skiltið upp sem þeir höfðu tekið niður í fyrrasumar því ég keyrði alltaf framhjá afleggjaranum í myrkri á leiðinni frá Reykjavík. Vonlaust að sjá hann með góðum fyrirvara og ekki neglir maður niður á þjóðvegi 1 með bíla á eftir sér og á móti. En skjáumst síðar, ætla að fara og gera eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 22:47
Finnst mönnum þetta í alvörunni vera frétt???
Fyrirgefðu kæri blaðamaður en mér finnst m.a.s. áhugaleysið gagnvart viðkomandi atburði skína í gegn í fyrirsögninni. Fréttin sjálf snubbótt og stuttaraleg. Kemur hvergi fram hvað drengirnir eru gamlir, t.d. sem hlýtur vissulega að skipta máli. Ég meina voru þeir sjö ára eða fimmtán. Hverjir voru með þeim og hver fann þá. Hvergi minnst á neitt. Hefði nú bara sleppt því að birta þetta ef ég hefði ekki nennt að vinna þetta almennilega. Skil ekki tilganginn með svona fréttaflutningi. Uppfylling vegna fréttaleysis eða hvað???
3 strákar villtust í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Bylgja Hafþórsdóttir
Nýjustu færslur
- Einstefnuhugsunarháttur!
- Ætli það verði hægt að .......
- Nei, nú er mín kjaftstopp. Eru þetta hálfvitar???
- Þorrablót KKS á Sigló-Bara gaman
- Menn og konur. -KAFFI- Konur og menn.
- Í Noregi er sí-ungur maður sem....
- Jei, einhver með viti!!!
- Í dag er mikilvægur dagur!!!
- Að vera Siglfirðingur og....
- OBEX-LAUSNIR bjóða nú þegar.....
Tenglar
Frábærir bloggarar
- Hertoginn af Gautlandi Gauti frændi á Sigló.
- Leó Óla, sannur Siglfirðingur Fullt af skemmtilegum sögum og æðislegum myndum.
Mínir tenglar
- Litlir englar Yndislegust samtök á Íslandi
- Obex lausnir snilld innandyra sem utan. Held að vegagerðin ætti að kynna sér þetta í stað stórhættulegra víra.
- Vinfastur Heimasíða bátasmiðanna.
- Big Fish Games Skemmtileg leikjasíða við allra hæfi. Frí trial í klst.
- Hvalfjarðarsveit Já, ég á heima hér.
- Siglufjörður Hér er ég fædd og uppalin á besta stað á Íslandi.
- My space síðan mín.
Bækur
Bókalisti
Er alæta á bækur nema ástarsögur
-
Er búin að lesa þessar þrjár seríur eftir hann og fannst þær allar skemmtilegar. Svo eru líka til stakar bækur um tvær af aðalhetjunum. Belgarath galdrakarl og Polgöru galdrakvendi.
: Belgariad- Sería--Malloreon-Sería--The Elenium -
Hrikalega skemmtileg spacefantasía, var smástund að átta mig á að hún gerist á annarri plánetu þar sem heiminum er svo snilldarlega lýst að hann hljómar ofur eðlilega.
: Crystal Rain -
Hef virkilega gaman af bókunum hans um Sigma Force gengið, þar sem viðfangsefnið er ætíð eitthvað á trúarlegum eða sögulegum nótum. Rosa spennandi.
: M.a. Map of Bones-Black Order-Judas Strain og Sandstorn -
Frábær sería sem ég gat ekki slitið mig frá. 1.bókin var þýdd á íslensku nú fyrir jólin og heitir Gátt hrafnsins.
: Ravens Gate-Evil Star-Night Rise -
Elska svona bækur
: Holy Blood-Holy Grail -
Frábærar bækur um galdrastrákinn Septimus Heap. Held að þriðja bókin komi út í sumar
: Magyk og Flyte -
Heljarlöng sería, alla vega komnar 12 bækur, ekki búin að lesa þær allar, kaupi þær í slumpum.
: Wheel of Time -
Önnur söguleg skáldsaga um eitthvað trúarlegt. Spennandi bók.
: The Righteous Men -
Ótrúlega fróðleg bók. Les allt sem ég kemst yfir um Maríu Magdalenu.
: The secrets of Maria Magdalena -
Frábærar bækur um meistarþjófinn Locke og kumpána hans. Bók nr. 2 heitir Red Seas under Red Skies.
: The Lies of Locke Lamora -
Sería um drekann Temeraire. Búin að lesa nr 2 og 3 einnig, er að bíða eftir að nr. 4 komi í kilju.
: His Majestys Dragon -
Einnig bók um heim sem ekki er til.
: TUNNELS -
Les mikið af svona bókum, skáldsögur sem eiga sér stað í sögulegum raunveruleika.
: The Templar Legacy -
Frábær um aðra London í samsíða vídd við hina.
: UNLUNDON -
Allir að lesa þessa bók.
: Neverwhere -
Hafði lesið bókina áður en myndin kom. Elska bækurnar hans.
: Stardust
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar